Aðeins fábjánar treysta Jóni Ásgeiri

Gylfi Magnússon ber ábyrgð á nýskipan bankamála á Íslandi. Svo herfilega tókst til að á jötuna þar röðuðust treggáfaðir bankamenn sem halda áfram eins og ekkert hafi í skorist að  stunda viðskipti við útrásarauðmenn.

Arion banki heldur uppi Baugsfjölskyldunni og leyfir henni að fáoka matvörumarkaðinn. Landsbankinn veitir Jóni Ásgeiri fyrirgreiðslu vegna 365-miðla.

Illa gerðir bankamenn skara eld að köku glæpalýðsins og festa spillinguna í sessi. Viðskiptaráðherra ber ábyrgð.


mbl.is Gylfi treystir íslenskum bankamönnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Viðskiptaráðherra er enn með hnefann á lofti á Austurvelli og gerir sér ekki grein fyrir að hann er kominn í ráðherrastól.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 13.5.2010 kl. 13:10

2 Smámynd: Rúnar Þór Þórarinsson

Þetta er reyndar fáránleg yfirlýsing hjá Gylfa Magnússyni, því ef hrunið kenndi okkur eitthvað þá er það að bankamönnum er ekki treystandi. Það þarf öflugt og virkt eftirlit með nóg af úrræðum og áræðni.

Hinsvegar er þetta alveg fáránlegur útúrsnúningur að setja samasemmerki í þessum blogg á milli Jóns Ásgeirs og bankamannanna í dag. Ég mundi nú ekki gera þeim öllum það svona bláttáfram á einu bretti.

Ég segi ekki að þú hafir rangt fyrir þér á hverjum fronti, er bara að benda á að þú þarft í rauninni ekki að snúa út úr með þessum hætti til að búa til öflugt mál gegn þessari einfeldningslegu yfirlýsingu hjá Viðskiptaráðherranum.

Heimir er alveg úti á þekju með sitt komment.

Rúnar Þór Þórarinsson, 13.5.2010 kl. 13:17

3 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Það er bölvaður næðingur á þekjunni núna;)

Heimir Lárusson Fjeldsted, 13.5.2010 kl. 13:38

4 Smámynd: ThoR-E

Held að það sé kominn tími til að hreinsa til.

ThoR-E, 13.5.2010 kl. 13:59

5 Smámynd: Árni Gunnarsson

Nýskipan bankamála! Ekki kom Gylfi að yfirtöku gömlu bankanna, ekki að stofnun nýrra banka í lok hrunsins og ekki kom hann að skipunum í skilanefndir eða stjórnir nýju bankanna.

Mér sýnist allt óbreytt frá því fyrir hrun. Það er vinaband pólitíkusa og fjármálamanna sem heldur utan um þetta allt. Þar er enginn flokkur helgari en annar í mínum augum. Ríkisstjórnin er meðvirk á öllum stöðum spilltrar fjármálstjórnar. Fyrri ríkisstjórn stýrði helförinni, ásamt ónýtri og spilltri embættismannahjörð.

Árni Gunnarsson, 13.5.2010 kl. 16:41

6 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Davíð þjóðnýtti þrjá stærstu bankana. Gylfi hefur nú þegar einkavætt tvo þeirra.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 13.5.2010 kl. 16:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband