Jóhanna staðin að ósannindum

Jóhanna Sig. forsætisráðherra hefur ítrekað neitað því að hafa gefið Má Guðmundssyni Seðlabankastjóra vilyrði um launauppbót. Tölvupósturinn í meðfylgjandi frétt tekur af öll tvímæli um að Jóhanna ræddi við Má um að bæta honum upp að hann fór úr betur launuðu starfi í útlöndum í Seðlabankann.

Tölvupósturinn sýnir okkur hrollvekjandi heim nýju valdaelítunnar á Íslandi þar sem Már fer fram á sérstaka samúð vegna þess að almennar skattahækkanir á Íslandi muni rýra kjör hans. Hér talar hæst launaði embættismaður landsins.

Jóhanna Sig. er búin að vera sem stjórnmálamaður.


mbl.is Már og Jóhanna ræddu launin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ekki finnst mér hlutur Más mjög glæsilegur heldur.

Grefillinn Sjálfur - Koma svo! (IP-tala skráð) 5.6.2010 kl. 19:44

2 identicon

Mér er í sjálfu sér nokk sama hvort Már þénar millu eða 1300 kall.  Óheiðarleiki og smæð Jóhönnu er miklu merkilegra fyrirbæri en lýðskrumið sprakk í andlitið á henni.

Gylfi Gylfason (IP-tala skráð) 5.6.2010 kl. 19:50

3 identicon

Er enginn hvorki Mbl eða þið hin að ná stóru fréttinni í þessu máli ? Samkvæmt þessu þá er verið að ræða við Má um væntanleg launamál hans meðan umsóknarferlið er enn í gangi. M.ö.o. þá er búið að lofa Má starfinu fyrir fram og Jóhanna hefur aðra umsækjendur að fíflum. þetta eru þá nýju vinnubrögðin hjá Samfylkingunni, stórum embættum ráðstafað til vina og flokksfólks fyrir lok umsóknarferlis og áður en vitað er hvort aðrir hæfir umsækjendur sækja um.

HH (IP-tala skráð) 5.6.2010 kl. 20:03

4 identicon

Staðin að lygum og 27% fylgishruni Samfylkingarinnar er augljóst að tími heilagrar Jóhönnu er liðinn.

 Varla er varaformaðurinn í betri málum. Lyftir flokki trúða í embætti borgarstjóra höfuðborgarinnar .

 Skyldi Margrét Frímanns., hafa laus pláss á Litla-Hrauni ?!!

Kalli Sveinss (IP-tala skráð) 5.6.2010 kl. 20:25

5 Smámynd: Árni Gunnarsson

Nýr flötur Kalli Sveinss! "Lyftir flokki trúða í embætti borgarstjórnar höfuðborgarinnar."

Mér hefur skilist á öllum sjálfstæðismönnum sem hafa tjáð sig um samstarf Besta flokksins og Samfylkingarinnar að það hafi verið brot á lýðræðisreglum.

Þeir segja allir að Jóni Gn. og félögum hafi beinlínis verið skylt að velja Sjálfstæðisflokkinn sem hafi komið miklu sterkari út úr kosningunum.

Og sumir eru svo voða, voða, voða reiðir við Gnarrinn vegna þess að velja ekki Hönnu Birnu!

Nú veit ég ekki lengur mitt rjúkandi ráð og þá er nú langt gengið.

Hún var heppin hún Hanna birna að Jón varð ekki nógu skotinn í henni.

Hefði hún kannski verið afskrifuð af flokknum sínum ef hún hefði tekið saman við Jón og barasta verið rokið í að panta næsta pláss á Litla-Hrauni?

Árni Gunnarsson, 5.6.2010 kl. 20:50

6 Smámynd: Elle_

Já, Jóhanna Sigurðardóttir hefur logið einu sinni enn.

Elle_, 5.6.2010 kl. 20:58

7 Smámynd: Óskar

Hverju laug hún ?  Hvar kemur fram í þessum texta að hún hafi svarað þessum tölvupósti eða aðhafst eitthvað í málinu ?  Getið þið bent á það ? 

Náhirðin fer mikinn núna en eins og venjulega er nákvæmlega ekki neitt á bak við ásakanir pakksins sem setti landið á hausinn.  Þetta lið ætti að skríða aftur í holurnar sínar og halda kjafti meðan verið er að þrífa skítinn eftir það.

Óskar, 5.6.2010 kl. 21:06

8 Smámynd: Elle_

Já, Óskar, við getum bent á hvar Jóhanna Sig. laug.  Jóhanna hafði neitað opinberlega að hafa haft nokkuð með þetta mál að gera.  Kallast LYGI á mannamáli.   Og ekki lengur hægt að líða það af stjórnmálamönnum.

Elle_, 5.6.2010 kl. 21:11

9 Smámynd: Óskar

Kallast það að hafa eitthvað með málið að gera þó hún hafi fengið tölvupóst ?  Ég fæ fullt af tölvupósti frá Nígeríu þar sem mér er boðið að taka þátt í peningaþvotti.  Hef ég þá eitthvað með þau mál að gera ?

hvar kemur fram að hún hafi svarað þessum tölvupósti og hvert er þá efni þess eða þeirra pósta ?  Ekki orð um það!  Þetta er dæmigert náhyrðarskúbb, dæmigert fyrir pakkið sem setti landið á hausinn og þvælist fyrir öllum björgunaraðgerðum.  Djöfull er ég orðinn þreyttur á þessu landráðahyski.

Óskar, 5.6.2010 kl. 21:16

10 Smámynd: Elle_

Og hvaða náhirð ertu að tala um, Óskar???  Ætla að vona að þú ætlir ekki að klína pólitískum flokkum upp á okkur.   Og stóra spurningin: Hver er að þrífa upp skít?  Og enginn þarf að segja okkur að Jóhanna hafi ekkert vitað.  Óþarfi að verja aumustu landstjórn í manna minnum. 

Elle_, 5.6.2010 kl. 21:19

11 Smámynd: Óskar

alveg burtséð frá náhyrðarpælingum Elle þá ætla ég að spurja þig aftur af því, vegna þess að þú svaraðir ekki,- hverju laug Jóhanna?  Hvar kemur fram að hún hafi svarað þessum pósti eða lofað launahækkun ? 

Óskar, 5.6.2010 kl. 21:23

12 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Tölvupóstar í fréttinni staðfesta að Már og Jóhanna ræddu mögulega launauppbót.

Um neitun Jóhönnu sjá t.d. blogg Magnúsar Þórs

http://www.magnusthor.blog.is/blog/magnusthor/entry/1064200/?fb=1

Páll Vilhjálmsson, 5.6.2010 kl. 21:30

13 Smámynd: Óskar

Það kemur aðeins fram að Már hafi beðið um hærri laun.  Þarna er hvergi að finna að honum hafi verið svarað og hvað þá að honum hafi verið lofað hærri launum eins og þið eruð að ýja að.  Hvað hafið þið fyrir ykkur í því ?

Óskar, 5.6.2010 kl. 21:33

14 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

„Ég vona að til þess komi ekki, enda ekki víst að þeir eigi auðvelt með að skilja hvernig hægt er að breyta kjörum seðlabankastjóra stórlega í miðju umsóknarferli.

Ég býst við að heyra frá þér á morgun eða þriðjudag og bind vonir við að þú finnir einhverja viðunandi lausn á þessu erfiða máli," segir hann [Már].

Ofanritað er úr fréttinni. Augljóst er að Már og Jóhanna ræddu launamálin.

Páll Vilhjálmsson, 5.6.2010 kl. 21:40

15 Smámynd: Dingli

Hvernig stendur á því að mér finnst margt merkilegra að gerast í heiminum, en hvort íslenskur stjórnmálamaður laug eða ekki um mál sem skiptir engu máli. Geirharður sagði ekki satt orð í fjölmörgum viðtölum dagana fyrir hrun og sjálfsagt laug hann oft að þjóðinni. I. Sólrún taldi það skyldu sína að' ganga á bak orða sinna. Stjórnmálamenn hafa svo oft logið viðstöðu og blygðunarlaust að okkur að ekki verður tölu á komið.

Dingli, 5.6.2010 kl. 21:54

16 identicon

Jóhanna sagðist ekki hafa gefið nein fyrirheit um launin. Það þýðir ekki að launamálin hafi ekki verið rædd.

Doddi (IP-tala skráð) 5.6.2010 kl. 21:57

17 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Óskar í hvaða afneitun ertu gegn okkur þegnum þessa lands?

Sigurður Haraldsson, 6.6.2010 kl. 01:15

18 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Já Óskar sammála því sem þú segir um landráðahyskið - ég er líka þreyttur á því og tel farsælast að efna til kosninga sem fyrst til þss að losna við það úr ráðherrastólunum.

Ólafur Ingi Hrólfsson, 6.6.2010 kl. 04:33

19 identicon

Hvernig stendur á því að Morgunblaðið hefur aðgang þessum tölvupóstum? Hefur morgunblaðið aðgang að öllum tölvupósti í stjórnsýslunni? Er það háð visku og velvild hins alvitra ritstjóra Mbl hvað landsmenn fá að lesa? Ef mbl hefur þennan aðgang eiga þá ekki aðrir fjölmiðlar sama rétt?

hrafn arnarson (IP-tala skráð) 6.6.2010 kl. 06:42

20 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Svarið við síðustu spurningunni er nei, það var ekki haft samráð við forsætisráðherra eða fjármálaráðherra um þetta mál. Ég hef gefið alveg skýr svör í þessu máli. Það hafa engin loforð eða fyrirheit verið gefin enda ekki á mínu færi að gefa slík loforð. Laun seðlabankastjóra fara eftir lögum og ákvæðum um Seðlabankann og ekki síst niðurstöðu kjararáðs. Ég sé ekki eftir niðurstöðu kjararáðs að það sé eitthvert svigrúm til þess að beita ákvæðum sem eru í seðlabankalögunum í þessu efni til að hækka launin."

Þetta er svar Jóhönnu. Hvar segist húna aldrei hafa talað við Má? Hún hefur greinilega rætt við Má, en hún svarar aldrei tölvupóstinum og gætir sín á að fara að lögum. Hún gaf engin loforð og engin fyrirheit. Hver eru ósannindin sem hún hefur orðið uppvís af?

Svanur Gísli Þorkelsson, 6.6.2010 kl. 07:44

21 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

,,Svarið við síðustu spurningunni er nei, það var ekki haft samráð við forsætisráðherra eða fjármálaráðherra um þetta mál."

Þetta sagði Jóhanna 6. maí á alþingi. Tölvupóstarnir sýna að samráð var haft. Már leitaði til Jóhönnu og fékk áheyrn. Náin samstarfskona Jóhönnu til margra ára, Lára V. Júlíusdóttir, taldi að viðtökurnar sem Már fékk hjá Jóhönnu væru þess eðlis að hún lagði fram tillögu um launauppbót.

Páll Vilhjálmsson, 6.6.2010 kl. 09:43

22 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Hvergi kemur fram í tölvupóstinum að loforðið um launahækkunina til seðlabankastjórans hafi verið gefið af Jóhönnu.

Jóhanna fullyrðir í svari sínu til alþingis að um það mál (loforðið um launahækkunina) hafi ekki verið haft samráð við forsætisráðherra eða fjármálaráðherra.

Af gögnunum sem fyrir liggja er ekkert sem gefur til kynna að Jóhanna sé staðin af ósannindum eins og þú vilt halda fram.

Það sem þú segir um samskipti Jóhönnu við Láru um þetta mál hljóta að vera getgátur þínar Páll.

Svanur Gísli Þorkelsson, 6.6.2010 kl. 10:06

23 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Svanur, það er rétt að ekki kemur fram í þessum gögnum að Jóhanna hafi gefið nein loforð, það er hinsvegar erfitt að skilja þennan póst frá Má öðru vísi en að hann sé að vitna í eitthvert loforð.

Það er líka rétt að það kemur heldur ekki fram að Jóhanna hafi svarað þessum pósti. Við skulum rétt vona að hún hafi gert það, annað væri ókurteysi og virðingarleysi við verðandi seðlabankastjóra, auk þess sem það væru alvarleg afglöp í starfi að svara ekki þeim pósti sem snúa beint að stjórn landsins.

Gunnar Heiðarsson, 6.6.2010 kl. 10:46

24 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Það er ljóst að einhver er ekki að segja satt í þessu máli. Kjósendur eiga fullann rétt á að fá úr því skorið hvort seðlabankastjóri og formaður stjórnar bankans eru að ljúga eða hvort forsætisráðherra er að ljúga. Hvort heldur er, er um alvarlegan hlut að ræða og þeir eða sá aðili sem ekki segir satt brottrækur úr sínu embætti!!

Gunnar Heiðarsson, 6.6.2010 kl. 10:50

25 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Sæll Gunnar. Þú setur málið þannig upp að það er ómögulegt fyrir Jóhönnu að hafa ekki brotið eitthvað af sér :) 

það þarf ekki endilega að hafa verið ókurteisi og virðingarleysi þótt hún hafi ekki svarað þessum pósti. Henni var eflaust ljóst að frekari aðkoma að þessu máli, samningar um kaup og kjör, var óviðeigandi. Málinu var beint í þann farveg sem það átti heima, inn í Seðlabanka.

Og um hvaða lygar nákvæmlega ert þú að tala?

Svanur Gísli Þorkelsson, 6.6.2010 kl. 11:07

26 identicon

Það sem ég skil ekki er af hverju Jóhanna var ekki bara hreinskilin með þetta mál. Þið sem eruð að verja hana segið að hún hafi aldrei neitað að hafa fengið tölvupóst þar sem launalækkun var rædd eða að hún hafi aldrei svarað þessum tölvupósti. Hún hafi BARA neitað að hafa gefið loforð um að hækka launin.

Af hverju sagði hún ekki bara þegar hún var spurð að það hefðu verið umræður í ráðuneytinu um launin. Af hverju sagði hún ekki að hún vissi af umræðum um málið. Hún vissi að hún hafði fengið þennan tölvupóst, ekki satt?

Svo finnst ykkur rosalega merkilegt að hún hafi náð að segja sem minnst um málið á þingi án þess að ljúga. Veiii, til hamingju, hún komst upp með að vera á gráasta svæði sem um getur.

Hún sýndi hroka við fyrirspurnum á þingi, svona eins og þær ættu alls ekki rétt á sér. 

Hún höndlaði þetta mál bara hrikalega illa. Ég sætti mig ekki við forsætisráðherrasem getur ekki sagt allan sannleikann heldur þarf að felahluti með eitthverju asnalegu ráðabruggi þar sem hún passaði sig þó á því að ljúga aldrei nákvæmlega.

Björn Ívar (IP-tala skráð) 6.6.2010 kl. 12:00

27 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Hvenær hefur hreinskilni verið einhver metin að verðleikum í pólitík Björn Ívar?

Flokkapólitíkin er þess eðlis að fólk keppist um að finna höggstað á andstæðingum sínum og notfæra sér allt það sem gæti komið þeim í koll. Hún býður einfaldlega ekki upp á opinskáa umræðu.

Jóhanna svaraði vissulega spurningum Sigurðar og hélt sig að mestu leiti við staðlað mál pólitíkusa. En að hún hafi verið "staðin að ósannindum" eru miklar ýkjur.

Svanur Gísli Þorkelsson, 6.6.2010 kl. 12:35

28 identicon

Að segja að hreinskilni sé ekki metin af verðleikum í pólitík er hneisa Svanur Gísli.

 Líklega eftirtektarverðasti kostur í fari stjórnmálamanns og hingað til hefur Jóhanna staðið fyrir einmitt það, hreinskilni.

Það er farið og orðspor hennar er slíkt að hún á að sjá sóma sinn í því að stíga til hliðar eins og reyndar þessi stjórn á að vera löngu búinn að gera.

Björn Ívar (IP-tala skráð) 6.6.2010 kl. 17:36

29 identicon

Alveg óskylt þessu máli, þá er ég orðinn mjög þreyttur á þessu hægri þjóðrembu liði sem endalaust staglast á "föðurlandssvikum" og "okkur þegnum þessa lands"! Sem námsmaður í stjórnmálafræði þá er þetta skólabókardæmi, hægri menn sem þjösnast á þjóðrembunni, spila inná þá strengi meðal fólks miskunnarlaust, við Íslendingar á móti heiminum. Þetta er auðvitað rugl, og hættuleg braut, nákvæmlega það sama og Hitler gerði í Þýskalandi nasismans. Varið ykkur bara á þessari öfga þjóðrembu.

Magnús (IP-tala skráð) 6.6.2010 kl. 18:43

30 Smámynd: hilmar  jónsson

Segðu Magnús...

hilmar jónsson, 6.6.2010 kl. 18:51

31 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

´"Már Guðmundsson, Seðlabankastjóri, Lára V. Júlíusdóttir, formaður bankaráðs Seðlabanka Íslands,og  Ragnhildur Arnljótsdóttir, ráðuneytisstjóri í forsætisráðuneytinu hafa öll komið fyrir efnahags- og skattanefnd Alþingis vegna þessa máls og staðfest að forsætisráðherra hafi engin vilyrði eða loforð gefið varðandi laun seðlabankastjóra. Þá eru gögn málsins og þar á meðal tölvupóstasamskipti forsætisráðuneytisins sem málið varða opinber og hafa verið lögð fram í efnahags- og skattanefnd Alþingis"

Afdráttarlausara verður það ekki.

Svanur Gísli Þorkelsson, 6.6.2010 kl. 19:18

32 Smámynd: Tómas H Sveinsson

Páll og áhangendur. Eru engin takmörk fyrir því hve þið getið velt ykkur lengi uppúr óhróðri og lygum?

Tómas H Sveinsson, 7.6.2010 kl. 14:32

33 Smámynd: kallpungur

Siðareglur samfylkingarinnar eru einfaldar og í þremur liðum:

1. Don't Get Caught.

2. If Caught lie.

3. If you can not lie spin

kallpungur, 7.6.2010 kl. 19:20

34 Smámynd: Karl Ólafsson

Og siðareglur x-D:

Repeat until True
  Let them deny it
End

Karl Ólafsson, 8.6.2010 kl. 01:37

35 Smámynd: Guðmundur Jónsson

Skíturinn er þarna það sjá hann allir sem vilja sjá.

 Það er hinsvegar engum til sóma að velta sér uppúr honum. 

Guðmundur Jónsson, 8.6.2010 kl. 10:23

36 identicon

Þeir sem horfðu á Kastljósið, sama hvar í flokki þeir sitja, og fullyrða að Jóhanna hafi sagt sannleikann eru vitfirrtir geðsjúklingar !!

Jóhanna var minn uppáhalds stjórnmálamaður um árabil, en verk hennar sem forsætisráðherra eru fyrir neðan allar hellur !!

Aldrei bjóst ég þó við því að hún færi að ljúga eins og atvinnumaður. Það er sorglegt að þessi fyrrum ærlegi stjórnmálamaður hafi náð að jarða góðan feril sinn á einungis einu ári.

Hún er orðin eins ógeðfeld og hægt er að vera !!

runar (IP-tala skráð) 8.6.2010 kl. 19:34

37 Smámynd: Dingli

Varla trúi ég því að e-hvert ykkar láti fábjána svipta ykkur svefni.  

Dingli, 8.6.2010 kl. 20:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband