Lebensraum Samfylkingar

Í kvöldfréttum Sjónvarps sagði þingmaður Samfylkingar að Ögmundur Jónasson ætti ekki heima í ríkisstjórn Jóhönnu Sig. þar sem hann styddi ekki stjórnarstefnuna. Eftir innkomu Ögmundar þrengist lífsrými Samfylkingar og þegar viljayfirlýsing formanna stjórnarflokkanna er lesin virðist ljóst að gæluverkefni Össurar utanríkis er í uppnámi.

Í 20 tölusettum liðum er ekki minnst einu orði á umsóknina um aðild að Evrópusambandinu. Ekkir orð. Í öllum normal ríkjum er aðlögunarferli að ESB stærsta mál stjórnkerfisins. Hér er ekki minnst á það á verkefnalista stjórnarinnar. Aðdáendur Össurar hljóta að vera gráti næst og það er rétt hægt að ímynda sér skeifuna sem embættismenn utanríkisráðuneytisins setja upp þegar mótherjar þeirra í Brussel spyrja um 20 punkta yfirlýsingu forystu ríkisstjórnarflokkanna. 

Össur skipuleggur gagnsókn, sendir Stefán Hauk aðalsamningamann í Kastljós og út um þorpagrundir. Þá er fé borið á Háskóla Íslands til að fjalla á jákvæðan hátt um aðlögun að ESB í fundaröð. Æra Háskólans fæst fyrir lítið fé eftir að útrásarauðmenn hættu að kaupa sér ímynd þar.

Steingrímur J. sagði fyrir viku að umsókn um aðild að ESB væri ekki á vegum ríkisstjórnarinnar. Hann virðist ætla að standa við þessi orð sín. Sko kallinn.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Rétt hjá þér, Páll.

Samfylkingin fer skelfilega út úr þessu.

Sú staðreynd að ekki er minnst á ESB-umsóknina sýnr að flokkurinn er kominn í algjöra nauðv-örn.

Leiðir hér til valda öfgamenn og blinda forsjárhyggju-sósíalista.

Samfylkingin mun sprengja þetta samstarf í vetur.

Annars bíður flokksins algjör niðurlæging.

Þvílíkt lið!

Þvílíkt pólitískt dómgreindarleysi.

Jóhanna Sigurðardóttir fer á spjöld sögunnar sem algjörlega óhæfur leiðtogi.

Ég spái mikilli ólgu innan Samfylkingar.

Flokkurinn hefur gefið eftir á öllum sviðum og hafið hér til valda hreina kommúnista.

Karl (IP-tala skráð) 2.9.2010 kl. 21:21

2 identicon

Þetta var skondin samantekt!

jonasgeir (IP-tala skráð) 2.9.2010 kl. 21:35

3 identicon

Það er hreinn viðbjóður að sjá hvernig á að kaupa fylgi.  Samfylkingin hefur bent þeim í Brussel á hvers vel það gekk hjá Baugsmönnum að bjóða áhrifamönnum í siglinganámskeið hjá portkonum í Flórída, sem og bera fé og ferðir á stjórnmálamenn og aðra sem má hafa gagn af, eins og fræðimenn, blaðamenn og álitsgjafa.  Sama formúla núna og færði okkur hrunið.  Merkilegt að EES/ESB löggjafir hafa ekkert um það að segja hvernig utanaðkomandi ríki geti keypt sér hugnanlega niðurstöðu í innanríkismálefnum annarra þjóða í máli sem þessu. 

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 2.9.2010 kl. 22:11

4 identicon

Það er nokkuð ljóst að Samfylkingin ætlar að véla landið þarna inn með öllum tiltækum ráðum. Nú er hennar helsta mál komið algjörlega undir borðið. VG ratarnir ákveða að vita ekkert af því til að hanga við völd aðeins lengur.

Njáll (IP-tala skráð) 2.9.2010 kl. 22:29

5 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Samfylkingin er sósíalistaflokkur en ekki jafnaðarflokkur eins og þeir gefa sig út fyrir að vera. Þeir þykjast vera sósíal demókratar, en seinna atkvæðið í nafngiftininni eða dulbúningnum, er þeim alger þyrnir í augum.

Fyrir þeim vakir draumur um nýtt sovét. Allsherjar útþurrkun lýðræðis, þar sem skilyrðin fyrir að vera gegn og gengur samfélsþegn, er að vera öreigi. Þeim er sannarlega að takast að ganga frá því prinsippatriði sósíalimans. Svo skal okkur steypt í landamæralaust og búrókratíkt helvíti, sem stjórnað er af ókjörinni nómenkladíu. Þjóðareinkenni og perónufrelsi skulu þurrkð út og mannfólkið gert að númeri í Exelhelvíti þeirra. Einsleitir þrælar og eldsneyti á munaðarmillu þeirra útvöldu.

Af hverju sér engin í gegnum það að þeir eru augljóslega að starfa undir fölsku flaggi? 

Í nóvember fellur öxin. Þá lýkur þessari "viðskiptafléttu" erlendrar bankaelítu, sem raunar er stæsta rán sögunnar og glæpur allra tíma. Veððin verða innkölluð og lánin felld samvæmt samkomulagi við glæpakartellið AGS. Allt fyrir völd og þægilega innivinnu fyrir Össur og co. Hættulegustu níðinga Íslanssögunnar.  Ef Íslendingar rísa ekki upp á afturlappirnar þá, þá eru þeir sauðheimkar rollur sem eiga eymdina skilda. Það eru síðustu forvöð að fara að koma þessum Quislingum frá.

Jón Steinar Ragnarsson, 3.9.2010 kl. 01:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband