Þjófar í verslunarstétt

Kaupmaður fyrir nokkrum árum fullvissaði trúgjarnan viðskiptavin að hann væri að gera góð kaup með þeim orðum að verðið hefði ekkert breyst hjá sér í tvö ár. Grunlaus viðskiptavinurinn beit á agnið en leiddi ekki hugann að því að krónan hafði styrkt verulega ár nýliðin ár.

Sagan segir okkur tvennt. Það eru þjófar í verslunarstétt sem í skjóli fákunnáttu almennings komast upp með okur. Í öðru lagi að við höfum oftast vel. Við getum leitað annað eða neitað okkur um þá hluti sem eru verðlagðir af þjófum.

Verst er að verjast því þegar margir taka sig saman um að svindla á almenningi. Arion banki tekur t.d. höndum saman við Baugsfjölskylduna að tryggja fákeppni í smásölumarkaði með því að láta þá fjölskyldu sem síst ætti að stunda verslun á Íslandi nær einokunarstöðu. Arion banki getur valið sér það hlutverk að vera þjófsnautur. Við getum hætt að eiga viðskipti við Arion banka.


mbl.is Styrking mun skila sér í verð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég hef annast vöruálagningu í gegnum hin ýmsu fyrirtæki í 20 ár og gæti skrifað nokkuð langan pistil um þróunina sem hefur átt sér stað síðan Baugsgengið tók landið yfir. Smærri kaupmenn eiga líka sína sök því þeir hafa fylgt straumnum og þakkað fyrir hærri álagningu í stað þess að taka slaginn á móti hinum stóru.  En er það girnilegur valkostur að keppa við ofurmaskínur sem geta auglýst hjá sjálfum sér.  Lasleikinn er svo yfirgengilegur að mér verður óglatt af því að hugsa um þetta.

Mín litla búð gengur afar vel því ég miða mig yfirhöfuð við smásöluverð í evrópu og netverð. Svo má líka kalla þetta sanngisnisstefnu... Stórmarkaðir hafa kvartað við heildsala undan verðlagningu Símabæjar og heildsalarnir skamma mig síðan eins og einskonar sökudólg fyrir að skemma fyrir stærstu kúnnunum þeirra. Spáðu í lasleikanum í hugsuninni.

Þetta er hið samþjappaða umhverfi sem ónýt Samkeppnisstofnun, Neytendastofa og Neytendasamtök hafa skapað með andvaraleysi sínu

Ef ég færi í bankann minn í dag og segði, heyrðu ég get tekið stórmarkaðina í ósmurt bakaríið með litlu búðinni minni og margfaldað hana í sölu á stuttum tíma á kostnað risafyrirtækjanna og þvingað allan markaðinn niður í verðum með hagkvæmari rekstrareiningu en þessi risaapparöt sem kostar of mikið reka.

Ég fæ ekki neitt, auðvitað.  Ég ég er að safna meiri birgðaaur og það verður sparkað næsta vetur. Þá meina ég sparkað. Hér er nefnilega draumaland fyrir þá sem láta sér nægja sanngjarna og eðlilega vöruálagningu.

Gylfi Gylfason (IP-tala skráð) 11.6.2010 kl. 22:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband