Völ og kvöl Samfylkingar

Samfylkingin var stofnuð til að vera stór flokkur. Markmiðið náðist við síðustu þingkosningar þegar flokkurinn varð stærstu á alþingi með 29 prósent atkvæða. Til að sannfæra þjóðina að Samfylkingin sé annað og meira en skel utanum metnað félagshyggjufólks að eiga stóran flokka þarf Samfylkingin að sanna að flokkurinn fórni sérhagsmunum fyrir almannaheill.

Almannaheill krefst þess að ákært verði fyrir vanrækslu ráðherraábyrgðar í hruninu. Sérhagsmunir einstakra áhrifamanna í Samfylkingunni eiga ekki að koma í veg fyrir ákæruna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Almannaheill er hvergi í nálægð við ákæru vegna vanrækslu. Það má hins vegar segja að almannaheill felist í að þessi duglausa ríkisstjórn fari frá völdum svo hægt verði að mjaka hjólum atvinnulífsins aftur í gang.

Ragnhildur Kolka, 26.9.2010 kl. 11:39

2 identicon

Sér grefur gröf þó grafi

Guðmundur Ingi Kristinsson (IP-tala skráð) 26.9.2010 kl. 13:24

3 identicon

Alveg satt hjá þér Ragnhildur.

Annars var þetta ansi vel svarað fyrir sig hjá Ingibjörgu Sólrúnu.  (Sjá Evrópuvaktin).  

Kosturinn við þetta allt saman er kanski tilraunin til að koma skítnum upp á yfirborðið.

Kortlagningin verður kanski auðveldari til að skapa lærdóm af þessu öllu saman.  

...Vonandi!

jonasgeir (IP-tala skráð) 26.9.2010 kl. 14:05

4 identicon

Sæll.

Það er alveg ótrúlegt hvað margir skilja illa hve illfær þessi landsdómsleið er. Brynjar Nielsson hefur bent á lögfræðilegan galla þess að fara þessa leið. Eftir innlegg hans þarf  í raun ekki að ræða þetta mál frekar.

Í annan stað gefur nefnd Atla sér það að það sem er vitað núna hafi verið vitað þá. Það er auðvitað alger endaleysa. Allt leit út fyrir að vera slétt of fellt hjá bönkunum m.a. vegna þess að löggiltir endurskoðendur höfðu skrifað upp á reikninga þeirra. Vinnubrögð endurskoðenda hér voru til umfjöllunar í London nýlega. Það er mér hulin ráðgáta hvers vegna sérstakur saksóknari hefur ekki hjólað í endurskoðendurna.

Í þriðja lagi gengur það ekki upp að gera mönnum refsingu fyrir að hafa "staðið sig illa" í starfi sem t.d. ráðherra. Hvaða mælikvarða á að nota? Mælikvarða meirihluta Alþingis hverju sinni? Þingmenn bera líka ábyrgð á þessu. Ef við ætlum að refsa stjórnmálamönnum fyrir að standa sig illa í starfi þurfum við að fjölga þeim sem leiða á fyrir Landsdóm. Jóhanna þarf að vera í þeim hópi, hún sat í ríkisfjármálahópi 2007 ríkisstjórnarinnar, og Össur var staðgengill ISG. Nú hefur ISG upplýst að hún hafi látið sitt fólk vita af því hve alvarleg staðan var. Á því ekki að leiða það fólk fyrir Landsdóm, það fólk vissi en gerði ekki neitt.

Svo eru blaðamenn ein þeirra stétta sem þurfa að endurskoða sín vinnubrögð. Rannsóknarnefnd alþingis sendi þeim sneið en í dag eru þeir margir hverjir jafn slappir og þeir voru. Kannast enginn íslenskur blaðamaður við hugtakið rannsóknarblaðamennska?

Þeir sem vilja þessa Landsdómsleið skilja sennilega ekki raunverulegar rætur kreppunnar. Kreppan hér og erlendis er ekki einstökum ráðherrum að kenna, málið er ekki svo einfalt þó það henti sumum. Simple minds, simple solutions?

Helgi (IP-tala skráð) 26.9.2010 kl. 18:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband