Frambjóðendur sem hræðast stjórnmál

Héralegasta framboðið er samfylkingarlistinn í Reykjavík. Frambjóðendur Samfylkingarinnar þora ekki að hafa skoðun á máli málanna, samspili spillingar í stjórnmálum og hruninu. Hjálmar Sveinsson, sem skipar fjórða sæti listans, segir það ekki hlutverk hans og framboðsins að ganga fram fyrir skjöldu og krefjast afsagnar fyrrum borgarstjóra Samfylkingarinnar, Steinunnar Valdísar Óskarsdóttur, sem þáði tugmilljónastyrki útrásarfyrirtækja.

Rök Hjálmars eru þessi

Hins vegar væri það lúalegt af okkur borgarstjórnarframbjóðendum að fara að krefjast þess núna [þ.e. afsagnar Steinunnar Valdísar]  rétt fyrir kosningar, og ekki okkar hlutverk.

Ástæðan fyrir andúð almennings á stjórnmálamönnum er hræðsla þeirra við að taka afstöðu til brýnustu málefna samtímans.

Þegar frambjóðandi Samfylkingarinnar segir það ekki sitt hlutverk taka afstöðu til pólitískra prinsippmála er engin ástæða til að taka viðkomandi alvarlega. Þá er heiðarlegt grín betri kostur.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

En hvað með Dag B Eggertsson, er hann stikkfrí?

Jóhann Elíasson, 27.5.2010 kl. 11:06

2 identicon

Mjög rétt.

Samfylkingin vanmetur þau áhrif sem það hefur haft á kjósendur að flokkurinn skuli mynda skjaldborg um spillinguna og mútuþegana. Það kann að vera vegna þess að Dagur B. Eggertsson þáði um sex milljónir króna "í styrki" fyrir einar kosningar. Hann er í hópi "ofurstyrkþegana".

Þetta er ein helsta ástæða þess að svo margir geta hugsað sér að kjósa Gnarr eða ætla að sitja heima.

Vantraustið í garð gömlu flokkanna er algjört. Það er ekki að undra. Þessir flokkar hafa reynst algjörlega ófærir um að taka á spillingunni í eigin röðum. Þetta fólk verðskuldar ekkert traust og stjórnmálaástandið er sannast sagna skelfilegt.

Algjörlega óhæf og úrræðalaus ríkisstjórn skiptir að mínu mati minna máli en spillingin og "styrkirnir".

Flokkarni hafa gjörsamlega mislesið í stöðuna og hafa reynst ófærir um að knýja fram afsagnir, uppgjör og breytingar.

Þess vegna höfnum við þeim á laugardaginn.

Steini (IP-tala skráð) 27.5.2010 kl. 11:10

3 identicon

Sammála Steina.

 Flokkarnir höfðu tækifæri til að bregðast við spillingunni en annaðhvort vildu það ekki eða gátu ekki.

Nú er verið að segja frá því að samfylkingarnefndin ætli ekki að taka á mútum sem Steinunn Valdís tók við.

Nú er mælirinn fullur!

Dagur B. er líka styrkþegi alveg eins og pakkið í Sjálfstæðisflokknum.

Við höfnum þessu spillingarpakki öllu á laugardaginn.

Ragnheiður (IP-tala skráð) 27.5.2010 kl. 11:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband