Þjóðin unir ekki þöggun hrunkvöðla

Lýsi meirihluti alþingis því yfir að stjórnmálamenn séu ábyrgðarlausir af verkum sínum verður þjóðin að fá tækifæri til að lýsa áliti sínu á framferði þingsins. Hrunflokkar á þingi, Sjálfstæðisflokkur og Samfylking, ætla að veita allsherjarsýknu til stjórnmálamanna og við það verður ekki unað.´

Vg á þegar í stað að tilkynna samstarfsflokki sínum að verði Atlanefndinni sýnt það vantraust að tillögur meirihluta hennar verði felldar eða svæfðar í nefnd að þá skuli gengið til kosninga.

Þjóðin þarf að segja álit sitt á hrunflokkunum og hinum sem reyna að koma við lágmarksvörnum samfélagsins gegn óábyrgum stjórnmálamönnum.

 


mbl.is Þörf á að endurnýja umboð þingmanna?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband