Pass frá alþingi þýðir kosningar

Ef alþingi er ekki fært um að ljúka þeim uppgjörsþætti sem lýtur að ráðherraábyrgð ásamt því að álykta um auðrónahyggju þingmanna verður þung krafa um að efna til kosninga þegar í stað. Núverandi þingmenn eiga þjóðinni skuld að gjalda ekki félögunum sínum í fjórflokknum.

Alþingismenn fá ekki starfsfrið út kjörtímabilið ef þeir klúðra málinu. Margklofin nefnd og flokkspólitísk réttlætishugsun veit ekki á gott.

Klukkan glymur þingheimi.


mbl.is Athafnaleysi þriggja ráðherra jafngilti vanrækslu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Tek algjörlega undir þetta.

Sigurður Þór Guðjónsson, 11.9.2010 kl. 13:05

2 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Páll ég er hjartanlega samála enda ef dómurinn verður ekki notaður þá þíðir það byltingu!

Sigurður Haraldsson, 11.9.2010 kl. 13:22

3 identicon

Sammála.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 11.9.2010 kl. 13:24

4 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ef fólkið á Alþingi segir pass við þessu er það sama fólk líklegt til að vilja að boðað verði til kosninga?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 11.9.2010 kl. 13:31

5 Smámynd: Haraldur Haraldsson

als ekki sammála þessu /ef Alþingi fer að láta þessa menn fá sakfellingu ,hvaða afleiðingar hefði það þegar þessi ríkisstjórn er sannarlega búin að gera lögbrot/kosningar eru ekki malið heldur þjóðstjórn/Kveðja Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 11.9.2010 kl. 13:36

6 Smámynd: Benedikta E

Halli gamli - þjóðstjórn segir þú - hverju breytti það ?- ENGU -.

Við þurfum - UTAN - þingstjórn.

Benedikta E, 11.9.2010 kl. 14:00

7 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Hvort sem stjórnin heitir þjóðstjórn eða utanþings stjórn, breytir engu.  Sú stjórn sem er við lýði, þarf alltaf að treysta á vilja þingsins, til þess að hrinda í framkvæmd, sem hún telur þurfa.  Sé þingið ónýtt, þá bætir ný stjórn það ekki upp. Ónýtt þing hlýtur að kalla á nýtt þing.

Kristinn Karl Brynjarsson, 11.9.2010 kl. 14:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband