Hækkun sem hæfir glæpnum

Auðrónadeildir Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks létu greipar sópa um OR og voru nærri búnar að selja auðmönnum orkuauðlindir almennings. Alfreð Þorsteinsson, Björn Ingi Hrafnsson, Vilhjálmur Vilhjálmsson og Guðlaugur Þór Þórðarson eru nöfn sem ætti að letra með svörtu á hvítt skilti undir yfirskriftinni: Auðrónar kosta almenning fúlgur.

Til að fá almenning að umbera tæplega 30 prósent hækkun ættu borgaryfirvöld að strengja þess heit að í framtíðinni verði almenningsveitur fyrir almenning og leggi ekki út í áhætturekstur. Það er ekki hlutverk opinberra fyrirtækja að stunda áhætturekstur og aldrei í samkrulli við einkaframtak. 

 


mbl.is 28,5% hækkun á gjaldskrá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Þeir eru líklega tryggir með næstu arðgreiðslur með þessari hækkun.

Jón Steinar Ragnarsson, 27.8.2010 kl. 21:51

2 identicon

Ég viðurkenni fúslega að ég er ekki sérlega fær í sögu stjórnmála, en var það ekki Ingibjörg Sólrún sem byrjaði á að tæma Orkuveituna með "arðgreiðslum".

En svona geta opinberir aðilar farið óvarlega með eignir.  Og í stað þess að fara bara ærlega á höfuðið fáum við reikningin.

jonasgeir (IP-tala skráð) 27.8.2010 kl. 21:53

3 identicon

Fyndið að sjá stjórnarformanninn í sjóvarpinu
hækkunin er 28,50% einsog það hafi verið reiknað nákvæmlega út.
Síðan átti að hagræða - hvernig vissi hann ekki.
Það átti að selja eignir  - hvaða eignir og hvers virði þær voru vissi hann ekki. Segja einhverjum upp - Nei.

Grímur (IP-tala skráð) 27.8.2010 kl. 21:57

4 Smámynd: Ingvar

Engar nýjar framkvæmdir OR voru samþykktar í tíð Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar og Frjálslyndra. Allar þessar skuldir eru í boði R listans.

Ingvar, 27.8.2010 kl. 22:26

5 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Hvernig væri að selja tundurspillinn þarna á Artúnsholtinu? Byggingarstíllinn og stærðin hæfir Evrópusambandinu.  Upplýsingaráðuneytinu t.d. Þetta er eins og hannað af Albert Speer undir leiðsögn Stalín.  Hvað kostaði dallurinn?

Jón Steinar Ragnarsson, 27.8.2010 kl. 22:36

6 Smámynd: Ægir Óskar Hallgrímsson

En af hverju lækkar ekki þetta pakk launin hjá sér í leiðinni..það verður allt annað skorið niður..en launin hjá þessu hyski sem situr í stjórninni!!

Ægir Óskar Hallgrímsson, 27.8.2010 kl. 23:01

7 identicon

Þó R listinn hafi ekki verið á vetur setjandi er óþarfi að gleyma honum.

Guðmundur Ingi Kristinsson (IP-tala skráð) 27.8.2010 kl. 23:21

8 identicon

Eitt skil ég ekki hvernig í ósköpunum getur fyrirtæki sem selur rafmagn og heitt vatn (ætti ekki að vera hægt að tapa í þessum bransa-finnur vart meiri "nauðsynjavöru")  DRULLAÐ svona upp á bak í fjármálum ??? (afsakið orðabragðið finn bara ekki fallegt orðalag til að lýsa þessu)

Sjálf er ég að borga nú þegar  17 þúsund á mánuði og hef verið að reyna að spara rafmagn og hita hér á heimilinu til að koma þessum reikningum niður, samt sem  er ég ekki í stóru húsi  130 fm (eldra hús). Ætli ég verði ekki að borga um 23-24 þúsund á mán. héðan í frá það er bara jafn mikið og afborgun af ágætis bíl.

Núna er þetta greinilega orðið eins og erlendis, manni hefur alltaf þótt mikill munaður að búa í landi þar sem  rafmagn og hiti er ódýr , þar sem er nóg af atvinnutækifærum , gott velferðakerfi osfrv... Það eina sem var eftir eftir kreppu var "ódýrt" rafmagn og hiti ...... En nei það er bara búið að taka endanlega allan "munað" af okkur .......

Þar að auki held ég að það ættu nú bara að vera mannréttindi að hafa ódýrt rafmagn og hita í svo köldu landi .... :)

Jæja svei mér þá er farin út í búð að kaupa kerti , þau bæði hita og birta upp

Solla Bolla (IP-tala skráð) 27.8.2010 kl. 23:56

9 Smámynd: Kristinn Pétursson

 Að "ræna fyrirtæki að innanfrá" með ofurarðgreiðslum - að frumkvæði R-lista - og stutt af VG á sínum tíma er algerlega stórfurðulegt að hafi getað gerst.

Alfreð Þorsteinsson sagði í hádegisútvarpinu í gær - að borgin hefði "rænt fyrirtækið að innanfrá" um 70 milljarða - s.l. 10 ár... og var hann þó í borgarstjórn og stjórnarformaður OR þegar "ránið" var framið....

Af hverju heyrist svo ekki múkk meira um þetta "rán að innanfrá"....

Hve er munurinn á "Spron ráninu" að innanfrá - og þessu "innra ráni"??

Kom ekki til greina að skila 50% af "ránsfengnum" til baka  í stað þess að dengja svona hækkunum á landmenn.

Hvað hækkar svo vísitalan - vextir Seðlabanka o.fl. - í kjölfarið?

Eina "arðgreiðslan" sem svona veitufyrirtæki eiga að borga - er lækkun á veittri þjónustu  - en ekki "hækkun vegna ráns að innanfrá um hábjartan daginn í boði R-listans" - sem reiða á vaðið með þessa stefnu um "arðgreiðslur" veitufyrirtækja.

Kristinn Pétursson, 28.8.2010 kl. 02:27

10 Smámynd: Sævar Einarsson

Smá leiðrétting, áður en X-D missti völdin 1994 var OR nánast skuldlaus,sjá hér http://www.mbl.is/mm/gagnasafn/grein.html?grein_id=126343 en þá tók við svokallaður Reykjavíkurlistinn eða R-listinn, sjá nánar hér http://is.wikipedia.org/wiki/Reykjav%C3%ADkurlistinn og á 3 kjörtímabilum (12 árum) með Alfreð Þorsteinsson sem þá var kosinn formaður veitustofnanna Reykjavíkur(heitir í dag Orkuveita Reykjavíkur) og hann fór frá 2006 en var þá búinn að skuldsetja OR til fjandans með sem dæmi: Byggingu höfuðstöðva Orkuveitunnar á Bæjarhálsi, stækkun Nesjavallavirkjunar og gerð virkjunar á Hellisheiði, tilraunarækjueldi og blanda sér í slaginn á fjarskiptamarkaði með lagningu ljósleiðara ofl svo það er alger fásinna að ætla að kenna Besta flokknum um stöðu OR eins og hún er í dag en flokurinn er þó að reyna að laga þetta botnlausa skuldasukk fyrrum R-listans, stundum þarf aðeins að hugsa til baka og hætta að hengja bakara fyrir smið.

Sævar Einarsson, 28.8.2010 kl. 04:39

11 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

 Nokkrar staðreyndir

 

Orkuveitan var stofnuð 1999 af R-listanum

Þá var Landsvirkjun tekin út úr fyrirtækinu og færð yfir í borgarsjóð til að fegra stöðu borgarsjóðs

Arðgreiðslurnar stórhækkaðar í 1.5 milljarð á ári.

OR fékk í vöggugjöf frá R-listanum 4 milljarða skuldabréf til að fegra stöðu borgarsjóðs.

 

Þegar R listinn fór frá var hann í samingaviðræðum  við Símann um kaup  á grunnneti Símans. Kaupverðið var áætlað yfir 20 milljarða. Sjálstæðismenn stöðvuðu það.

 

Þetta er aðeins hluti af vandamálapakkanum sem hét R-listi.

 

hér er smá viðbót.

 

·  Orkuveitan skuldar 240 milljarða króna. Langstærstur hluti þeirra skulda er til kominn vegna fjárfestinga fyrirtækisins í virkjunum og veitum, sem ákvarðanir voru teknar um á síðasta kjörtímabili R-listans 2002-2006.

Þegar Sjálfstæðisflokkurinn komst í meirihluta árið 2006 hafði fráfarandi meirihluti R-listans mótað stefnu um gífurlegar virkjanaframkvæmdir á Hellisheiði, gert bindandi orkusölusamninga og hafið byggingu Hellisheiðarvirkjunar. Ekki var annað að gera en klára virkjunina og standa við skuldbindingarnar. Stærstur hluti lánanna var því tekinn á síðasta kjörtímabili en ákvarðanir voru að mestu leyti teknar á valdatíma R-listans. Á árunum 2001-06 áttu sér stað mikil uppkaup OR á veitum og dreifikerfi á Suðurlandi og Vesturlandi. Lítil arðsemi hefur verið af þessum veitum og sumar beinlínis reknar með tapi.

 

Svo kemur esti flokkurinn og smyr kreminu á þessa fínu tertu og gnarr stendur við sitt -

sagði hann ekki - og allskonar fyrir aumingjana ? Það erum við sem búum hér í borginni.

Ólafur Ingi Hrólfsson, 29.8.2010 kl. 09:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband