Kosningar strax

Alþingi er upp fyrir haus í spillingu og þeir 63 sem þar sitja hafa enga tiltrú almennings. Spillingarliðið getur ekki þrifið upp eftir sig og verður að segja sig frá frekari uppgjöri við hrunið. Þeir sem sitja á þingi í dag geta ekki af viti fjallað um hvar ábyrgð liggur á hruni vegna þess að samtryggingarkúltúr kemur í veg fyrir að samstaða náist um hvernig skuli fara með ábyrgðina.

Eina rökrétta niðurstaðan er að boðað verði til kosninga eftir tvo mánuði.


mbl.is Áfall að ekki náðist samstaða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björn Birgisson

Til að kjósa að mestu sama fólkið og nú situr, kannski með fáeinum breytingum?

Björn Birgisson, 11.9.2010 kl. 18:23

2 identicon

Ég verð að vera alveg sammála þér Páll með þessa grein. það er ekki á hverjum degi.

Tryggvi Marteinsson (IP-tala skráð) 11.9.2010 kl. 18:26

3 identicon

RÉTT.

Kosningar strax.

Spillinguna burt. 

Niður með spillingarlýðinn.

Karl (IP-tala skráð) 11.9.2010 kl. 18:29

4 identicon

Jóhanna var spurð hvort þessar tillögur myndu róa almenning. "Ég vona það."

Það er semsagt málið... allt fyrir populismann!

ÓF (IP-tala skráð) 11.9.2010 kl. 18:43

5 Smámynd: Ólafur Eiríksson

Kaldhæðnin í málinu er að kosningar eftir tvo mánuði kæmu þeim best sem ekki vilja ákæra ráðherra. Þ.e ef marka á skoðanakannanir. Ólíklegt er að þetta mál eitt og sér breyti þeirri mynd.

Ólafur Eiríksson, 11.9.2010 kl. 19:00

6 identicon

Sæll.

Mér finnast þessar tillögur allar lykta mjög af lýðskrumi og skilningsleysi á orsökum kreppunnar.

Það er ekki ráðherra að skipa einkafyrirtækjum fyrir. Icesave ævintýri Landsbankans var t.a.m. samkvæmt reglum EES og því ólöglegt fyrir einstaka ráðherra að hlutast til um þau mál.

Hvernig væri nú að einhver blaðamaður, hvaða blaðamaður sem er, tæki sig nú til og spyrði ráðherra ríkisstjórnarinnar hvaðan allir þeir peningar komu sem allt í einu var hægt að lána hérlendis. Ég held að afar fáir viti það og það er afar slæmt.

Helgi (IP-tala skráð) 11.9.2010 kl. 19:12

7 Smámynd: Sigurður Helgason

Ég verð að vera alveg sammála þér Páll með þessa grein eins og Tryggvi,,,,,,,,,

Og það er ekki oft

en það þarf líka að banna öllum þeim sem komið hafa að stjórnmálum, aðgang að framboði

við þurfum að flytja inn erlend atkvæði og þingmenn, annars beitist ekkert ,,,,,,

Sigurður Helgason, 11.9.2010 kl. 23:38

8 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Áður en boðað verður næst til kosninga er mikilvægt að grasrót gömlu flokkanna hreinsi aðeins út hjá sér og almenningur taki sig til og styðji litlu stjórnmálasamtökin sem nóg er af.

Axel Þór Kolbeinsson, 12.9.2010 kl. 13:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband