Auðrónamix Arion selur ekki

Arion banka verður ekki kápan út því klæðinu að fæða óseðjandi Baugsfjölskyldu, hagnast á því í leiðinni og sleppa með orðspor bankans í lagi. Baugsfjölskyldan er samnefnari fyrir útrásarhrunið og ætti ekki undir nokkrum kringumstæðum að fá aðstoð til að halda gjaldþrota rekstri gangandi.

Arion banki ætlar sér væntanlega að vera hluti af atvinnulífinu á Íslandi til frambúðar. Bankinn verður að sýna samfélagin lágmarkstillitssemi með því að fjármagna ekki hrunmennina.

Hver á annars Arion banka?

 


mbl.is Skráningu Haga frestað til hausts
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það sem er að í grunninn er að það vantar "empatíu" eða samúð með fólkinu í landinu. Hér á "elítan" - fámennur hópur forhertra óreiðumanna - að geta troðið endalaust á almenningi. Græðgin, mannvonskan og yfirgangurinn er yfirgengilegur.

Hvers vegna gerðu gerspillt stjórnvöld borgurum þessa lands ekki grein fyrir því fyrir löngu hvert margumræddir ICESAVE peningar fóru í reynd ?  Hér var allt vitlaust í marga mánuði út af þessu rugli. Nei - þeir snéru bökum saman og þögðu allir sem einn.

Peningarnir - innlán útlendinganaa fóru nefninlega að stórum hluta í ginið á Kaupþingi sem nú er klætt í nýtt nafn - ARION Banki -  þar sem veruleikafirrtir  fjársvikamenn tóku við peningunum og komu þeim undan. Þessu var leynt lengi vel og hefur verið þaggað kyrfilega. Þetta er kjarni málsins og er ömurleg og óheiðarleg framkoma - við fólkið í landinu sem nú á að greiða þjófnaðinn - og viðkomandi til ævarandi skammar. Nöfn þessara einstaklinga verða rituð í Íslandsöguna.

Hákon Jóhannesson (IP-tala skráð) 5.6.2010 kl. 14:50

2 identicon

Hér kemur réttur tenglill á frétt RÚV: Peningarnir - innlán útlendinganna fóru nefninlega að stórum hluta í ginið á Kaupþingi sem nú er klætt í nýtt nafn - ARION Banki -  þar sem veruleikafirrtir  fjársvikamenn tóku við peningunum og komu þeim undan.  Eyjan fjallaði líka um þennan ömurlega gjörning 18. apríl s.l.  Icesave-peningar runnu til Kaupþings og fimm vildarfyrirtækja

Góð vísa er ekki of oft kveðin.

Hákon Jóhannesson (IP-tala skráð) 5.6.2010 kl. 14:56

3 identicon

Þú hittir naglann á höfuðið í síðustu spurningunni. Hver á bankann. Hver hefur mesta ást á útrásarvíkingunum? Þeir sjálfir?

Elvar Eyvindsson (IP-tala skráð) 6.6.2010 kl. 07:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband