Örvæntingarfull leit að réttlætingu

Samfylkingin reynir marga spuna til að réttlæta atkvæðahönnun sem leiddi til þess að Geir H. Haarde var látinn bera sök samfylkingarráðherra hrunstjórnarinnar. Einn spuninn er að fyrir atkvæðagreiðsluna hafi verið þreifingar í um myndun nýrrar ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar.

María Kristjánsdóttir telur jafnvel eitthvað til í þessum spuna sem Ólafur Arnarson kom á framfæri. María ætti að íhuga eftirfarandi málsgrein í texta Ólafs

Fólk í innsta gafli Samfylkingarinnar hefur lýst því yfir við mig í dag, að það hafi einmitt verið tilgangurinn með atkvæðagreiðslunni í gær. Vinstri armur Samfylkingarinnar má ekki til þess hugsa að flokkurinn starfi með Sjálfstæðisflokknum og þess vegna hafi atkvæðagreiðslan í gær verið skipulagt skemmdarverk.

Með leyfi: ,,Vinstri armur Samfylkingarinnar" er skáldskapur á borð við ,,auðmannahópur Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs." 

Endurvakin hrunflokkastjórn er órar fólks sem leitar að réttlætingu fyrir svívirðilegi framkomu þingflokks Samfylkingarinnar. Spunafabrikka Samfylkingarinnar má reyna eins og hún getur en skömm þingmanna flokksins verður ævarandi.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Einkennilegt að fólki vilji ekki trúa því að þingmenn séu færir um að greiða atkvæði eftir eigin samvisku, eins og lög gera reyndar ráð fyrir. Hvað er málið? Hriktir í stoðum flokksræðisheimsmyndarinnar? Er það svona sárt?

 Með kveðju af vinstra armi Samfylkingarinnar

Bjarni Gunnarsson (IP-tala skráð) 30.9.2010 kl. 16:43

2 identicon

Misskilningur hjá þér Bjarni.

 Málið snýst ekki um hvort þeir eru FÆRIR um að greiða atkvæði eftir eigin samvisku. .

Það snýst um að almennt gera þingmenn það ekki.

Aðrir hagsmunir, þrýstingur, flokksagi og mútur í tilfelli þeirra þingmanna sem þáðu "styrki" af glæpalýðnum vega einfaldlega þyngra.

Það á t.d. við um marga í þínum flokki og Sjálfstæðisflokknum.

Og áður fyrr í Framsókn og jafnvel VG (skoða þarf mál þingmannsins sem hagnaðist um margar milljónir með braski með bankabréf sem hann komst yfir í krafti aðstöðu sinnar).

Um þetta snýst málið.

Það kann að vera að þingmenn, sumir, einhverjir, hafi greitt atkvæði eftir samvisku sinni.

En það er fáránlegt að ganga að því sem vísu.

Karl (IP-tala skráð) 30.9.2010 kl. 17:37

3 identicon

Hvenær síðast sáust þess merki að þingmenn Samfylkingar kysu eftir samvisku sinni?

 Ég bara spyr, því ég man ekki svo langt.

Var það í Icesave ferlinu?

jonasgeir (IP-tala skráð) 30.9.2010 kl. 17:54

4 Smámynd: Gísli Ingvarsson

Samfylkingin er frekar nýtt stjórnmálafyrirbæri og sem flokkur ekki náð að móta "FLokksaga" einsog sjálfstæðisflokkurinn. Geir er vel að því kominn að standa fyrir máli sínu sem er ekkert ólöglegra en stefna sjálfstæðisflokksins í efnahagsmálum. Þess vegna skil ég ekki þessa reiði sjálfstæðismanna á þingi. Hver lofaði þeim að þeir og þeirra stefna yrði ekki fyrir aðkasti? Jóhanna? Það er einkennilegt taktleysi þessa flokks hruns og einangrunar að þeir eru komnir út í horn og farið þangað sjálfviljugir.

Gísli Ingvarsson, 30.9.2010 kl. 18:02

5 identicon

Ja hérna hér Gísli.

En hér ertu auðvitað bara að segja;

Samfylkingin er ósakhæf eins og Páll skrifaði svo hnyttilega.

Ósakhæf.  Geðveiki er þá ekki óalgeng ástæða.  

jonasgeir (IP-tala skráð) 30.9.2010 kl. 18:31

6 Smámynd: Flosi Kristjánsson

Maður saknar þess í umræðunni að ekki heyrist orð af "þrjátíumenningunum" sem sagðir voru bera mesta ábyrgð á hruninu.

Þann sem hannar hús með stórum gluggum, má með einum eða öðrum hætti gera ábyrgan fyrir því að innbrotsþjófar áttu greiðari leið inn í húsið. Eflaust hefur vakað fyrir honum að fá meiri birtu inn í húsið. Ef ekki er hægt að ná í innbrotsþjófana þá er altént hægt að pönkast á þeim sem stækkaði gluggana!

Flosi Kristjánsson, 30.9.2010 kl. 18:45

7 identicon

Mér fannst þessi spuni bara athygliverður,Páll, vegna bónorðs Bjarna Ben stuttu áður. Einnig að sjálfsögðu vegna þess að fyrrverandi hrunverjar greiddu allir eins framan af í atkvæðagreiðslunni. Það var eins og væri kominn nýr afturgenginn meirhluti.  Ég er auðvitað sammála þér með vinstri-arminn en ég verð að segja að sumir hafa meiri dómgreind í Samfylkingunni en aðrir, þar finnst jafnvel fólk sem ég treysti til ýmissa góðra verka.

Annars,takk fyrir pistlana þína. 

María Kristjánsdóttir (IP-tala skráð) 1.10.2010 kl. 00:50

8 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Jú, María, spuninn er athyglisverður og þakka þér fyrir að fanga hann. Ég held að eitt mikilvægasta hlutverk bloggsins sé að vekja athygli á spuna valdsins, hvort heldur stjórnmálavalds eða peningavalds. Markmið spunans er einatt að selja okkur útgáfu valdsins af veruleikanum.

Páll Vilhjálmsson, 1.10.2010 kl. 09:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband