Ábyrgð stjórnmálaflokka

Stjórnmálaflokkar starfa í þágu almennings. Með þeim rökum fá flokkarnir hundruð milljóna króna árlega af skattfé almennings. Alþingismenn eru trúnaðarmenn flokkanna og almennings.

Þegar trúnaðarmenn verða uppvísir að athæfi sem ekki samrýmist skyldum þeirra, t.d. að þiggja fáránlegar fjárhæðir af bönkum í styrkir, eiga þeir að víkja.

Hrunið varð af margvíslegum ástæðum. Ein var vegna andvaraleysis trúnaðarmanna almennings og meðhlauparahegðun þingmanna sem áttu að standa vaktina fyrir almenning.

Krafan er að stjórnmálaflokkar axli ábyrgð og losi sig við trúnaðarmenn sem ekki standa undir nafni. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er hægt að leggjast lægra en að þiggja mútur úr klóm forhertra óreiðumanna úti í bæ og ganga í framhaldinu bak þeirra loforða sem gefin voru borgurum sem komu viðkomandi á þing ? 

Hákon Jóhannesson (IP-tala skráð) 26.4.2010 kl. 20:34

2 Smámynd: Árni Gunnarsson

Samþykkt og staðfest með undirritun.

Árni Gunnarsson, 26.4.2010 kl. 21:55

3 identicon

Fyrir gefðu , hvað er ,,trúnaðarmaður" stjórnmálaflokks ?

Ertu þú ,,trúnaðarmaður"  sjálfstæðisflokksins ?

,,Krafan er að stjórnmálaflokkar axli ábyrgð og losi sig við trúnaðarmenn sem ekki standa undir nafni. "

JR (IP-tala skráð) 26.4.2010 kl. 23:19

4 Smámynd: Árni Þór Björnsson

Sæll Páll. Mér er nokk sama í hvaða flokki þú ert. Pistlarnir eru góðir. Eitt af því sem mér finnst verst í hruninu er hvernig sparisjóðirnir voru misnotaðir, glæpsamleg stjórn á lífeyrissjóðunum og prófkjörsspilling stjórnmálamanna og víðtæk tengsl eða vensl þeirra  inn í atvinnulífið. Eins væri gott að hafa þessa 35 milljarða sem skilanefndir bankanna hafa kostað til að rétta hag heimilinna. Því voru þessir menn ekki á föstu kaupi ? það er atriði sem mætti rannsaka. En það er ljóst, eftirá,að fáir trúnaðarmenn hafa risið undir því trausti sem þeim var sýnt. Ég held að þeir séu ekki dómbærir um eigin ágæti og því verður að víkja þeim frá , fyrr en síðar.

Árni Þór Björnsson, 27.4.2010 kl. 11:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband