VR íhugar Magma-brask

Magma var stofnað fyrir tveim árum af kanadískum raðbraskara sem kann ekkert og veit ekkert um jarðvarma. Sérstök orkuútrásardeild Glitnis/Íslandsbanka skipulagði aðkomu raðbraskarans Ross Beaty að íslenskum auðlindum. Kaupin á HS - Orku af gjaldþrota Geysi Green eru raðbrask frá upphafi til enda og hönnuð með það eitt í huga að græðgisvæða almannaeigur.

Magma segist vera búinn að kaupa HS - Orku en vill samt selja stóran hluta frá sér strax aftur, ýmist til Bjarkar söngkonu, ríkisins eða lífeyrissjóða. Yfirtaka á kúluláni frá Reykjanesbæ er helsta greiðslan. Til að kóróna sköpunarverkið er HS - Orka ekki til nema að nafninu. Hitaveita Suðurnesja er ein heild en tvö nöfn; með einn forstjóra, sama starfsfólkið, sama húsnæði og innviði. 

RÚV segir að VR lífeyrissjóður íhugi að taka þátt í braski sem er geðbilaðra en mörg útrásarvitleysan. Þeir sem borga iðgjöld í VR ættu að finna sér annan lífeyrissjóð hið snarasta.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég flutti um áramótin. Átti mér fótum fjör að launa. Forstjórinn fékk margra milljón króna ávísun auk  rándýrs lúxusjeppa fyrir það eitt að koma sér í burtu. Drengurinn byrjaði svo helgina eftir í MP banka í stjórnunarstarfi. Sumir hafa smekk fyrir svona. Ekki ég. Ó nei.

Hákon Jóhannesson (IP-tala skráð) 23.8.2010 kl. 00:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband