Kvosargrilla Guðmundar Andra

Útrásarauðmenn og meðhlauparar þeirra í listum og akademíu eru margir hverjir með annað tveggja búsetu  eða starfsaðstöðu í Reykjavík 101; Jón Ásgeir, Hannes Smára; Guðmundur Andri Thorsson rithöfundur og félagi hans Hallgrímur Helgason og Þorvaldur Gylfason hagfræðingur. Hrunkvöðlarnir eiga það sameiginlegt að telja sig starfa í almannaþágu þegar þeir maka krókinn.

Jón Ásgeir var sannfærður um að hann ynni í umboði þjóðarinnar þegar hann skóf að innan banka. Í dag skrifar Guðmundur Andri grein í blað Jóns Ásgeirs, Baugstíðindi, um að við ættum að ganga í Evrópusambandið til að hagur okkar  neytenda vænkist.

Það liggur fyrir að göngum við í Evrópusambandið munum við greiða með okkur. Við munum greiða meira í sjóði sambandsins en við fáum tilbaka þar sem neytendur hér eru betur settir en að meðaltali í Evrópusambandsríkjum. Þessi staðreynd er margstaðfest, síðast gerði það aðildarsinninn dr. Magnús Bjarnason í Kastljósviðtali.

Neytendafrömuðurinn Guðmundur Andri gengur með þá kvosargrillu  að ef skriffinnar í Brussel ákveða hvernig fjármagni sé útdeilt á Íslandi hljóti niðurstaðan að vera betri en ef ákvörðunin er tekin á Íslandi.

Kvosargrilla rithöfundarins er náskyld sjálfsblekkingu auðmannsins. Báðir telja sig starfa í þágu almennings en hvorugur gerir það.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Fjölmargar rannsóknir hafa verið gerðar á áhrifum inngöngu í ESB á verðlag hér. Niðurstaða þeirra allra er sú að verð á matvælum muni lækka. Nefna má skýrslu sem gerð var fyrir Neyteendasamtökin. að eru fjölmargir sömu skoðunar og Guðmundur Andri og hægt er að styðja þessa skoðun með mörgum rannsóknum. Ég er viss um að framkvæmdastjóri Heimsýnar mun kynna sér þetta. Hitt er aukaatriði. Jón Ásgeir taldi sig ekki vera að vinna í almannaþágu þegar hann tæmdi bankana. Glæpamenn vita hvað þeir eru að gera.

Hrafn Arnarson (IP-tala skráð) 1.11.2010 kl. 07:17

2 identicon

Jón Ásgeir, sonur Samfylkingarinnar er sá sem hélt uppi matvælaverði í landinu með sérstakri aðstoð Samfylkingarinnar eins og Össur og Mörður hafa staðfest. Hve mikið mataverð myndi í raun lækka vegna ESB er óvitað og hvort það myndi gera það yfirleitt, þegar eðlilegt viðskiptaumhverfi hefur skapast er óþekkt stærð.  Aftur á móti er þekkt stærð að meirihluti íbúa Evrópubandalagsins telja veruna innan þeirra að hinu vonda, sem og evruna.  Sjálfsagt vita þeir ágætlega um ágæti "lækkaðs" matarverðs búandi við það.  Erfitt er að sjá hvað "lækkað" matarverð kemur til með að gera mikið fyrir þjóðfélagið um leið að það þarf að greiða meira en það fær til baka til sambandsins, og að falla verulega niður á lista fátækra þjóð með inngöngu.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 1.11.2010 kl. 08:47

3 identicon

Matarverð á Spáni hækkaði umtalsvert við upptöku evrunnar. Megin ástæða hás matarverðs á Íslandi eru álögur ríkisins, vörugjöld og VSK á innflutta vöru. Ef gengið yrði í ESB þá yrði ,,ríkið'' að afnema vörugjöld, hinsvegar mundi VSK haldast óbreyttur, nema stjórnvöld ákvæðu eitthvað annað.

Þá er tryggingagjaldið ekki til að lækka vöruverð, en það hefur hækkað umtalsvert í tíð núverandi ríkisstjórnar.

Þannig að lækkun matarverðs er að stærstum hluta á valdi stjórnvalda á Íslandi og væri hægt að snarlækka án þess að ganga í ESB, en innganga í ESB hefur lítið sem ekkert með matarverð að gera, það er þjóðsaga og ekkert annað!

Elias Bjarnason (IP-tala skráð) 1.11.2010 kl. 10:14

4 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Rannsóknir og spár eru ekki raunveruleikinn. Það vill svo einkennilega til að sjaldnast fer raunveruleikinn eftir því sem spáð er eða rannsakað. Það ætti ekki að þurfa að segja Íslendingum þetta!

Líkur á lægra matarverði eru hverfandi, ef svo ólíklega vildi til að verð þeirra næðist til landsins lægra en nú er, eru alltaf til menn eins og Jón Ásgeir, menn sem hika ekki við að hirða gróðann. Þetta höfum við marg séð, ekki hafa skilað sér til almennings þær tollaívilnanir sem þegar hafa verið gerðar. Í sumum tilfellum hækkaði verð á vörum sem tollar og gjöld voru tekin af eða lækkuð. Hvert skyldi mismunurinn hafa farið?

Gunnar Heiðarsson, 1.11.2010 kl. 11:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband