Grín og alvara Jóns Gnarr

Jón Gnarr segist alveg treysta fólki til að gera upp á milli þess sem er grín annars vegar og hins vegar alvara. Til skamms tíma hélt þorri fólks að stjórnmál væru alvara. Jón Gnarr grínvæddi stjórnmálin í borgarstjórnarkosningunum.

Jón Gnarr segist ekki hata Dani. Gott og vel. Fyrirlítur hann fólk sem á um sárt að binda eða stendur höllum fæti í lífinu? Í kosningabaráttunni talaði Besti flokkur Jóns um ,,aumingjana" sem átti að gera hitt og þetta fyrir í stefnuskrá sem ekkert var að marka.

Jón Gnarr þarf að tilkynna hvenær gríninu lýkur og alvaran tekur við.


mbl.is Allt það besta komið frá Dönum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Brattur

Ég náði ekki að lesa nema helminginn...

Brattur, 5.6.2010 kl. 17:58

2 identicon

hvað hafa sjórnamál hér á landi annars snúist um annað en leiðindi og valdamannaplott, endalausar blekkingar og rifrildi milli valdagráðugu spillingarsinnanna.

Það er kominn tími til að innleiða hér jákvæðni og ferskan anda inn í stjórnmálin sem Besti flokkurinn stendur fyrir, fólk vill breytingar og þær eru loksins orðnar að veruleika.

ugla2 (IP-tala skráð) 5.6.2010 kl. 18:04

3 Smámynd: Óskar Arnórsson

Jäon Gnarr tekur þá áhættu að sera hann sjálfur enn ekki leikari sem leikur leiðindaskjóðu þá sem stjórmálamenn temja sér. Það tilheyrir því að geta verið manneskja og sagt brandara, samtímis að ræða málin af fullri alvöru. Ef meirihluta þjóðarinar finnst þægilegra að hafa Jón Gnarr sem Borgarsjóra enn einhvern anna sem er í boði, ættu kanski menn að hugleiða hvað veldur?

Besti Flokkurinn stendur fyrir nýrri tegund af hugsun, enn ekki ábyrgðarleysi. Tími gengdarlauss ábyrgðarleysis er liðin og tími "normalstíma" er að sjá dagsins ljós. Það verða alltaf til manneskjur sem vilja lifa í myrkri og þrasi enn meirihlutinn vill það ekki...

Óskar Arnórsson, 5.6.2010 kl. 18:16

4 identicon

En spurningin er. Hversu lengi stenst hann spillinguna, þegar hann er sjálfur kominn í ljónagryfjuna og þarf að standast öll gylliboðin, sem pakkið otar að honum í tíma og ótíma. Við vitum hvernig stjórnmál eru!

V. Jóhannsson (IP-tala skráð) 5.6.2010 kl. 18:18

5 Smámynd: Finnur Bárðarson

Hvað er grín og hvað er alvara, fer þetta tvennt ekki bara ágærlega saman ?

Finnur Bárðarson, 5.6.2010 kl. 18:20

6 Smámynd: Óskar Arnórsson

Mér finnst það léttara að hlusta á mann eins og Jón Gnarr útskýra málið enn þá virkilegu leikara sem eru búnir að vera fastir í einhverju hlutverki sem öll hljóma eins...

Óskar Arnórsson, 5.6.2010 kl. 18:27

7 Smámynd: Hafsteinn Björnsson

Mig langar að spyrja Óskar hvaðan hann hafi það að meirihluti þjóðarinnar vilji Jón Gnarr sem borgarstjóra? Man ekki betur en samkvæmt könnun fyrir kosningar hafi 35% borgarbúa viljað hann sem borgarstjóra en 70% sögðust á sama tíma vilja Hönnu Birnu. Og svona til upprifjunar þá voru íhaldið og besti með nánast sama fylgi þegar talið var upp úr kjörkössunum :) Og borgarbúar eru ekki öll þjóðin þó svo hluti þeirra sé stór af heildinni :)

Hafsteinn Björnsson, 5.6.2010 kl. 18:34

8 Smámynd: Landfari

Mikið rosalega ertu sár Páll minn yfir velgengni Jóns.

Reyndu að líta á björtu hliðarnar.

Þeir eru ekkert feimnir í Besta flokknum að viðurkenna að þeir hafi ekki þekkingu á öllum málum, öfugt við flesta "alvöru" (ég legg áherslu á gæsalappirnar) stjórnmálamönnum. Þeir segja hreint út að þeir ætli að leita sér upplýsinga og álits hjá fagmönnum í þeim málum.

Ég trúi ekki að niðurstaðan verði verri en sú sem við höfum upplifað hjá þessum sem kalla sig "alvöru" pólitíkusa.

Það kemur allavega fljótlega í ljós hvort við fáum endursýningu á "Borgarstjórasirkusinum" sem sýndur var hér um árið.

Landfari, 5.6.2010 kl. 18:41

9 Smámynd: Óskar Arnórsson

Afsakið! Meirihluti Reykjavíkur átti þetta að vera... nei Reykjavík er ekki þjóðin, enn næstum helmingurinn samt...ég gleymdi þessu með Reykjavík og restin af landinu.. Annars tek ég undir með Landfara sem segir allt sem þarf að segja.

Óskar Arnórsson, 5.6.2010 kl. 18:49

10 identicon

Páll Vilhjálmsson, þú bitri litli karl. Því ertu svona rosalega bitur út í Besta flokkinn. Þetta er sá flokkur sem meira en þriðjungur borgarbúa treystir hvað best til þess að stýra borginni í dag, er ekki málið að gefa flokknum séns áður en þú þykist hafa efni á því að hrauna yfir hann.
Svo held ég að fólk ætti að varast það að taka nokkurt mark á þér,
þú gamli allballi sem hefur algerlega snúist og ert kominn undir sængina hjá Sjálfstæðisflokknum.

Guðmundur Freyr (IP-tala skráð) 5.6.2010 kl. 23:24

11 identicon

"undir sængina hjá framsóknarflokknum" átti þetta nú að vera.

Guðmundur Freyr (IP-tala skráð) 5.6.2010 kl. 23:31

12 Smámynd: Einhver Ágúst

Eeee Hafsteinn 35% plús 70% er 105%...hvað ert þú að vitna í? Hverjar voru spurningarnar bakvið kannanirnar og hver lét gera þær?

Það þarf að spyrja sig þess....

Kv Ágúst

Grín og alvara eiga sér ekki tiltekna tíma í stundaskrám eð aexcel fælum, það er soldið trixið við gott grín, tímasetningar eru þar lykilatrið jafnvek framyfir efnistök. Samanber Hitler mynd Chaplins og fleira slíkt.

Einhver Ágúst, 6.6.2010 kl. 10:52

13 identicon

Gengi stjónmálamanna á Íslandi féll í frjálsu falli með krónunni þegar leiðindin í bankakerfinu duttu yfir almenning.  Fylgi Besta flokksins er farvegur reiðinnar sem með réttu beinist að iðkendum stjónmála á Íslandi.  Þó svo að græðgi spilltra auðmanna hafi ráðið feigðarflaninu ´- verður að hafa hugfast að viðkomandi stofnanir þjóðfélagsins, með Alþingi á toppnum, brugðust gjörsamlega.  Við þessar aðstæður er "grínframboð"  (sem ég tek af fúlustu alvöru) sjálfsagður og kærkominn öryggisventill fyrir kjósendur í Reykjavík.  Látum svo Jón sýna hvað í honum og hans fólki býr og lofum mey að morgni.

Vilhjálmur Grímsson (IP-tala skráð) 6.6.2010 kl. 15:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband