Machiavelli býr í Brussel

Valdastjórnmál þar sem sá sterki hótar þeim sem stendur höllum fæti eru vinnubrögð sem tíðkast í Evrópusambandinu. Í Brussel er beinlínis gert ráð fyrir því að þjóðir séu meðhöndlaðar í samræmi við styrkleika, ímyndaðan er raunverulegan. Forseti Frakklands spurði með þjósti nýverið hvort framkvæmdastjórnin vissi ekki að hér ætti stórþjóð í hlut þegar tryggja átti sígaunum mannréttindi í landi þjóðar bræðralags og jafnréttis.

Bréf frá Brussel til sjávarútvegsráðherra um að Ísland ætti að hafa hægt um sig er í þekktum yfirgangsstíl þar sem smáþjóðinni er sagt að gera eins og yfirvaldið býður. Ítalski höfundurinn Niccoló Machiavelli skrifaði um valdið á árnýöld og hvernig járnhnefa á að klæða í silkihanska. Framkvæmdastjórnin kann sinn Machiavelli.

 Það eina sem er undarlegt í málinu öllu er að málstaður aðildarsinna á Íslandi skuli mælast um 30 prósent.


mbl.is „Ég lýsi furðu yfir þessu hótunarbréfi“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er bara smá sýnishorn af andliti ESB og Brussel.

Það er svo sem gott að sjá aðeins í smettið á því áður en aðildarferlið er alveg búið.

Takk, takk kæri makríll.  (Sem er að reyna að flýja ESB).

jonasgeir (IP-tala skráð) 8.10.2010 kl. 11:44

2 Smámynd: Atli Hermannsson.

Mér finnst þetta upphlaup Jóns Bjarnasonar vera gott dæmi um það hversu ofurviðkvæmir við Íslendingar erum fyrir allri gagnrúni sem kemur að utan.

Að sjálfsögðu á ekki að taka þetta bréf nema passlega alvarlega. En allt ber að sjálfsögðu að sama brunni hjá andstæðingum aðildar. Því ef ekki er hægt að ráðast á innihald bréfsins -  skal eitthvað vera að tímasetningunni eins og í þessu tilfelli.

Við gætum t.d. haft það í huga að þau sem undirrituðu bréfið eru í vinnu fyrir  skjólstæðinga ESB -  en ekki okkur.

þá má benda á að fyrsta hótunin kom frá LÍÚ þess efnis; að ef ekki náist ásættanlegir samningar að mati LÍÚ, munum við sjálfir ákveða það sem við teljum eðlilegt. 

Atli Hermannsson., 8.10.2010 kl. 14:49

3 Smámynd: Durtur

Án þess að ég sé ósammála þér, Páll, og þó ég mundi gera allt sem i mínu takmarkaða valdi stendur til að halda Íslandi utan ESB, finnst mér erfitt að vera mjög ósammála Atla í þessu. Raunar finnst mér þetta allt að því óþægilega skynsamleg nálgun hjá honum; við þurfum greinilega að passa okkur á þessum...

Durtur, 8.10.2010 kl. 20:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband