Já, takk Jóhanna, segðu af þér

Jóhanna Sig. er oddviti stjórnmálastéttar sem er sek um klæki, undirmál og vangetu til að glíma við þjóðfélagsvanda sem brennur á fólki. Tilboð Jóhönnu um að víkja ef það hjálpaði er þegið með þökkum. Þegar stjórn Jóhönnu Sig. hefur sagt af sér á eftirfarandi að gerast:

Vg fær heimild frá Sjálfstæðisflokki og Framsóknarflokki að mynda starfsstjórn til næstu vikna, e.t.v. mánaða, til að ganga frá fjárlögum. Vg er óspilltasta aflið í íslenskum stjórnmálum og hefur siðferðislega kröfu á myndun minnihlutastjórnar.

Kosningar í desember, e.t.v. í febrúar, er tækifæri til að stokka upp í íslenskum stjórnmálum.


mbl.is Vík til hliðar ef það hjálpar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Björgvin Jóhannsson

Ég er sammála, hún mætti alveg drífa sig af þingi og helst bara drífa sig á eftirlaun, þar gerir hún minnstan skaða!

Að mínu mati þá er VG flokkurinn að öllu leiti búinn að sanna að þau eiga ekkert heima í ríkisstjórn eða það nálægt, sérstaklega með Steingrím J ásamt því miður mörgum öðrum eins og t.d. Katrín Jakobsdóttir og Álfheiður!

Halldór Björgvin Jóhannsson, 4.10.2010 kl. 21:20

2 identicon

Thad var frá upphafi vonlaust ad vinstri stjórn rédi vid efnahagsástandid eftir hrun. Vinstri öflin setja höft og haekka skatta í stad thess ad fá hjól efnahags- og atvinnulífsins ad snúast. Thad eru fyrirtaekin sem skapa velmegun sem sídan kemur almenningi til góda.

Í Evrópu eru thau lönd verst stödd sem hafa vinstri flokka vid stjórnvölinn: Grikkland, Spánn og Portúgal. Og fyrir nokkrum vikum hélt verdlaunahafinn í hagfraedi, Paul Krügmann, fyrirlestur í Stokkhólmi thar sem hann taldi ad Grikkir gaetu ekki haft sig út úr sínum vandraedum nema med skuldaafskriftum, en hann óttadist jafnframt ad thad yrdi ekki fyrr en eftir thrjú ár og thá hefdu allar fjárhagsbyrdar og threngingar grísku thjódarinnar verid til einskis.

S.H. (IP-tala skráð) 4.10.2010 kl. 21:27

3 identicon

Væri her á Íslandi væri það í samræmi við skoðanasystkyni úti í heimi að senda skriðdrekana á Austurvöll.

Jóhanna og Steingrímur að segja af sér!

Jú.  Já takk.

jonasgeir (IP-tala skráð) 4.10.2010 kl. 21:34

4 identicon

Menn misskilja orð Jóhönnu af Örk alveg herfilega. Hennar tími ER kominn. Þetta ER hennar tími. Lítið bara í kring og sjáið stöðuna. Fólkið á Austurvelli, utan vallar, hefur sagt hug sinn.

Helgi Jónsson (IP-tala skráð) 4.10.2010 kl. 22:10

5 identicon

Páll Vilhjálmsson kemur ekkert á óvart frekar en fyrri daginn !!!

Auðvitað sleilkir þú vini þína innana sjálfstæðisflokksins, bara vegna einkahagsmuna !

Það á að spúla út úr alþingishúsinu , alla flokka !!!

Það á fá vinnandi fólk sem ekki er í hagsmunaklíkum háskóla þessa lands !

Það á að velja úr atvinnulausu fólki, sem nennir að vinna !

Það var mikið talað á alþingi í kvöld, en ekkert af þessu fólki nennir að vinna neitt af viti fyrir þessa þjóð !

Páll Vilhjálmsson þú tilheyrir þessar stétt manna, sem talar og skrifar mikið, en ekkert af viti, og þess vegna eru afrekin engin !

JR (IP-tala skráð) 4.10.2010 kl. 23:09

6 Smámynd: Halldór Jónsson

Ja hérna Páll,

er VG óspilltasta aflið?

Af hverju viltu bara ekki kjósa strax?

Halldór Jónsson, 4.10.2010 kl. 23:11

7 identicon

Kosningar? Ég kýs ENZO. Eini hundurinn með viti!

Helgi (IP-tala skráð) 4.10.2010 kl. 23:15

8 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Fjórflokksmafíuna burt og kosthnignar eins fljótt og auðið er!

Sigurður Haraldsson, 5.10.2010 kl. 00:36

9 identicon

  • Heldur þú Páll að Jóhanna og Steingrímur eigi eitthvað val. Ég held að hugmynd þín um einstjórn Steingríms sé dauðadæmd, sástu ekki fólkið á Austurvelli. Það treystir engin Steingrími og nú er ljóst að hann fer fyrir Landsdóm vegna Icesave.

Magnús Kjartansson (IP-tala skráð) 5.10.2010 kl. 03:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband