Evru-neyð í byrjun viku

Mánudagurinn byrja ekki vel fyrir evruna. Juncker forsætisráðherra Lúxembúrg og Tremonti fjármálaráðherra Ítalíu segja í Financial Times að efna verði til skuldabréfamarkaðar fyrir evru-bréf til að að auka aðgengi skuldugra evru-ríkja að fjármagni. Skuldabréfamarkaðurinn fæli í sér sameiginlega ábyrgð evru-ríkja á skuldum sem í reynd þýddi að þýski ríkissjóðurinn ábyrgðist skuldir óreiðuríkjanna.

Þjóðverjar munu að óbreyttu ekki samþykkja að axla ábyrgð á skuldum evru-ríkjanna án undangenginna breytinga á stofnsáttmálum Evrópusambandsins. 

Tilboð gjaldþrota evru-ríkja í Suður-Evrópu til Þjóðverja um að undirgangast þýskan aga í fjármálum er á hinn bóginn ekki sannfærandi.

Ætli Össur fylgist með evru-dramatíkinni í beinni?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Í annarri grein sem birtist á vef FT í kvöld, undir heitinu "Fjármálamarkaðirnir skilja ekki evruna" er eftirfarandi haft eftir Wolfgang Schäuble fjármálaráðherra Þýskalands:

"He ruled out the use of jointly guaranteed eurobonds to finance borrowing by eurozone members as a move that would require “fundamental changes in the European treaty”. But he did express optimism that, in the long run, eurozone member states, including Germany, would be prepared to give up more of their national budgetary authority."

Er þetta eitthvað sem við höfum í alvörunni áhuga á að verða hluti af?

Baldur (IP-tala skráð) 6.12.2010 kl. 02:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband