Gjaldþrot bílalánafyrirtækja

Bílalánafyrirtækin þola ekki 40 til 70 prósent lækkun eignasafna sinna í kjölfar Hæstaréttardóms um ólögmæti gengistryggingar. Stærstu lánafyrirtækin, Lýsing og SP fjármögnun, komast á vonarvöl. Lýsing er í eigu Existu en SP er dótturfyrirtæki Landsbankans. Ríkisvaldið getur ekki lagt dótturfélagi Landsbankans lið en sniðgengið Lýsingu.

Allar líkur eru á að fjármögnunarfyrirtækin fari lóðbeint á hausinn þegar sú vitneskja hefur síast inn að upphaflegur krónuhöfuðstóll lána gildir óverðtryggður en með álagi á Libor-vexti. Líkleg vaxtaprósenta verður 5-7.

Dómur Hæstaréttar staðfestir enn og aftur að ræningjasiðferði réð ríkjum hér á útrásartímum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Sigurðsson

Hvað meinar þú með ræningjasiðferði. Ertu að meina að við sem erum lántakar séum ræningjar vegna þess að við eigum að greiða sambærilega vexti og tíðkast í nágrannalöndum okkar.

Ég hef lesið nokkar pistla efir þig en nú toppar þú bullið. 

Sigurður Sigurðsson, 21.6.2010 kl. 00:28

2 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Ræningjasiðferði vísar til lögleysunnar sem óð hér uppi og birtist m.a. í gengistryggðum lánum sem voru ólögleg.

Páll Vilhjálmsson, 21.6.2010 kl. 00:32

3 Smámynd: Sigurður Sigurðsson

Ok sáttari við þig núna

Sigurður Sigurðsson, 21.6.2010 kl. 00:36

4 identicon

Bankarnir lánuðu fólki á lágum vöxtum en tóku síðan stöðu gegn krónunni til að næla í meiri tekjur. Á maður að vorkenna þeim? Hvenær höfðu bankarnir samúð með fólki?

Helgi (IP-tala skráð) 21.6.2010 kl. 00:43

5 identicon

næst þarf að fást niðurstaða í Íslensku verðtryggðu lánin, ástand þeirra er einnig mjög slæmt. Niðurstaða er kannski flóknari svona lagatæknilega en niðurstaðan í þessu prófmáli, en réttlætismál er það engu að síður. 

sandkassi (IP-tala skráð) 21.6.2010 kl. 02:23

6 Smámynd: Einar Guðjónsson

Ef þessi fyrirtæki væru sæmilega rekin ættu þau ekki að þurfa að fara á hausinn ekki frekar en evrópsk lánafyrirtæki.

Íslenskur landbúnaður stendur sig í raun bærilega í samanburði við landbúnað í Evrópu en fjármálafyrirtækin að sama skapi illa en niðurgreiðslur ríkisins til þess eru gífurlegar og verðmunur á leigu á peningum hér og í Evrópu er TUTTUGUFALDUR en sá verðmunur finnst ekki í nokkru fagi hér nema leigu á peningum.

Einar Guðjónsson, 21.6.2010 kl. 08:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband