Yfirveðsettur bæjarstjóri og sterahagkerfi Magma

Árni Sigfússon bæjarstjóri Reykjanesbæjar braskaði og tapaði í útrásinni. Um það vitnar húseign bæjarstjórans suður með sjó en íbúðarhúsnæðið er veðsett fyrir tvöföldu andvirði þess. Ef hagkerfið fer ekki á fljúgandi ferð næstu misserin er bæjarstjórinn kominn í þrot.

Árni reynir að keyra upp hagkerfið með sterum. Hann ætlar að lána Magma stóran hluta kaupverðs HS Orku til að huldufyrirtækið taki snúning á íslensku efnahagskerfi þar sem langtímahagsmunum er fórnað á altari skammtímagróða - rétt eins og í útrásinni.

Íbúar Reykjanesbæjar eru á laugardaginn í stöðu til að stöðva þessi áform. Ef Árni verður bæjarstjóri áfram verður ekki hægt að stöðva Magma-málið.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: TómasHa

Af hverju ertu sifellt að koma með nýjar bloggfærslur um þetta þegar þú getur ekki einu sinni svarað spurningunum í eldri.

Á meðan er ekki hægt að meta þetta sem algjört bull.

TómasHa, 25.5.2010 kl. 15:26

2 identicon

Tómas.  Matið byggir á eftirfarandi staðreyndum: Auðlindir Íslands eru sameign þjóðarinnar.  Þær eru ekki í eigu örfárra eða á forræði örfárra að braska með.

Hákon Jóhannesson (IP-tala skráð) 25.5.2010 kl. 16:21

3 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Það liggur fyrir að Magma hefur ekki keypt neina auðlind. Þetta er leigusamningur um afnotarétt. Meðan enginn innlendur aðilar er tilbúinn til að takast á við verkið er þessi Xenophobía í hæsta máta óviðeigandi . 

Ragnhildur Kolka, 25.5.2010 kl. 18:18

4 identicon

Ragnhildur.  "Leigusamningur" um afnotarétt af auðlind í sameign íslendinga ? Ég hef aldrey heyrt af því.  Er það ný þjónusta landsmanna við erlend fyrirtæki ?  Kanski sprotafyrirtæki ?  Ekki slæm hugmynd svo lengi sem ég ég fæ minn hluta af leigugreiðslu inn á reikninginn minn.  

Ég virði trú þína og sannfæringu, en lengra nær það ekki.  Ég bið þig vinsamlega um að leggja fram þann leigusamning sem að baki er staðhæfingu þinni. Hann verður að sjálfsögðu að vera vera þinglýstur.  Eins og landslög gera ráð fyrir 

Hákon Jóhannesson (IP-tala skráð) 25.5.2010 kl. 20:24

5 Smámynd: Eiður Svanberg Guðnason

 Afnotaréttur til 130 ára   jafngildir eign. Svo einfalt er það nú. Þjóðin á ekki að láta þetta lið undir  forystu Árna Sigfússonar og  Ásgeirs Margeirssonar vaða yfir sig á  skítugum skónum eins og nú   virðist ætlunin.

Eiður Svanberg Guðnason, 25.5.2010 kl. 20:31

6 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Það fer ekkert á milli mála að auðlindin er íslensk, en ekki endilega í eigu landsmanna. Reykjanesbær og Grindavík eiga landið og þiggja greiðslu fyrir afnot Magma af því. Hvort það heitir leigusamningur eða eitthvað annað skiptir ekki máli því Magma er ekki að fara neitt með auðlindina. Hafi ríkisstjórnin ekki tryggt sér forkaupsrétt þá er við hana að sakast en ekki Magma.

Hákon, ég vændi Pál um xenophóbíu og kannski ertu haldinn snert af henni líka, en viljirðu sjá atvinnuleysistölur á Suðurnesjum lækka ættir þú að fagna því að hreifing sé komin á þetta mál.

Mér sýnist Eiður Svanberg falla í sömu gryfju og Ögmundur Jónasson með upphrópunum um 130 ára afnotarétt. Eiður veit betur. Afnotarétturinn er til 65 ára og það má ganga til endurnýjunar samningsins að hálfum þeim tíma liðnum. Viðbótarsamningur er að hámarki önnur 65 ár, en gæti allt eins verið eitt ár, tvö eða tíu.

Eins og sitjandi ríkisstjórn hegðar sér í Icesave málinu, þvert á vilja þjóðarinnar, megum við þakka fyrir að hafa hér einhverja atvinnustarfsemi sem færir fé í kassann.

Það þarf nefnilega að halda lífi í þessari þjóð því hún mun ekki sætta sig aftur við kálfskinns og skósólafæðið.

Ragnhildur Kolka, 25.5.2010 kl. 22:17

7 identicon

Auðlind er lítilsvirði þótt íslensk sé, ef auðurinn fer úr landi. Þannig auðlindir gagnast ekki Íslendingum.

Mikið væri gott ef við ættum fleiri menn eins og Ögmund Jónasson, sem stendur vörð um eigur okkar landsmanna.

þór (IP-tala skráð) 25.5.2010 kl. 23:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband