Samstaða hrunflokka

Sjálfstæðisflokkur og Samfylking standa vörð um sína trúnaðarmenn sem brugðust í aðdraganda hrunsins. Hrunflokkarnir eru með meirihluta á þingi og vilja gera sem minnst til að draga til ábyrgðar þá sem stóðu hrunvaktina.

Hrunflokkarnir eru í minnihluta meðal þjóðarinnar og vita það harla vel. Þess vegna munu þeir líka ná samstöðu um að efna ekki til kosninga fyrr en í lok kjörtímabils.

Eymdarstaða hrunflokkana mun aðeins versna. Almenningur er ekki tilbúinn að fyrirgefa og gleymir ekki svo glatt.


mbl.is Reynir á ákvæði stjórnarskrár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll.

Að ákæra þessa ráðherra er ekkert annað en lýðskrum. Ráðherrar bera ekki ábyrgð á gjörðum stjórnenda í einkafyrirtækjum. Þessi niðurstaða hluta þingmannanefndarinnar sýnir að þeir nefndarmeðlimir skilja ekki orsakir hrunsins. Vilja menn t.d. meina að dýralæknirinn eða Björgvin hefðu átt að koma í veg fyrir Icesave ævintýri Landsbankans? Þeir gátu það ekki vegna reglna EES jafnvel þó þeir hefðu séð fyrir hvað seinna gerðist.

Þú talar um hrunflokka að ofan. Ollu "hrunflokkarnir" líka hruninu í t.d. Bretlandi og Bandaríkjunum? Það að tala um hrunflokka stenst enga skoðun og sýnir í reynd skilningsleysi á rótum þessarar kreppu. Það væri voðalega gott ef við gætum reddað öllu með því að setja einhverja fyrrverandi ráðherra í tugtið en það mun ekki varna því að svona hlutir gerist aftur. Til að koma í veg fyrir að svona gerist aftur þarf að grípa til annarra aðgerða en þær komast ekki á dagskrá hér vegna þess hve lítilsigl umræðan er. Eftir því sem ég best veit er umræðan mun þroskaðri fyrir vestan haf og gott ef þar hafa ekki verið samþykktar breyttar reglur.

Svo er nú annað hvað blaðamannastéttin er þögul um sneið þá er rannsóknarnefnd alþingis sendi henni, þess í stað er öllu snúið upp á stjórnsýsluna og þó hún sé kannski ekki upp á marga fiska verðum við að skilja hvað er í hennar verkahring og hvað ekki - þann skilning skortir því miður hjá of mörgum.

Væri ekki við hæfi að rannsaka núna hvað frammistaða og Vg og Sf hefur kostað þjóðina? Er í lagi að ráðherrar segi ósatt um Icesave og um hagtölur á Íslandi? Eigum við að stinga núverandi ráðherrum inn fyrir það? Fyrri ráðherrar gerðust kannski sekir um vanhæfi en lugu þeir að þjóðinni?

Helgi (IP-tala skráð) 12.9.2010 kl. 13:10

2 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Helgi, þú virðist segja að ráðherrar beri ekki ábyrgð og til vara segir þú að aðeins ráðherrar vinstriflokkana eigi að bera ábyrgð. Ég er ósammála.

Páll Vilhjálmsson, 12.9.2010 kl. 13:15

3 identicon

Ég verð nú að viðurkenna Páll að ég hef tendens til að vera mjög sammála Helga hér.

Fólk á að bera ábyrgð á því sem er þeirra.

Bankarnir voru ekki á ábyrgð ráðherra.  ...Sem betur fer vildi ég nú segja.

Ekki einu sinni viðskiptaráðherra.  

Auðvitað hefði ýmislegt mátt vera betra eins og þá held ég sérstaklega frammistaða fjármálaeftirlitsins.

Af hverju í ósköpunum t.d. voru lánveitingar í erlendri mynt ekki stöðvaðar? Það var nú ekki beint á ábyrgð ráðherra, og hefði nú ekki verið vinsælt....

Ríkið hafði þó sýnt fyrirhyggju með því að banna ósköpin 2001, enda er þetta ein meginástæða hrunsins og vandræða almennings.  Ódýrir peningar, niðurgreiddir af seðlabönkum erlendis sem flæddu inn.  Í raun uppskrift efnahagshruns frá því t.d. íbúar í Barcelona fengu ítalskar flórintur að láni á 14. öld held ég....

En það er á ábyrgð ríkisstjórna að skrifa ekki undir hroðalega landráðasamninga eins og Icesafe án þess að fyrir því séu klárar lagalegar ábyrgðir almennings ásamt því að segja sannleikan er varðar hagtölur og orsakir áframhaldandi voðalegs samdráttar meira en ári eftir hrun.  ...á meðan t.d. Svíar búa við nær 5% hagvöxt þrátt fyrir að Volvo og Saab séu á hausnum og seld kínverjum....

Það er bara svoleiðis....

jonasgeir (IP-tala skráð) 12.9.2010 kl. 13:45

4 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Tökum eitt í einu og látum ekki mistök/glæpi á einu sviði, t.d. Icesave, réttlæta önnur og óskyld mál.

Stjórnmálakerfið í heild ber sinn hluta ábyrgðarinnar á hruninu og þeir mesta ábyrgð sem sátu æðstu embættin i aðdraganda hrunsins. Á árabilinu 2004-2006 hægt að stöðva ruglið. Á þeim tíma gekk Samfylkingin í lið með auðmönnum og veitti einum ósvífnasta þeirra, Jóni Ásgeir, samfélagslegt lögmæti með beinni málafylgju.

Þetta blasti við vorið 2007. Hvað gerir Sjálfstæðisflokkurinn? Jú, gengur í lið með spillingunni og myndar samstjórn með Samfylkingunni. Af þessu skelfilega pólitíska dómgreindarleysi leiðir vanræksla í starfi. Og það er sú vanræksla sem á að fara fyrir landsdóm.

Páll Vilhjálmsson, 12.9.2010 kl. 14:08

5 Smámynd: Kristinn Pétursson

Þessi umræða er mikilvæg og nauðsynleg. En það er tæplega á verksviði sumra þingmanna að vera "saksóknarar" yfir öðrum þingmönnum.

Af hverju var ekki t.d. Rannsóknarnefnd Alþingis (RA) falið að halda áfram með þessa rannsókn - á nýju formi?

Allir voru þó sammála um að skýrsla RA sé afar fagleg, ítarleg og mjög vel unnin.

Skipan "þingmannanefndar" - er mistökin - í stað þess að óska eftir því að RA héldi áfram vinnu - með nýrri verklýsingu á ÁFANGA II - rannsókn á þessu bankahruni o.fl...

Nú er þessi vinna  "pólitískrar rannsóknarnefndar" bara orðið nýtt pólitískt bitbein - til að skapa meiri glundroða - og var hann alveg nægur fyrir....

Það þarf fagfólk í svona mál -  en ekki pólitíkusa - fagfólk eins og fólkið sem vann skýrslu RA. 

Af hverju er ekki elitað til þeirra um framahald á vinnunni?????

Kristinn Pétursson, 12.9.2010 kl. 15:00

6 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Það sem vantar átakanlega inn í umræðuna og Silfrið í dag var þar engin undantekning, er að það er ekki Alþingi sem sem fer með ákærur fyrir Landsdómi. Það verður skipaður Saksóknari Alþingis og um hann segir í lögum um Landsdóm:

 

>>  16. gr. Það er skylda saksóknara Alþingis að leita allra fáanlegra sannana fyrir kæruatriðum, hann undirbýr gagnasöfnun og rannsókn í málinu og gerir tillögur til landsdóms um viðeigandi ráðstafanir til að leiða hið sanna í ljós. Hann hefur um starf sitt samráð við saksóknarnefnd Alþingis. <<

 

Þess vegna er núna öðru mikilvægara að spillingin nái ekki að þrengja umboð Saksóknara Alþingis. Leiða verður ALLA ráðherra Þingvalla-stjórnarinnar fyrir dóminn og hafa umboð saksóknarans ótakmarkað. Sýknun þeirra sem saklausir eru, er ekki síður mikilvæg en sektardómar. Það að ekki náðist samstaða í þingmannanefndinni er bara kostur. Afleiðing af því er, að umræða hlýtur að fara fram á Alþingi, frammi fyrir alþjóð. Það er stórkostlegur ávinningur. Á komandi vikum, verður almenningur að veita Alþingi strangt aðhald.

 

http://www.zimbio.com/member/altice   

Loftur Altice Þorsteinsson, 12.9.2010 kl. 18:09

7 Smámynd: Elle_

Ég er sammála Helga að ofan um EES.  Hlutur og lygar/svik Árna Þórs, Guðbjarts, Gylfa, Jóhönnu, Steingríms og Össurar í Evrópusambandsumsókninni og Icesave ætti að vera rannsakaður og þau væntanlega dregin fyrir landsóm.  Og skoða ætti hvort allir stjórnmálamenn sem sögðu JÁ við EU-umsókninni og Icesave hafi ekki brotið lög og brotið gegn stjórnarskránni.  Og ég er sammála Kristni að það þurfi fagfólk í svona mál.  Það er fráleitt að hafa pólitíkusa dæmandi pólitíkusa og vald um það hverjir skuli vera kærðir.  

Elle_, 12.9.2010 kl. 21:09

8 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Helgi - sammála þér - Páll málar myndir sínar venjulega í pólitísku ofstæki og það er miður - hann getur verið lipur penni.

Reyndar er hann búinn að kveða upp dóm fyrir ráðherrunum fyrrverandi þannig það er óþarft að kalla saman Landsdóm.

Hefur einhver velt því fyrir sér hversvegna engin önnur þjóð er að gera svona kúnstir? Þrátt fyrir samskonar eða svipaða aðstöðu.

En þakka þér Helgi fyrir samantektina.

Jónasgeir rekur svo síðasta naglann í þá líkkistu sem skrif Páls eru jarðsett í - takk fyrir það.

Varðandi fjölmiðla þá er það sorgleg staðreynd að þeir afflytja mál eins og pólitískar skoðanir eigenda þeirra segir þeim að gera og / eða ( eins og hjá RÚV ) Samfylkingin segir þeim.

Þetta er leitt  - ekki síst vegna þess að fjölmiðlar gætu virkilega verið upplýsandi og fróðlegir en í stað þess er öllu mætt með tortryggni sem frá þeim kemur - að fenginni biturri reynslu.

Ólafur Ingi Hrólfsson, 13.9.2010 kl. 04:11

9 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Elle - sammála þér - og enn eitt - eru allir búnir að gleyma Viljayfirlýsingunni sem JS - SJS - Gylfi og Trotskyistinn í Seðlabankanum skrifuðu undir? - er það ekki núna um mánaðarmótin sem 18. greinin tekur gildi?

Ólafur Ingi Hrólfsson, 13.9.2010 kl. 04:14

10 Smámynd: Elle_

Ég man eftir Icesave-viljayfirlýsingunni við AGS 7. apríl sl. þar sem Gylfi, Jóhanna, Már og Steingrímur skrifuðu undir og höfðu hljótt um það.  Og ekki voru fjölmiðlar beint að gera mikið veður út af viljayfirlýsingunni.  Man líka að skýrsla hliðholl okkur í Icesave frá lögmannsstofunni Mishcon de Reya týndist og fannst löngu seinna.  Og að ógleymdum Wikileaks gögnum sem sýndu fram á grófa og leynilega íhlutun 2ja starfsmanna í utanríkisráðuneyti Össurar í og gegn framgangi laga í Icesave-málinu.  Vissi Össur ekkert um það??   Ætlar Alþingi ekki að gera neitt í málinu?  Nei, málið er að ALLIR flokkar í Alþingi eru endalaust semjandi um ólöglegt Icesave og þ.a.l. komast Jóhanna, Steingrímur og co upp með yfirganginn.  

Elle_, 13.9.2010 kl. 10:59

11 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

   

Kristinn nefnir Rannsóknarnefnd Alþingis, sem aðila til að rannsaka frekar mistök Þingvalla-stjórnarinnar. Það sem Kristni sést yfir, er að samkvæmt Stjórnarskránni ber að leggja mál af þessu tagi fyrir Landsdóm. Það er ekkert val um þetta atriði. Í Stjórnarskránni segir:

 

14. gr. Ráðherrar bera ábyrgð á stjórnarframkvæmdum öllum. Ráðherraábyrgð er ákveðin með lögum. Alþingi getur kært ráðherra fyrir embættisrekstur þeirra. Landsdómur dæmir þau mál.

 

Ég hef áður bent á að ekki er um pólitískar ákærur að ræða, því að Saksóknari Alþingis mun annast rannsókn málsins og ákærur fyrir Landsdómi. Allt verður það ferli faglegt, ef saksóknarinn fær nægilega víðtækt umboð. Þess vegna verður að ákæra ALLA ráðherrana og láta saksóknarann um að skilgreina ákæruefni, í framhaldi af rannsókn sinni.

 

Menn verða að hefja sig yfir persónulega og pólitíska sýn. Ef menn gera afdrifarík mistök, þá verða menn að taka afleiðingunum. Gerði Þingvallastjórnin mistök ? Því á Landsdómurinn að svara og vonandi kemur í ljós að ráðherrarnir hafa ekki sýnt af sér refsivert athæfi.

 

 

Loftur Altice Þorsteinsson, 14.9.2010 kl. 13:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband