Stjórnmálafarsi er rökrétt niðurstaða afneiturnar

Sveitarstjórnarkosningarnar verða að farsa þökk sé grínframboðum í Reykjavík og Kópavogi. Grínið fær hljómgrunn vegna þess að stjórnmálaflokkarnir hafa ekki 20 mánuðum eftir hrun tekið til í eigin húsi. Útrásarlík eru í farangri Samfylkingar og Sjálfstæðisflokksins. Stjórnmálamenn sem hrunið úrelti sitja sem fastast og gefa þjóðinni langt nef.

Almenningur á ekki marga kosti til að sýna fyrirlitningu sína á afneitun flokkanna. Stuðningur við grínframboð er kærkomið tækifæri til að gjalda flokkunum lausung fyrir lygi.

Helstu fréttir næstu þrjár vikurnar af stjórnmálaumræðunni í landinu verða um frammistöðu og líklegan árangur brandaraframboða. Farsastjórnmál á alfarið að skrifast á reikning Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks sem bjuggu til jarðveginn fyrir fíflalátum.


mbl.is Heldur fleiri framboð en áður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hamarinn

Gleymdu nú ekki framsóknarfjósinu.

Hamarinn, 9.5.2010 kl. 11:07

2 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Staðan er gríðarlega alvarleg þriðjungur heimila nær ekki endum saman og 40% heimila er með neikvæða eiginfjárstöðu og þar af 60% hjá ungu barnafólki.

Það hlýtur að koma að því að fjölmiðlar og stjórnmálamenn taki að ræða þessa stöðu en það er einu sinni þáttur sveitarfélaganna að sjá um fjárhagsaðstoð við þá sem illa standa.

Bylgjan á eftir að lenda á sveitarfélögunum og eftir því sem því er frestað er lengur að taka á málum versnar staðan.

Frjálslyndi flokkurinn í Reykjavík hefur reynt að vekja athygli á málinu og vonandi fæst málefnaleg umræða en fyrirsjánlegt er að það verði fleira en glens og grín næstu fjögur árin í borgarstjórn Rvik. 

Sigurjón Þórðarson, 9.5.2010 kl. 11:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband