Huglausa stjórnin leitar skjóls

Fylgislaus og rúin trausti leitar ríkisstjórnin skjóls hjá stjórnarandstöðunni með því að kynna henni þykjustuúrræði á skuldavanda heimila. Ríkisstjórnin var búin að lofa upp í ermina á sér.  Skötuhjúin Jóhanna Sig. og Steingrímur J. geta ekki komið hreint fram og sagt því miður er hvorki peningar né vilji til að lækka skuldir með allsherjarafskriftum.

Ríkisstjórnin býr til fund með stjórnarandstöðunni í því skyni að dreifa ábyrgðinni á eigin úrræðaleysi. Ríkisstjórn sem starfar í skjóli stjórnarandstöðu er ekki upp á marga fiska.

Pólitísk staða ríkisstjórnar Jóhönnu Sig. veikist dag frá degi. Forsætisráðherra einangrast, hefur t.d. ekki sagt múkk um stjórnlagþingsfloppið. Ekkert er í sjónmáli sem bjargað getur ríkisstjórninni frá gröfinni sem hún sjálf gróf sér. Spurningin er hver kastar rekunum á líkið.

 


mbl.is Trúnaður um það sem ekkert er?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Megi útförin fara fram sem fyrst.

Þessi stjórn hefur nú þegar valdið ægilegum skaða.

Karl (IP-tala skráð) 30.11.2010 kl. 08:12

2 Smámynd: corvus corax

Hvorki til peningar né vilji til að lækka skuldir almennings? Fyrst hægt er að afskrifa milljarða hjá peningaglæpahyskinu eru líka til peningar til að afskrifa og lækka skuldir almennings. Hins vegar er enginn vilji hjá ríkisstjórnarmafíunni til að leiðrétta ranglætið sem felst í stökkbreytingum skulda almennings vegna athafna nokkurra glæpamanna í skjóli mafíuríkisstjórna undanfarna áratugi. Núverandi ríkisstjórn er sama mafíuapparatið vegna þess að hún viðheldur skuldavanda heimilanna og hyglir peningaglæpahyskinu. Burt með þessa ríkisstjórn mafíunnar, burt með Steingrím IceSaveJoð, burt með kerlingarálftina, burt með hrunkóngana úr bönkum og embættismannakerfinu, burt með spillingarskipaða hæstaréttardómara sem tóku forskrift Seðlabanka og ríkisstjórnar að gengislánadóminum. Burt með þetta helvítis hyski allt saman! Með handafli ef ekki vill betur til!

corvus corax, 30.11.2010 kl. 08:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband