Gnarristar til valda

Krafan um stjórnlagaþing er vegna þess að stjórnmálaflokkarnir, einkum þeir tveir stóru sem byrja á ess, skynja ekki kall tímans um pólitískar hreinsanir þeirra sem stóðu hrunvaktina. Sjálfstæðisflokkur og Samfylking brugðust seint og illa við kröfum um að þeir sem eru löðrandi af útrásarslepju skuli víkja.

Stjórnlagaþing sem kosið yrði til væri kjörinn vettvangur fyrir gnarrista af margvíslegu tagi. Allar líkur eru að gnarrframboð einstaklinga fengi meðbyr hjá þjóð sem vildi sýna stjórnmálastéttinni fyrirlitningu sína.

Í hefðbundnum kosningum, eins og sást fyrir hálfum mánuði, gera gnarrframboð það líka gott. Næsta vetur verður kosið til alþingis þar sem núverandi ríkisstjórn er komin að fótum fram.

Stjórnmálaflokkarnir eiga enn tækifæri að koma skikk á sín hús en það rennur hratt úr stundaglasinu.


mbl.is Vilja þjóðfund í stað stjórnlagaþingsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú greinir þetta rétt, Páll.

Krafan er sú að ALLIR styrkþegar víki.

Spillingarflokkarnir þráast við. Og þess vegna óttast þeir kosningar.

Sjálfstæðisflokkurinn mun því aldrei reyna að fella þessa ömurlegu ríkisstjórn.

Þingsætin og klíkustjórnmálin vega mun þyngra en þjóðarhagur.

Eina vonin er því sú að þessi ríkisstjórn spillingar og öfga liðist í sundur sem fyrst.

Valdasýkin og forræðishyggjan er sterkt bindiefni.

Hversu lengi heldur það?  

Steinunn (IP-tala skráð) 10.6.2010 kl. 11:17

2 Smámynd: Kjartan Sigurgeirsson

Það tala allir um þörf á nýrri stjórnarskrá, ég hef ekki heyrt neitt sérstakt sem er að þeirri sem við eigum annað en að forsetinn getur túlkað hana sér í hag eftir þörfum.  Ég kalla á málefnalegar athugasemdir ekki bara að það sé alveg nauðsynlegt að eignast nýja. If it ain't broken don't fix it.

Kjartan Sigurgeirsson, 10.6.2010 kl. 11:26

3 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Akkúrat Kjartan, það þarf að skoða vel og vandlega þær ástæður sem er ekki að hennta stjórnarskránni okkar í dag, og forsendurnar fyrir því af hverju betra sé að breyta. Það er nefnilega oftast svo að það eru hagsmunir einstaklinga sem eru að stangast á við hagsmuni þjóðarinnar sem er um að ræða þegar stjórnarskráin okkar er ekki að henta hinum eða þessum. Einhverstaðar las ég það að þegar mest væri talað um að það yrði að breyta henni þá mætti alls ekki gera það.  Það á ekki og má ekki undir nokkrum kringumstæðum breyta henni núna. Það er ekki verið að hugsa um okkar hag hjá Ríkistjórninni. Það sem á að gera er það að allir sem einn ættu að leggjast yfir hana og taka svo sameiginlega ákvörðun um breytingu ef sú yrði raunin að þörf væri á..

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 10.6.2010 kl. 11:48

4 identicon

Stóra spurningin er hverjum er teistandi fyrir því, ekki ESB sinnum, þei væru vísir til að skella okkur þar inn án þjóðaratkvæðis, ekki fullveldissinnum, ekki kvótaeigendum, ekki þeim sem vilja afnema kvótakerfið, ekki útlendingum því þeir vilja seilast inn í auðlinir okkar og ekki Íslendingum því Guð einn veit á hvaða veg það færi. Ekki hanns mönnum heldur né óvinum(trúleysingjum/annarar trúar)

Ég legg til að einstökum ákvæðum verði breytt í þjóðarathvæði og bara ein grein í einu og sett fram þegar mönnum sest reiðin og til að öðlast gildi þurfi 80% að samþykkja. Þá verða eingin tvö ár í tómu stjórnleysi

Brynjar Þór (IP-tala skráð) 10.6.2010 kl. 16:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband