Rangar skoðanir bannaðar

Bjarni Karlsson prestur krefst þess að starfsfélagi hans, Geir Waage, verði rekinn þar sem Geir er uppvís að rangri skoðun. Auk þess að vera prestur er Bjarni í trúfélagi Samfylkingarinnar og var í framboði til borgarstjórnar í vor. Umræðan í dag er heldur að þyngjast í þá átt að reka eigi Geir. 

Vinstriflokkarnir tóku við völdum í landinu vorið 2009 með lúðrablæstri um að fyrsta hreina vinstristjórnin hafi verið mynduð. Heitstrengingar voru hafðar í frammi um að Samfylkingin og Vg litu á valdatökuna sem langtímamál.

Ríkisstjórnarflokkarflokkarnir ætlast til að vinstrisjónarmiðum sé gert hærra undir höfði í samfélaginu en áður og málaflokkum sem vinstriflokkunum eru kærir verði meira áberandi. Af því leiðir óþol gagnvart öðrum hugmyndum sem ekki falla í kramið hjá vinstrivaldinu.

Umræðan um að reka eigi Geir Waage sýnir að vinstriflokkarnir og liðið í kringum þá veldur ekki upphefðinni sem því hlotnaðist eftir síðustu þingkosningar.

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Mér finnst ekkert vit í því að gera þetta að einhverju flokkspólitísku máli.

Sigurður Þór Guðjónsson, 22.8.2010 kl. 18:03

2 identicon

Það er skrýtið þó það sé ekki skrýtið að þetta mál er mjög flokkspólitískt.  Ofstækið er magnað hjá réttrtrúnaðarkirkju Samfylkingar og VG.  ...Eða vinstra fólkinu almennt.  Enda talsmenn þeirra sem verst láta af þessu tilefni.

Það er alveg ljóst að það er engin að gera lítið úr því að þessi barnaverndarmál geta verið þau skelvilegustu sem til eru.  En kanski einmitt þess vegna er þagnarskyldan svo mikilvæg.

Það eru til leiðir til að opna upp umræðuna á þessum vettvangi án þess að fara beint í lögregluna.  En ekki eru prestar öfundsverðir af þessum verkefnum.  Það virðist líka svo að nokkrir prestar tapi dómgreind og glóru.

jonasgeir (IP-tala skráð) 22.8.2010 kl. 18:12

3 identicon

Kirkjan hlýtur að hafa skýrar vinnureglur um málefni sem þetta, og að geðþóttaskoðanir og ákvarðanir hvers klerks fyrir sig eigi ekki rétt á sér.  Miðað við hverskonar  tækifærissinni séra Bjarni virðist vera, þá hlýtur að vera óhætt að ganga út frá að séra Geir hljóti að vera vantrúaður á Samfylkingarkenningar og gott ef ekki Sjálfstæðismaður.  En séra Bjarni "misskyldi" prófkjörsreglurnar í vor hvað auglýsingar varðaði og auglýsti af krafti þegar slíkt átti að vera bannað og engin tími til að jafna málið upp fyrir hinum frambjóðendunum.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 22.8.2010 kl. 18:36

4 identicon

Það er ekki SKOÐUN að lýsa því yfir opinberlega að viðkomandi ætli ekki að fara að lögum. Prestar eru opinberir starfsmenn og sem slíkir ber þeim að fara að lögum. Ef séra Geir vill ekki hlíta landslögum í starfi sínu hlýtur hann að þurfa að víkja.

Það hefur ekkert með flokka eða flokkapólitík að gera, nema í sjúkum hugarheimi manns sem sér kommúnista í hverju horni.

AB (IP-tala skráð) 22.8.2010 kl. 19:15

5 Smámynd: Björn Birgisson

Það er álíka gáfulegt að reyna að gera þetta skítamál kirkjunnar að flokkspólitísku máli og að kenna stjórnvöldum um gosið í Eyjafjallajökli.

Björn Birgisson, 22.8.2010 kl. 19:32

6 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Hverju leyndi Geir Waage?  Hversvegna á að reka Geir Waage.  Hvort hr. Waage er skemmtilegur eða leiðinlegur prestur veit ég ekkert um, það dæma sóknarbörn hans. 

En hann tók vígslu sem prestur og samþykkti  þar með trúnað við alla einstaklinga í söfnuði sínum. 

Mér sýnist hann mjög rökfastur í sínu máli, það eru aðrir sem eru með vingulshátt og ættu að fara að læra að skammast sín.  

Ef einhverjir eru ekki ánægðir með reglur kirkjunnar,  þá verða þeir hinir sömu að leggja af stað og láta banna kirkjuna.  Öðruvísi er það ekki.

Hrólfur Þ Hraundal, 22.8.2010 kl. 20:53

7 Smámynd: Gunnlaugur I.

Nei Herra Páll nú ertu kominn út fyrir öll strik og ekki nokkur leið að fylgja þér eftir í þessari trárþvælu. Séra Geir Waage er að mörgu leyti stórmerkilegur prestur og fastur fyrir í trúnni.

En nú hefur hann gengið langt út yfir allt. Þó Guðs lög gildi í "kóraninum" þá gilada þau ekki meðal okkar sem erum frjálsir af trúrbragaðaofsa og þeim stýringum trúarinnar. Séra Geir talar máli Sautjándu aldar preláta ! Þeir eiga enga samleð með okkar nútímaþjóðfélagi sem setur manna lög fram yfir gamlar guðlegar kennisetningar !

Gunnlaugur I., 22.8.2010 kl. 21:09

8 Smámynd: Baldur Hermannsson

Æ hvað þetta er dæmigert fyrir vinstra liðið......flæma góðan dreng úr starfi vegna þess eins að hann er trúr yfir litlu og lætur ekki berast með ógnarstraumi hins pólitíska rétttrúnaðar.

Baldur Hermannsson, 22.8.2010 kl. 21:35

9 identicon

,,Það er álíka gáfulegt að reyna að gera þetta skítamál kirkjunnar að flokkspólitísku máli og að kenna stjórnvöldum um gosið í Eyjafjallajökli."

Páll Vilhjálmsson til hamingju !

Oft hefur þú verið ruglaður, en hvernig í ósköpunum ?

JR (IP-tala skráð) 22.8.2010 kl. 21:50

10 Smámynd: Óskar Arnórsson

Rangar skoðanir bannaðar? Hvaða vitleysa er þetta? Þessi Geir er bara að rugla saman gjörólíkum hlutum.

Hann heldur bara að að það eigi að þeigja yfir alvarlegum glæpamálum og þannig er það hvorki í kirkjunni né lögum.Það er bara misskilningur og engin skoðun.

Geir Vingull, eins og Hrólfur kallar hann,  er eins og stjórnmálamenn haga sér stundum gagnvart Stjórnarskránni. Taka hana bara úr gildi þegar það hentar. Og kalla það að "hafa aðra skoðun" á málum...

Óskar Arnórsson, 22.8.2010 kl. 21:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband