Vg standi í lappirnar

Vinstri grænir eru með hreinar hendur af útrás og spillingu. Samfylkingin er ormétinn af tækifærissinnum með styrkjafortíð og ferilsskrá meðhlaupara útrásar. Við þessar aðstæður ætti Vg að geta staðið í lappirnar og sagt hingað og ekki lengra við ruglmál Samfylkingarinnar.

Ríkisstjórnin hittist í dag til að leggja línur fyrir næsta þing. Meginkrafa Vg á að vera að draga tilbaka umsóknina um aðild að Evrópusambandinu. Flokksráð Vg samþykkti í janúar einarða afstöðu gegn aðild að ESB.

Vinstri grænir eiga sögulegt tækifæri til að láta að sér kveða í íslenskum stjórnmálum. Valið stendur á milli þess að vera áfram hækja Samfylkingarinnar eða taka skarið og setja sitt mark á umræðuna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Steingrími og öðrum ráðherrum VG þykir það vænt um stólana sína að þeir eru alveg til í að láta "TRAÐKA" meira á sér örlítið lengur.

Jóhann Elíasson, 9.5.2010 kl. 15:45

2 Smámynd: Ragnar Eiríksson

Væri ekki gráupplagt að bjóða Samfylkingunni upp á sameiningu ráðuneyta ef ESB-umsóknin verði dregin til baka og Ásmundur verði fyrsti ráðherra nýs Atvinnumálaráðuneytis?!!!!   Jón finnur sér eitthvað til!

Ragnar Eiríksson, 9.5.2010 kl. 17:26

3 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Eina ástæða þess að VG er með "hreinar hendur af útrás.... " er sú að þetta er búið að vera dautt fólk í pólitík í 20 ár - þau sem voru þá komin í pólitíkina -

Ég man orð Steingríms þegar Davíð Oddsson hætti - aðrar eins lofræður hef ég aldrei heyrt um nokkurn mann.

En hendurnar voru ekki lengi hreinar eftir að hann komst til valda - laumusamningar við breta og hollendinga - óheyrileg valdníðsla með tilheyrandi Sovétsköttum og lygum um hvað myndi gerast ef stjórnarandstaðan og þjóðin myndu ekki makka rétt - árásir á forsetann -viljayfirlýsingin með grein 18. innanborðs ( sem átti reyndar líka að fara órædd í gegn ) Þúsundir fjölskyldna á vonarvöl og fleiri þegar viljayfirlýsingin sem sjs - js - gylfi og milljónabankastjórinn skrifuðu undir tekur gildi -

Það þarf hinsvegar engum að koma neitt á óvart - 8 ráðherrar eru uppalningar Alþýðubandalagsins sem er arftaki gömlu kommanna og Seðlabankastjórinn er gamall Fylkingarmaður og vopnabróðir Ragnars skjálfta. Komminn kominn í Seðlabankann með á aðra milljón í laun - þeir fara fyrir lítið draumarnir og gömlu slagorðin föl fyrir fé. Mikil hugsjón það. Og Steingrímur búinn að éta ofaní sig 20 ára blaður.

Hreinar hendur - það held ég varla - skítugustu krumlu sögunnar ( kanski að Jón Ásgeir og KB kóngarnir nái að stilla sér við hlið VG með sínar óhreinu krumlu og Bjögólfsfeðgar hinu meginn ásamt Ólafi Ólafssyni.).

Og enn er Steingrímur að skrifa svartasta kafla Íslandssögunnar.

Ólafur Ingi Hrólfsson, 10.5.2010 kl. 08:39

4 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Helvíti er karltuskan hann Ólafur Ingi Hrólfsson góður í íslandssögu. Ef eitthvað er að marka orð hans, þá er einhver Steingrímur að skrifa um Móðuharðindin á átjándu öld.

Hinsvegar skrifaði Rannsóknarnefnd Alþingis ansi svarta skýrslu nýverið um afrek Sjálfstæðisflokksins síðustu tvo áratugina.

Jóhannes Ragnarsson, 10.5.2010 kl. 22:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband