Landsbyggðin leiðir endurreisnina

Hrunið leiddi til Reykjavíkurkreppu enda var útrásin höfuðborgarbóla framar öllu. Atvinnuleysið er meira á Reykjavíkursvæðinu en landsbyggðinni. Á meðan vinnuaflið finnur sér nýjan vettvang til að starfa á er að búast við atvinnuleysi, sem þó nær ekki meðaltali í ESB.

Atvinnuvegir sem eru sterkir á landsbyggðinni s.s. sjávarútvegur og ferðaþjónusta eru leiðandi í endurreisn atvinnulífsins. Landbúnaður er önnur öflug grunnstoð sem bæði fæðir þjóðina og sparar okkur ógrynni gjaldeyris.

Reykjavíkurkreppan mun bíta enn um sinn en mest vestan Ártúnsbrekku.


mbl.is Atvinnulausum fækkaði í maí
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það gleymist ett mikilvægt atriði. Þegar atvinnuleysi eykst, þá flytur fólk úr byggðarlaginu og atvinnuleysið minkar þá sjálfkrafa, því hausunum fækkar.

Þetta er mjög villandi. T.d. hvað búa margir á vestfjörðum í dag og hvað bjuggu margir þar fyrir þremur árum? Ég veit að ungt fólk flýr krummaskuðin og hefur alltaf gert.

V. Jóhannsson (IP-tala skráð) 11.6.2010 kl. 14:59

2 Smámynd: Kristján P. Gudmundsson

Það er varla hægt að lá fólki, að það flytji þangað sem vinnu er að fá.Þannig hefur þetta verið í meira en öld

Það er hins vegar nýr ósiður að kalla byggðir landsins, sem

löngum hafa haldið SV-horninu gangandi, krummaskuð og íbúa landsbyggðarinnar sveitavarga. Ég vona, að V.Jóhannsson, sem þorir ekki að skrifa undir fullu nafni, búi ekki í andlegu krummaskuði ?

Íbúar SV-hornsins hafa vonandi þroska til að skilja, að engum er greiði gerður, að Ísland verði borgríki, þar sem æ meiri hjarðmenning nái undirtökum á atferli fólks ?

Með kveðju frá Siglufirði, KPG.

Kristján P. Gudmundsson, 11.6.2010 kl. 16:40

3 identicon

Þarna fer Kristján villu vegar. Ég hef aldrei kallað landsbyggðarfólk sveitavarga, enda búið út á landi sjálfur og veit nákvæmlega hvað ég er að segja. Um leið og atvinnulausir yfirgefa byggðalagið þá minkar hlutfallið af atvinnulausum á svæðinu. En hitt er svo annað mál, að það eru ótrúlega margir Íslendingar hræddir við að flytja úr byggðarlaginu og ég tala nú ekki um að fara suður og breyta til og það er einmitt þetta fólk sem heldur uppi landsbyggðinni.

V. Jóhannsson (IP-tala skráð) 11.6.2010 kl. 17:57

4 Smámynd: Kristján P. Gudmundsson

V. Jóhannsson ég held því ekki fram, að þú kallir okkur, landsbyggðafólk sveita-varga ? Orðalag mitt var kannske ónákvæmt, og ég bið þig afsökunar á því.

Það er dálítið skondið, að ég fæddur og uppalinn í Reykjavík, en ég flutti útá land að námi loknu og mér líður hér vel.

Mér þykir vænt um Reykjavík og íbúa hennar og svo mun ávallt verða.

Með góðri kveðju, KPG.

Kristján P. Gudmundsson, 12.6.2010 kl. 08:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband