Lögbrot ESB í skjóli ríkisstjórnarinnar

Evrópusambandið ætlar að setja 100 milljónir króna í að aðlaga umræðuna á Íslandi um sambandið. Aðlögunin felst í því að opna upplýsingaskrifstofur og efla útgáfu um kosti Evrópusambandsins. Nánast ótakmörkuð fjárráð Evrópusambandsins andspænis smáþjóðum gerir sambandinu auðvelt með að yfirgnæfa umræðuna með auglýsinga- og áróðursherferðum.

Með fyrirhugaðri áætlun, sem fær blessun ríkisstjórnarinnar, eru þverbrotin íslensk lög um bann við íhlutun erlendra aðila í íslenska umræðu. Lögin eru frá 1978 og afdráttarlaust banna útgáfur af því tagi sem sendiráð Evrópusambandsins skipuleggur hér á landi. Þar stendur skýrum stöfum í 1. grein

Þá er erlendum sendiráðum á Íslandi óheimilt að kosta eða styrkja blaðaútgáfu í landinu.

 

Áður en ríkisstjórnin gengur af löggjafavaldinu dauðu verður alþingi að grípa í taumana og draga tilbaka umsóknina um aðild að Evrópusambandinu.


mbl.is Rúmar 100 milljónir í upplýsingamiðlun um ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Hansson

Framkvæmdastjórn ESB hikaði ekki við að brjóta gróflega eigin reglur á Írlandi í haust (sjá hér). Því ætti það að flækjast fyrir þeim að ganga gegn íslenskum lögum?

Þeir kalla bara sendiráðið eitthvað annað en sendiráð, blaðaútgáfuna eitthvað annað en blaðaútgáfu og styrkina eitthvað annað en styrki. Jóhanna segir ókey og Vg lúffar eins og venjulega. Bingó!

Haraldur Hansson, 27.8.2010 kl. 12:33

2 identicon

Minnir vemmilega og reyndar skelfilega mikið á áróðursapparöt Sovétríkjanna gömmlu USSR fyrir dýrðarríki Alþýðulýðveldanna og Ráðstjórnarríkjanna.

Þessu þurfum við ESB andstæðingar að vera viðbúnir og bregðast við af fyllstu hörku og festu og vera viðbúnir strax að setja lögbann og ítarlegar kærur á útgáfu og dreifingu á svona skefjalausum fjáraustri og áróðri kostaðan af Stórríkinu ESB fyrir innlimun Íslands !

Þetta er móðgun við sjálfstæði og sjálfsákvörðunarrétt íslensku þjóðarinnar og það er alveg skýrt í lögum okkar að ekkert ríki eða ríkjasamband eða erlend öfl megi hafa hér í frammi áróður sem miðar að því að hafa áhrif á okkar innanríkissmál og eða eðlilega og sjálfstæða skoðanamyndun okkar Íslendinga sjálfra !

Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 27.8.2010 kl. 13:47

3 Smámynd: Halldór Jónsson

Það á að kaffæra okkur með áróðri. Baugsmiðlarnir verði keyrðir á fullu og þjóðin verður látin samþykkja að ganga inn. Andspyrnuhreyfingin mun ekki mega sín mikils gegn afli peninganna. Þeir ætla ekkert að tapa eins og í Noregi.

Halldór Jónsson, 27.8.2010 kl. 14:00

4 identicon

Ríkisstjórnin hefur ekki minnstu hugmynd hvað þeir séu í raun og veru að gera og nú er bara að treysta á stjórnarandstöðuna að beyta linnulausu málþófi um leið og þing byrjar.

Þór Gunnlaugsson (IP-tala skráð) 27.8.2010 kl. 16:39

5 Smámynd: Elle_

Verst hvað stjórnarandstaðan hefur verið veik, dauð nánast, endalaust semjandi um ólöglegar rukkanir eins og ICESAVE.  Ætli þau semji ekki líka um ólöglega áróðursmiðla og ráðuneyti fyrir Evrópustórríkið?  50/50 kannski ef múturnar eru nægar??

Elle_, 27.8.2010 kl. 18:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband