Bregðast krosstré

Allsherjargrínvæðing borgarstjórnar er ekkert gamanmál. Stjórnmálaflokkar sem láta teyma sig út í brandarapólitík grafa sína eigin gröf. Þegar í ofanálag pukrast er með gjörninginn verður spurningin í hvaða veruleika þetta fólk lifir og hrærist í.

Besti flokkurinn stendur fyrir eitt mál og aðeins eitt: Yfirlýst ábyrgðarleysi. Þeir stjórnmálaflokkar sem taka þátt í trúðslátunum eiga ekki afturkvæmt í hversdagsleikann þar sem orð og gjörðir eru metin á viðurkenndar mælistikur.

Hláturinn lengir ekki líf stjórnmálamanna.


mbl.is Vísir: Hanna Birna þiggur embættið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Flosi Kristjánsson

Jón G. Kristinsson er óskrifað blað í öðrum málum en gamanleik og samningu leikþátta. Um færni hans til annarra starfa á margt vísast eftir að koma í ljós.

Það er þó til marks um vilja hans til að taka mark á því trausti sem Hanna Birna Kristjánsdóttir nýtur greinilega meðal borgarbúa, að hann skuli ætla henni hlutverk í þessari samsteypustjórn.

Hafi kjósendur haft efasemdir um Sjálfstæðisflokk og Samfylkingu eftir sameiginlega aðkomu þeirra að landsstjórninni árið fyrir hrun, þá er ljóst, 70%-plús-ljóst, að þær efasemdir áttu ekki við um Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, frambjóðanda Sjálfstæðisflokksins til borgarstjórnar.

Þessi manneskja, sem tók við fundarhamri úr hendi samherja síns á róstusömum fundi í Ráðhúsinu og mörgum er í fersku minni, mun verða kjölfestan í þessari borgarstjórn, sannaðu til.

Flosi Kristjánsson, 15.6.2010 kl. 11:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband