Steinunn Valdís staðfestir útrásarspillingu Samfylkingar

Samfylkingin var á spena auðmanna, einkum Jóns Ásgeirs Baugsstjóra, og tók inn styrki á nokkrum kennitölum til að fela slóðina. Steinunn Valdís Óskarsdóttir styrkjadrottning Samfylkingarinnar veit sem er að flokkurinn getur ekki knúið hana til afsagnar vegna þess að flokkurinn er upp fyrir haus í útrásarspillingu.

Í Sjónvarpsfréttum kvöldsins segist Steinunn Valdís ætla að sitja keik á þingi nema flokkurinn segi annað.

Kosturinn við þrásetu Steinunnar Valdísar er að hún auglýsir hversu óforbetranlegur stjórnmálaflokkur Samfylkingin er.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Samfylkingin er gegnrotin.

 Steinunn Valdís verður þá borin emjandi út.

 Svo Guðalugur Þór, Dagur B, Helgi Hjörvar, Össur, Árni Þór og allt hitt spillingarliðið.

Steinunn Valdís er búin að vera í pólitík.

Nú er það eitt ljóst að hún er líka ófær um að fara út með einhverri reisn.

Karl (IP-tala skráð) 25.4.2010 kl. 20:28

2 identicon

Þessi hrokafulla kerling er búin að vera hvort eða er.....hvort hún kjósi að hanga á stólnum einhverjar vikur eða mánuði eða hunskist burt strax skiptir engu máli....hún ásamt fríðu föruneyti bæði í samspillingunni og Sjálfstæðisflokki heyra brátt sögunni til, og verða gleymd og grafin að ári.

Óli (IP-tala skráð) 25.4.2010 kl. 21:44

3 identicon

Sammála þessum pistli hjá þér Páll.Það er með ólíkindum að flokkarnir sem áttu þátt í þjóðarhruninu skuli ekki vera búnir að hreinsa út hjá sér það fólk er átti þátt í því að koma þjóð sinni á heljarþröm.Styrkjaþegar hvar sem í flokki þeir eru eiga að taka poka sinn hið fyrsta og koma sér frá öllu því er lútir að stjórn þjóðarinnar. Vonandi fer fram betri rannsókn á því með þessa styrkjaþega er DV hefur aðallega fjallað um hversu háðir þeir(styrkjaþegarnir)voru ýmsum öflum í þjóðfélaginu,og hvað fengu þeir meir en þessa styrki.BYLTING virðist vera það eina sem þarf á þær lyddur er neita að segja af sér,og hvað með formenn flokkana,hvílíkar bleiður og liðleskjur sem þeir eru.Byltingu núna takk.(déskoti er maður að fá nóg.)

Númi (IP-tala skráð) 25.4.2010 kl. 22:24

4 identicon

Það eru allir búnir að fá nóg ... ég heyri nákvæmlega engan segja annað en að þetta fólk eigi að víkja ... og allir vita við hverja er átt.

En þau sjálf ... þau virðast vera þau einu sem skilja ekki vilja fólksins í landinu. Þau ætla bara að sitja! Alveg ótrúlegt.

Grefillinn Sjálfur - Koma svo! (IP-tala skráð) 25.4.2010 kl. 23:58

5 Smámynd: Elle_

Já, flokks-skrípi Samfylkingarinnar er rotið í gegn og það getur varla verið að fólkið í landinu ætli að líða lengur þennnan hrylling í stjórn. 

Elle_, 26.4.2010 kl. 05:01

6 identicon

Hjartanlega sammála.

Arnór Valdimarsson (IP-tala skráð) 26.4.2010 kl. 11:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband