Evran komin á hækjur - hvað segja aðildarsinnar?

Evran er komin á hækjur hafta sem eiga að koma í veg fyrir að hún annað tveggja hrynji sjálf eða valdi gjaldþroti Suður-Evrópuríkja. Líkt og íslenska krónan eftir hrun þarf evran á opinberum inngripum að halda. Kverúlantahagspekingar á Íslandi hafa reynt að telja okkur trú um að upphaf og endir á efnahagsvandræðum þjóðarinnar sé krónan og nauðsynlegt sé að skipta henni út fyrir evru.

Þegar það liggur að evruríki sum hver standa á barmi gjaldþrots og gjaldmiðillinn sjálfur er í uppnámi skyldi ætla að aðildarsinnar myndu hugsa sinn gang og endurskoða forsendurnar fyrir umsókn Íslands að ESB.

Eins og allir vita stendur ESB fyrir Evran Sekkur Bara.


mbl.is ESB vill samræmdar aðgerðir gegn spákaupmennsku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Get ekki að því gert.....en það hlakkar í mér, líklega illa innrætt

Anna Grétarsdóttir (IP-tala skráð) 19.5.2010 kl. 12:16

2 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Mér er sönn ánægja að geta tekið undir hvert orð í þessum pistli.

Þú hefðir þó mátt geta greinar A Evans-Pritchards í DT í gær, þar sem hann útlistar afstöðu Bandaríkjaþings til björgunaraðgerða IMF á Grikklandi. Þeir hafna alfarið þátttöku í þessum leiðangri (94:0) og er langt síðan önnur eins samstaða hefur náðs undir því þaki. BNA standa undir stærstum hluta framlaga til IMF og hafa þar af leiðandi eitt og annað um málið að segja. Gangi vilji þessara öldungadeildarþingmanna eftir munu BNA ekki leggja krónu, evru eða cent til þessarar aðgerðar.

Rökin eru að skattpeningum borgaranna sé betur varið til að styrkja eigið hagkerfi, sem er víst ekki mikið burðugra en það gríska.

Ragnhildur Kolka, 19.5.2010 kl. 12:41

3 identicon

Nei sanntrúaðir ESB innlimunarsinnar haggast ekki í sínum sértrúarskoðunum. Það skiptir þá engu máli hvað sé upp og hvað sé niður þar á bæ.

Þeir þegja um vandamál EVRU ríkjanna eða ljúga til um ástandið og stinga höfðinu í sandinnn þegar heimsfrægir sérfræðingar eða viðurkenndar greiningardeildir eða jafnvel leitogar ESB apparatsins sjálfs tala um að EVRAN og jafnvel ESB apparatið logi nú stafnanna á milli og neyðaraðgerðirnar séu misheppnuð tilraun.

En síðan hlakkar í þeim yfir hverjum einustu neikvæðu fréttum sem berast af stöðu okkar eigin gjaldmiðils eða ef einhverjar slæmar fréttir berast af efnahgsástands landsins almennt.  

Þannig réðu þeir sér varla fyrir kæti yfir reyndar fyrirséðu smá verðbólguskoti krónunnar í s.l. mánuði.

Þannig vinnur þetta ESB lið gegn beinum hagsmunum þjóðarinnar leynt og ljóst og vegna örvæntingar og fylgisleysis þá skyrrist þeir nú ekki við að beita öllum meðulum sem til eru gegn sinni eigin þjóð og íslenskum hagsmunum. 

Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 19.5.2010 kl. 12:53

4 Smámynd: Sumarliði Einar Daðason

Ég er ekki innvígður Evrópusinni. En hvernig dettur einhverju í hug að bera saman krónu og evru? Það er álíka og að bera saman húsflugu og fíl! Því má ekki gleyma að ein króna er aðeins 1:290 af evru í verðgildi þannig að evran þarf að falla um 99,7% í verði áður en hægt verði að gera einhvern samanburð.

Ps. fyrir þá sem ekki vita þá eru ennþá neyðarlög gildandi varðandi krónuna - erlendis er hún ekki til sem gjaldmiðill (290 kr./1 € er síðasta skráða gengi).

Sumarliði Einar Daðason, 19.5.2010 kl. 13:18

5 identicon

Þegar Evran fellur og hún mun gera það, þá munu ESB sinnar segja að hún sé víst ennþá til, hafi bara farið í sumarfrí til að safna kröftum. Það er tímaeyðsla að reyna að tala um fyrir þessum sértrúarhópi. Ég held það væri auðveldara að snúa strangtrúarmúslíma.Og sennilega skemmtilegra.

Dagga (IP-tala skráð) 19.5.2010 kl. 13:20

6 Smámynd: Sumarliði Einar Daðason

Dagga: Veistu að jörðin snýst í kringum sólina? Líka að bæði sólin og jörðin eru hnöttótt?

Sumarliði Einar Daðason, 19.5.2010 kl. 13:36

7 identicon

Veistu það Sumarliði að best gæti ég trúað því að ef ESB trúboðinu á Íslandi teldi að það þjónaði beinum hagsmunum ESB apparatsins og ólæknandi ESB rétttrúnaði þeirra sjálfra, þá gæti ég best trúað því að þeir myndu segja okkur og þjóðinni að jörðin væri virkilega flöt en ekki hnöttótt.

Vegna þess að allar þeirra fullyrðingar um undur og stórmerki ESB apparatsins hafa nú fallið hver af annarri og ekki stendur eftir steinn yfir steini í áróðri þeirra og makalausum málflutningi.

Eins og "Þetta hefði aldrei gerst hefðum við verið í ESB" hefur svo reynst einhver mesta og versta lygi Íslandssögunnar. 

Í örvæntingu sinni og hræðslu útaf himinhrópandi fylgisleysinu, þá grípa þeir nú til verri eiturmeðala en áður og svífast einskis.

Því hjá þeim er það tilgangurinn einn helgar meðalið

Jafnvel ganga þeir nú svo langt að níða niður land sitt og þjóð, gjaldmiðil hennar og efnahags- og atvinnumál, til þess eins að ná því markmiði sínu að véla þjóðina undir hið sökkvandi fley ESB valdsins !

Ömurlegt er hlutskipti þessara þjóðníðinga og hafi þeir ævarandi skömm fyrir !

Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 19.5.2010 kl. 13:52

8 identicon

Ágæti Páll.

Ég fylgist grannt með skrifum þínum sem mér þykja hreint afbragð.

Mér finnst þú hins vegar haldinn hálfgerðri meinloku varðandi evruna og stöðu Íslands eftir hrunið.

Hún er þessi:

Það er auðvitað rétt hjá þér að krónan hjálpar Íslendingum á vissan hátt nú.

EN hefði evra verið í notkun hefði HRUNIÐ aldrei orðið. Jú, vissulega hefði þjóðin orðið fyrir efnahagslegu höggi með því að fasteignabólan sprakk.

En hér hefðu menn ekki skuldsett sig í erlendum gjaldeyri, ekki hefði verið deilt í allar eignir landsmanna með tveimur, seðlabankinn hefði ekki farið á hausinn osfrv.

Nálgun þín, ágæti Pál,l er ekki rökrétt.  Spurningin: Væri ekki verr komið fyrir okkur nú ef við hefðum evru? - er einfaldlega ótæk.

Hefði verið hér evra væri ekki svo hrikalega komið fyrir þjóðinni.

karl (IP-tala skráð) 19.5.2010 kl. 14:01

9 identicon

Þvíklík rugl.

 Ef evran er komin á hækjur hvað má þá segja um krónuna sem fallið hefur um 60% a tuttugu árum í " styrkri" stjórn Íhalds, Framsóknar og Samfylkingar.

Ætli staða heimila væri ekki betri ef evra hefði verið til staðar síðustu 5 árin, vextir brot af því sem hér er og agi í efnahagsmálum.

GEIN.

Guðsteinn Einarsson (IP-tala skráð) 19.5.2010 kl. 15:27

10 identicon

karl:

Ein af meginástæðum hrunsins hér á landi er sú að 2003-2008 voru stærstu bankarnir þrír reknir sem svikamyllur þar sem stjórnendur og stærstu eigendur rændu úr þeim öllu lausu fé. Þetta hefði vel geta gerst einnig þó við hefðum haft evru, það er nefnilega hægt að stela evrum rétt eins og krónum, eftirlit var ekki mikið skárra í mörgum ESB löndum frekar en hér.

Svo er hægt að benda þér á að ef hér hefði verið evra þá hefði Seðlabankinn samt vel getað farið á hausinn, sérstaklega þar sem hann myndi þá ekki hafa getað sjórnað útgáfu á evrum á Íslandi. Þá hefði komið til stuðningur frá Seðlabanka Evrópu en þann stuðning hefði þurft að taka að láni...risaláni.

Þorgeir Ragnarsson (IP-tala skráð) 19.5.2010 kl. 15:44

11 Smámynd: Jenný Stefanía Jensdóttir

Sæll Páll,  er hálf opinmynnt yfir þessum pistli, satt að segja.

Flestir gjaldmiðlar í heiminum eru undir hrikalegum þrýstingi þessi misserin.

Samsæriskenningin um "einn gjaldmiðil" fyrir allan heiminn, fær nú byr undir báða.

Það er jafnvel talað um að tengja við gullfót á ný, enda ljóst að gengdarlaus seðlaprentun, er piss í skó.  "USD er  ónýtur líka, hvað skyldu aðildasinnar segja um það?"

Fjárfestar (þeir sem eftir eru) flykkjast nú í fjárfestingar á gulli, málmum og einvherju föstu í hendi.  

Jenný Stefanía Jensdóttir, 19.5.2010 kl. 15:49

12 identicon

Fyrsti kúrs evrunnar gagnvart ameríska dollaranum var $100 = 80 €. Núna er kúrsinn $100 = 123 €. Mest fór hann í $100 = 160 €.

Dollarinn ameríski var alveg ótrúlega veikur á síðustu árum. Evran kannski of hátt skráð. Hér minni ég á að það eru líka miklir kostir við að hafa veikan gjaldmiðil. Sterkur gjaldmiðill er ekki endilega kostur.

Evran hefði komið í veg fyrir þetta algera afhroð Íslands. Krónan hentar eflaust betur til að standa upp aftur (og bara ef þjóðfélagið er til í að taka á sig hremmingarnar). Það að krónan geti hjálpað núna gerir hana samt ekki að góðum kosti til lengri tíma litið.

Valgeir (IP-tala skráð) 19.5.2010 kl. 15:51

13 Smámynd: Sumarliði Einar Daðason

Einn reyndur starfsmaður í Seðlabanka Íslands benti mér á að hugsa um verðgildi krónunnar í samhengi við gengi hennar gagnvart dönsku krónunni. Í upphafi var ein íslensk króna jafnvirði einnar danskrar krónu 1:1. Síðan þá hefur mikið gengið á með krónuna, meðal annars er búið að kasta í burtu tveimur núllum og aurar eru ekki til lengur.

Í dag stendur íslenska krónan í 2.158 á móti einni danskri krónu. Sem þýðir að danska krónan hefur hækkað um 2.158% frá árinu 1874. Gróflega þýðir það, að með krónuna hafi verið hér að meðaltali 10-16% verðbólga hvert einasta ár sem við höfum haft krónuna. Þetta er að vísu lauslegur reikningur sem má útlista nánar.

Ég er sjálfstæðismaður (ekki Sjálfstæðisflokksmaður) og vel íslenskt umfram annað. Á hinn bóginn er frekar freistandi að skoða möguleikana með stöðugan gjaldmiðil. Sérstaklega þar sem við getum ekki bæði haft óhæfar, spilltar og óstöðugar ríkisstjórnir og marklausan gjaldmiðil á sama tíma. Þetta gildir bæði um hægri og vinstri stjórnir.

Sumarliði Einar Daðason, 19.5.2010 kl. 16:45

14 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Nú eru það ekki bara krónan og evran sem eru í höftum, það er líka búið að setja gjaldeyrishöft í Bandaríkjunum á fjármagnsflutninga.

Guðmundur Ásgeirsson, 20.5.2010 kl. 04:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband