Össur og Kínarök Steina Páls

Þorsteinn Pálsson fyrrum ritstjóri hjá Jóni Ásgeiri Baugsstjóra og þar áður formaður Sjálfstæðisflokksins þykir yfirleitt ekki stórkarlalegur í yfirlýsingum. Um helgina sagði hann þó tvennt sem er haft í flimtingum. Annars vegar að það yrði áfall fyrir þjóðina ef Sjálfstæðisflokkurinn héldi þeirri stefnu til streitu að draga til baka umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu. Hins vegar að val Íslendinga stæði á milli Kína og Evrópusambandsins.

Taugaveiklun Þorsteins stafar að tillögu að þingsályktun sem Unnur Brá Konráðsdóttir þingmaður Suðurlands og þingflokkur Sjálfstæðisflokksins standa að um að draga skuli umsóknina tilbaka. Meðflutningsmenn Unnar Brár koma úr öllum flokkum nema Samfylkingunni.

Þorsteini til vorkunnar er hann ekki einn um pólitískt taugaáfall vegna tillögu Unnar Brár. Össur Skarphéðinsson hæstráðandi til sjós og lands í Samfylkingunni rauk upp til handa og fóta og bauð þjóðstjórn.

Tillaga Unnar Brár undirstrikaði eina mikilvægustu staðreynd íslenskra stjórnmála nú um stundir: Samfylkingin stendur einangruð í Evrópusambandsmálinu. Kratar í felubúningi sjálfstæðismanna standa berstrípaðir. Þegar Kínahræðsla er orðið rökvopn er fokið í flest skjól.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband