Rök aðildarsinna í björtu báli

Evran, stöðugleiki og matvælaverð voru meðal vinsælustu röksemda aðildarsinna í Evrópuumræðunni. Evran er myllusteinn um háls Íra, Grikkja, Portúgala og Spánverja. Evrópskur stöðugleiki er horfinn og í staðinn er kominn ólga með allsherjarverkföllum. Og samkvæmt tengdri frétt er matvælaverð á Íslandi á pari við meðaltal í Evrópu.

Síðustu fréttir herma að mútufé frá Brussel séu helsta ástæðan fyrir því að Ísland ætti að ganga í Evrópusambandið. Á forsíðu Fréttablaðsins er örlæti framkvæmdastjórnarinnar blásið út og starfsfólk Össurar, afsakið, utanríkisþjónustunnar fengið til að vitna um góðvild ESB.

Mútufé er ekki líklegt til að vinna marga til fylgis við málstað aðildarsinna en skýrir hvatir þeirra sem eiga þá ósk heitasta að ánetja Ísland Brusselvaldinu.


mbl.is Lítill munur á milli Íslands og ESB verðlags
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það að verðmunurinn er orðinn lítill skýrist eingöngu að því að við erum með handónýtan gjaldmiðil. Nú er allt á Íslandi orðið ódýrt fyrir útlendinga vegna þess hve krónan er veik, hvort sem um er að ræða matvæli eða annað. Þú ert að blekkja sjálfan þig með því að halda að þessi frétt sé eitthvað áfall fyrir aðildarsinna, en það er auðvitað í samræmi við annan málflutning frá þér.

Jón (IP-tala skráð) 29.6.2010 kl. 11:58

2 identicon

Jón, hvað er góður gjaldmiðill? Er það eitthvað fyrirbæri sem heldur innflutningi ódýrum og svo hvað? Hvernig á að efla útflutning með sterkari gjaldmiðli en við þolum? Hvernig á að efla innlenda framleiðslu ef gjaldmiðillinn er svo sterkur að allt er óhagkvæmt innanlands? Ég sé ekki betur en að slíkur gjaldmiðill sé gersamlega ónýtur.

Elvar Eyvindsson (IP-tala skráð) 29.6.2010 kl. 12:36

3 identicon

Berið saman hvað fæst fyrir klukkutíma vinnu verkamanns t.d. og hvað fæst fyrir þennann klukkutíma....hvað mikið af eplum, hversu mikið af appelsínum og framvegis og þá fáið þið rétta útkomu. Annar samanburður er bara rugl.

Guðmundur (IP-tala skráð) 29.6.2010 kl. 12:49

4 Smámynd: Gunnlaugur I.

Sammála Guðmundi auðvitað þarf líka að bera saman kaupmátt launanna en staðreyndin er samt sú að þá kemur Ísland reyndar ennþá miklu betur út.

Sennilega á topp 5 listanum í þessum samanburðarlöndum og nota bene efnahagur okkar er að rétta út kútnum og hagvöxtur í spilunum það er meira en flest ESB ríkin geta státað af. 

Gunnlaugur I., 29.6.2010 kl. 13:01

5 Smámynd: Gunnlaugur I.

Þess vegna er það alveg rétt hjá Páli. Rök ESB aðildarsinna standa allsstaðr í björtu báli og ekki stendur steinn yfir steini í málflutningi þeirra.

Gunnlaugur I., 29.6.2010 kl. 13:02

6 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Jón, var þá ekki allt frábært þegar munurinn var yfir 60%? Nei, þá var krónan handónýt út af því að ykkar sögn. Það er erfitt að gera ykkur Evrópusambandssinnum til geðs. En ykkur er vorkunn, mikið vildi ég ekki vera í ykkar sporum.

Hjörtur J. Guðmundsson, 29.6.2010 kl. 13:03

7 identicon

Það vita allir sem vita vilja að gengið var ragt skráð þegar gengisvísitalan var að rokka milli 120 og 140 en allir ættu líka að vita að gengisvísital upp á 230 sem hefur verið sennilega meðalgengi árið 2009 er líka ragt.

Ætli að rétt gengisvísitala miðað við  laun og allan samanburð sé ekki á milli 140 til 160 og þá er  matvæla verð ekki bara 4% hærra á Íslandi en öðrum evrópulöndum.

Stilli (IP-tala skráð) 29.6.2010 kl. 14:02

8 identicon

Í skýrslu norrænu samkeppniseftirlitsstofnananna frá árinu 2005 er samanburður á hlutfalli ráðstöfunartekna (og þar með vinnutíma) sem íbúar ESB 15 landanna, Noregs og Íslands vörðu á þeim tíma til matarkaupa. Þegar þær tölur eru skoðaðar er ekki annað að sjá en að Ísland sé á mjög svipuðu róli hvað það snertir og aðrar þjóðir sem við berum okkur saman við. Samkvæmt upplýsingum sem finna má á vef Hagstofu Íslands er þetta hlutfall hér á landi svipað nú og það var á þessum tíma (gögn frá 2003). 

 Hlutf. ráðst.tekna til matarkaupa
Portugal18,2
Greece15,4
Spain15,3
Italy14,7
Norway14,41
France14,4
Iceland14,3
EU1513,14
Finland12,8
Belgium12,6
Denmark12,5
Sweden12,3
Germany12,2
Netherlands11,1
Austria11,1
Luxembourg9,8
UK9,3
Ireland8,8

Baldur Helgi (IP-tala skráð) 29.6.2010 kl. 14:22

9 identicon

Ég er í ESB-landi eins og er og staðreyndin er sú að almennt matvælaverð hér er langt um lægra en gengur og gerist á Íslandi. Það hefur líka verið staðreynd í öðrum ESB-löndum sem ég hef ferðast til.

Þórhallur (IP-tala skráð) 29.6.2010 kl. 15:38

10 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Þórhallur hefur eflaust rétt fyrir sér um að þar sem hann býr sé almennt matvælaverð lægra en á Íslandi. En ef hann býr í hjarta ESB þá á hann eflaust einhverja valkosti þegar kemur að innkaupum.

Luxarar fara til Þýskalands, þýskir fara Lux. Belgar fara til Lux eða Frakklands, eða öfugt. Ítalir fara til Frakklands, frakkar til Ítalíu. Hollenskir til Þýskalands eða Belgíu. Eða öfugt. Danir til Þýskalands eða Svíþjóðar, sænskir til Noregs, norskir til Svíþjóðar.

Það væri að æra óstöðugan að tíunda hver fór hvert til þess að kaupa ódýrari kjúkling en heima hjá sér.

En reyni EES íslendingurinn að "smygla" EES oststykki heim til Íslands einu sinni á ári þá stendur tollgæslan grá fyrir járnum og gerir ostinn upptækan.

Ætlar einhver að halda því fram að við njótum, eða komum til með að njóta jafnræðis við aðra íbúa EES/ESB?

Kolbrún Hilmars, 29.6.2010 kl. 18:31

11 Smámynd: Kristján B. Jónasson

Meginröksemd fyrir inngöngu í ESB er að ekki verður við það unað  - og er í raun svo fáránlegt að það þarf sérstakt rökvit til - að telja í lagi að afhenda Evrópuþinginu, Evrópuráðinu og Framkvæmdastjórn ESB vald til að setja tilskipanir sem eru bindandi fyrir Íslendinga án þess að geta haft áhrif á ákvarðanatökuna. Annað hvort segjum við okkur úr Evrópska efnahagssvæðinu eða göngum í ESB. Hins vegar virðast hinir föðurlandssinnuðu andstæðingar ESB ekki hafa neinn áhuga á því að yfirgefa Evrópska efnahagssvæðið. Á meðan heldur vitleysan áfram.

Kristján B. Jónasson, 29.6.2010 kl. 20:39

12 identicon

Málið er einfalt. Þetta er áróður vegna landflótta. Það er allt best á Íslandi og þá ekki síður verðlagið. Bla, bla, bla eins og venjulega og þeir sem enga reynslu hafa og þeir eru margir, trúa þvælunni og þora ekki að hreyfa sig úr flekknum og það er þetta fólk sem slítur sér út og heldur uppi byggð á Íslandi. Og hverjar eru þakkirnar? Meiri álögur.

V. Jóhannsson (IP-tala skráð) 29.6.2010 kl. 20:55

13 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Andsinnar hugsa eins og maður sem gegnur um í svarta þoku uppá heiði.  Umhverfið tekur a sig annarlega mynd.  Tröll og forynjur spretta fram hægri vinstri o.s.frv.   (Þegar nánar er að gáð var það aðeins steindrjóli eða kind á beit etc)

Nú, hugsunin er svo þokukennd og reikul hjá andsinnum að þeir eru auðvitað orðnir rammvilltir þarna uppá heiðinni og ganga þar hring eftir hring greyjin.

Öðrum þræði er hugsun andsinna líka eins og maður sem er búinn að skapa sér sinn eiginn veruleika.  Sinn eiginn heim.  (Sem minnir jú líka á mann uppá á frægri Heiði) 

Fólk ætti td. að hugleiða orð Kristjáns B. hér að ofan.  (það skilja andsinnar ekki náttúrulega því samkv. þeirra þokuheiðarheimi þá er ísland ,,6.5%" tengt ESB gegnum  EES.  Allt eftir þessu hjá þeim) 

Ómar Bjarki Kristjánsson, 29.6.2010 kl. 23:07

14 Smámynd: Páll Blöndal

Af vef Hagstofunnar:
"... í könnuninni er verð á sambærilegri körfu matvæla
borið saman í evrum."


Málið er að hér er átt við að maturinn á Íslandi sé ódýrari í EVRUM reiknað.

Því lengra sem krónan sekkur, því ódýrara að versla hér, í  
EVRUM talið.

Páll Blöndal, 29.6.2010 kl. 23:38

15 identicon

Nú er bara að fella krónuna aftur og þá erum við komin með ódýrasta matarverð í evrópu.  Gengistryggingin farinn þannig að þetta getur ekki klikkað.

pta (IP-tala skráð) 29.6.2010 kl. 23:54

16 identicon

Alveg sammála þér pta.

Ég hef búið í Þýskalandi í 9 ár.  Ég get ekki séð að matvöruverð hér sé nálægt því sem það er á Íslandi.  Ég er ekki að versla þar sem það er ódýrast.  Ég hef verið að skoða matvöruverð á Íslandi og Þýskalandi þar sem ég er ansi oft á Íslandi.

En auðvitað reiknað fram og til baka í evrum.  Túristar koma til landsins vegna þess að það er ódýrt núna, en Íslendingar fá greitt í krónum og þá er þessi könnum því miður frekar gagnslaus.  Einnig í því ljósi hversu hratt gengi krónunnar hefur breyst á síðustu 2 árum.

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 30.6.2010 kl. 02:20

17 identicon

Langaði bara að bæta þessu inn í umræðuna:

http://www.visir.is/matarverd-hefur-haekkad-um-66-prosent-a-fjorum-arum-/article/201080898954

Matarverð hefur hækkað um 66% á fjórum árum

Matarverð hefur hækkað um 66% á fjórum árum og um 34% frá bankahruni, samkvæmt verðkönnun SFR. Vísitala neysluverðs hefur hækkað um 13% frá bankahruninu.



Í fréttabréfi SFR segir að ljóst sé að matarkaup séu almennt orðin hlutfallslega stærri og þyngri hluti heimilisútgjalda.



Samkvæmt könnun SFR hefur matarkarfan hækkað um 66% frá upphafi 2006 til mars á þessu ári. Frá bankahruni október 2008 nemur hækkunin 34%. En á sama tíma hefur vísitala neysluverðs hækkað um 12,6%. Og kaupmáttur launa hefur rýrnað um 8,3%

Þórhallur (IP-tala skráð) 30.6.2010 kl. 12:44

18 Smámynd: Gísli Ingvarsson

Mér finnst menn rugla saman ansi mörgu þegar verið er að ræða Aðildarumsókn. Þá er ekki verið að taka púlsinn á því hvernig einstaka þjóðríki standa eða hvert gengi evrunnar er í dag, heldur einfaldlega verið að kýla á viðræður sem geta leitt til fullrar aðildar. Full aðild hljómar kannski illa og auka aðild (mega vera með en ekki mæta á fundi) hljómar kannski betur.

Evran á eftir að ná sér eða fara til andskotans en það er ekki þar með sagt að samstarf evrópuríkja fari sömu leið. Reyndar yrði það óbætanlegur skellur fyrir okkur ef evrópa leysist upp vegna efnahagserfiðleika, ófriðar og skorts á framtíðarsýn. Meira að segja USA vildi ekki sjá það gerast og eru þeir engir EU sinnar.

Það er sjálfsagt að ræða veikleika Evrunnar í dag en það kemur okkur ekkert við í aðildarumræðunum því evran verður ekki gjaldmiðill okkar næstu 5 - 10 árin. Það er ferlið sem skiftir máli. Ekki hvað MIlton Friedman sagði við vin sinn í hinum fílabeinsturninum.

Enduruppstokkun stjórnsýslunnar, nothæf peningamálastefna og tollfrjáls viðskipti sem á endanum skifta okkur máli. Ekki bara bændur og útgerðar menn sem eru minnihluti þjóðarinnar heldur hvern og einn sem á annað borð hefur einhvern metnað fyrir sig og starfsemi sína og vill ekki vera bundin ákvörðunum pólitískum hagsmunasamtaka einsog Sjálfstæðisfokksins.

Gísli Ingvarsson, 1.7.2010 kl. 21:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband