Sjálfstæðisflokkurinn í forystukreppu

Afleiðing af hikandi og höktandi uppgjöri formanns Sjálfstæðisflokksins við auðrónadeildina er óðum að koma í ljós. Eftirspurn eftir næst æðsta embætti flokksins er nær engin. Auðrónadeildin sem heldur hlífiskildi yfir Guðlaugi Þ. Þórðarsyni ofurstyrkþega og verkfæri auðmanna er með yfirhöndina í flokknum.

Bjarni Benediktsson formaður fer undan í flæmingi og treystir sér ekki til að takast á við kröfu um uppgjör við útrásararfleifðina. Formaðurinn lætur sér vel líka að fáeinar eftirlegukindur frá 2007 haldi flokknum í heljargreipum. Kómískir tilburðir þessa hóps til að hnykla vöðvana birtust meðal annars í því að gera Árna Þór Sigfússon fjárfesti og bæjarstjóra Reykjanesbæjar að formannskandídat. Hugmyndin toppaði forsetaframboðspælingar Ámunda umba hér um árið.

Forystukreppa í móðurflokki íslenskra stjórnmála veit á umbrot á hægri kanti stjórnmálanna.

 


mbl.is Ætlar ekki í varaformanninn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Nýr botn hjá þér -

EN - Það er eingin forystukreppa í "móðurflokki íslenskra stjórnmála".

Ólafur Ingi Hrólfsson, 19.6.2010 kl. 06:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband