Klofningurinn eflir Vg

Andófsdeildin í Vinstrihreyfingunni grænu framboði heldur lífinu í flokknum. Almenningur þekkir hugsjónastjórnmálamenn frá sérgæskuliðinu. Ögmundur, Lilja Móses, Guðfríður Lilja og Ásmundur eru stjórnmálamenn grasrótarinnar. Þau eru ástæðan fyrir því að fjöldaflótti er ekki brostinn á fylgi Vg líkt og S-flokkarnir finna fyrir.

Jóhanna Sig. kom fram í RÚV-fréttum að skamma andófsliðið. Ögmundur kvittar fyrir í dag.

Almenningur setur þó takmörk fyrir aðdáun sinni á hugsjónafólki. Karlahatarinn í fyrsta sæti lista Vg í Reykjavík liggur utan marka.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Þetta er góð grein hjá Ögmundi. Hann kýs hinsvega að sleppa því að tala um ýmis önnur mál sem VG hafa staðið að. Þar hefur hann ýmist verið sammála eða haldið sig til hliðar.

Má þar nefna meðal annars; samstarf við IMT, inngöngu í ESB, innskatt á séreignarsparnað og ýmis fleiri mál.

Að vísu stóð Ögmundur gegn icesave, í raun ekki gegn samningnum heldur meðferðinnu á málinu í þingi, þegar keyra átti það gegn um þing án þess að þingmenn fengju að sjá samninginn.

Þar var hann fyrst og fremst að standa vörð um það loforð flokksins til kjósenda að pukurstjórnmál ættu ekki að líðast lengur.

Hvort þessar deilur muni styrkja flokkinn er ekki gott að segja. Meiri líkur eru á að hann klofni formlega. Hvort sama stjórn muni þá sitja sem minnihlutastjórn varin af þeim nýja flokki er ekki gott að segja.

Alla vega er ljóst að nú ríkir stjórnarkreppa og hefur í raun verið svo frá því í fyrra sumar. Stjórnin getur ekki tekið á neinum stærri málum, jafnvel minni málin eru að velkjast fyrir henni. Þó stjórnin hafi tæknilegan meirihluta og stæðist væntanlega vantraust tillögu, er engu að síður stjórnarkreppa!

Gunnar Heiðarsson, 26.5.2010 kl. 12:00

2 identicon

Góð grein hjá Ögmundi, hann fer samt með nokkrar staðreyndavillur, þegar hann segir að VG sé eini flokkurinn sem vill náttúruauðlindir í eign þjóðarinnar;  Í málefnaskrá Frjálslyndaflokksins segir m.a.;

8. Nýting og vernd náttúruauðlinda
Frjálslyndi flokkurinn leggur ríka áherslu á að íslenskar náttúruauðlindir verði á forræði íslenskra borgara og erlendir aðilar nái ekki eignarhaldi á þeim.

Frjálslyndi flokkurinn berst fyrir ábyrgri landnýtingu og vernd þannig að þjóðin búi í landi sínu í sem mestri sátt við náttúna.
Atvinnulífið ber samfélagslega ábyrgð á landnýtingu og náttúruvernd. Þessi ábyrgð lítur m.a. að því að varðveita náttúruauðlindir, gæta að sjálfbærri þróun og endurnýtingu auðlinda.
9. Skattamál
Standa ber sérstakelga vörð um ráðstöfunartekjur láglaunafólks, aldraðra og öryrkja. Setja skal frítekjumark vegna lífreyristekna úr almennum lífeyrissjóðum.
Tryggt verði að þegar greiddur er út uppsafnaður lífeyrir frá lífeyrissjóðum, sé skattstjóra skylt að tekjudreifa greiðslum þannig að skattaafsláttur einstaklinga nýtist sem best

asthildurcesil (IP-tala skráð) 26.5.2010 kl. 13:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband