Jóhanna Sig. og valdaelíta vinstrimanna

Tölvupóstar Más Guðmundssonar Seðlabankastjóra staðfesta að hann ræddi launamál sín beint við Jóhönnu Sig. forsætisráðherra. Samtöl Más og Jóhönnu leiddu til þess að Lára V. Júlíusdóttir, formaður bankaráðs Seðlabanka og náin samstarfsmaður Jóhönnu til margra ára, lagði fram tillögu um launauppbót handa Má upp á 400 þús. kr. á mánuði.

Lára V. hefði aldrei tekið upp á því af sjálfsdáðum að setja fram tillögu um launauppbót. Það er einfaldlega óhugsandi.

Stærsti hluti íslenskra launamanna fær á mánuði lægri laun en Seðlabankastjóri átti að fá í launauppbót. Ríkisstjórn sem kennir sig við norræna velferð gleymdi að taka fram í stjórnarsáttmála að sumir eru jafnari en aðrir.

Már var búinn að fá embætti Seðlabankastjóra áður en kom að formlegri skipun. Samtöl sem hann á beint við forsætisráðherra vekja grunsemdir um að dómnefnd um hæfi umsækjenda og gagnsætt umsóknarferli hafi verið leiktjöld. Jóhanna Sig. og nýja valdaelíta vinstrimanna var löngu búin að ákveða að Már Guðmundsson skyldi verða Seðlabankastjóri.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvenær fréttir RÚV eitthvað um þetta?

 Það er bara að bíða spentur eftir hvað þau verða lengi að því.. :)

jonasgeir (IP-tala skráð) 6.6.2010 kl. 10:55

2 identicon

Alltaf augljóst að Jóhanna laug að alþingi, í siðmenntuðum Evrópu löndum þýðir það auðvitað ENDARLOK viðkomandi Forsetisráðherra, en ekki hér, hér komst lélegir þingmenn upp með hvað sem er því ekkert aðhald kemur frá fjórða valdinu - fjölmiðlum.  Baugsmiðlar vilja Samspillinguna & RÚV fer aldrei gegn ríkjandi stjórnvöldum - svo skilja okkar þingmenn ekki gildi eins og "gó stjórnsýsla, ábyrgð, heiðarleiki, sannleikur - þetta eru gildi sem eru framandi fyrir þetta fólk, því miður, enda fór heilt samfélag á hliðina með þetta siðblinda DRASL upp í brúni á þjóðarskútunni."

"Samtöl Más og Jóhönnu leiddu til þess að Lára V. Júlíusdóttir, formaður bankaráðs Seðlabanka og náin samstarfsmaður Jóhönnu til margra ára, lagði fram tillögu um launauppbót handa Má upp á 400 þús. kr. á mánuði. Lára V. hefði aldrei tekið upp á því af sjálfsdáðum að setja fram tillögu um launauppbót. Það er einfaldlega óhugsandi."  Sannleikurinn er augljós en stórskotalið spunameistara Samspillingarinnar voru setir í málið í stað þess að Jóhann hefði átt að stíga strax fram og viðurkenna fáranleg mistök.  Ég neyta að trúa að hún & Samspillingin komist upp með hvað sem er!  Nú er mál að linni - þessi aumurlega & stórhættulega ríkisstjórn verður að fara frá!

kv. Heilbrigð skynsemi (www.fun.blog.is)

Jakob Þór Haraldsson (IP-tala skráð) 6.6.2010 kl. 11:36

3 identicon

Nú verða allir að fara að grenja

spritti (IP-tala skráð) 6.6.2010 kl. 11:39

4 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Páll. hefur þú sannanir fyrir þessu?

Ég verð að viðurkenna að ég treysti ekki einu sinni tölvupóstum lengur? Hvernig væri að athuga falska aðstoðar-umhverfi Jóhönnu?

Rétt skal vera rétt og ekki síst satt! M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 6.6.2010 kl. 12:30

5 identicon

Ráðning í LYKILSTÖÐUR fyrir luktum leik-tjöldum .  Var ekki einhver sem réð sjálfan sig sem Seðlabankastjóra eftir að hafa verið Forsætisráðherra ?  Halló íslendingar ! Vöknum af dvalanum.

Nú þarf að verða breyting á hér á landi - og það þýðir "byltingu" í víðasta skilningi þessa orðs. Er það ekki sanngjörn og eðlileg ályktun ?

Hákon Jóhannesson (IP-tala skráð) 6.6.2010 kl. 12:54

6 identicon

Sæll.

Það sem þú bendir á er vissulega rétt en svo er annar vinkill á þessu. Hann er sá að búið var að ákveða hver fengi stöðuna áður en auglýst var og áður en dómnefnd  var skipuð. Ég sjálfur var mjög ósáttur við útkomu hennar (sem nú virðist hafa verið fyrirfram ákveðin) m.a. vegna Más og Arnórs Sighvatssonar sem hækkaður var í tign og gerður að aðstoðar seðlabankastjóra eftir að hafa verið yfirhagfræðingur á tímabilinu sem SÍ stóð sig sem verst í aðdraganda hrunsins. Ennfremur get ég ekki séð hvernig hann getur alveg svarið af sér þetta gífurlega útlánatap SÍ til bankanna skömmu fyrir hrun þeirra frekar en aðrir stjórnendur SÍ!!

Skattgreiðendur ættu að heimta að dómnefndarmenn endurgreiði laun sín, ekki verður séð að þörf hafi verið á dómnefnd!

Helgi (IP-tala skráð) 6.6.2010 kl. 16:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband