Samfylking og Samtök atvinnulífs samstíga

Samtök atvinnulífsins vilja 5 prósent hagvöxt, Samfylkingin sömuleiðis. Samtök atvinnulífsins vilja auknar lántökur hins opinbera til að draga gjaldþrota rekstur að landi og Samfylkingin er til þann leiðangur.

Samtök atvinnulífsins hafa engan áhuga á uppgjöri við hrunið og hyggst ekki draga neina lærdóma af öfgum útrásarinnar og strútfuglapólitík hentar Samfylkingunni ágætlega.

Samtök atvinnulífsins er hrungóss og rökrétt að Samfylkingin sjái um hina  pólitísku málsvörn.

 


mbl.is Vilja stefna að 3,5% hagvexti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ekki það að ég sé samfylkingarmaður, en er rangt að stefna að hagvexti? Ég vona að fólk sé ekki orðið svo þunglynt að það sjái enga ástæðu til að auka vinnuframboð. Ég er hins vegar alveg sammála því að við eigum helst ekki að taka nein lán. Það krefst hinsvegar gríðarlegs niðurskurðar og sparnaðar sem ég held að enginn stjórnmálaflokkur á landinu þorir að bjóða kjósendum. Það þyrfti að hækka eftirlaunaaldurinn, jafnvel skera niður í sjúkraþjónustu, flatan 25% niðurskurð á laun ríkisstarfsmanna. Þannig væri hægt að reka ríkið með hagnaði og greiða niður gríðarstór lán ríkissins á gjalddaga næstu árin. Þá fyrst getum við sparkað AGS úr landinu, og komið okkur út kreppunni sem fyrst í stað þess að taka lán til þess að borga önnur lán. Það að taka lán til þess að borga önnur lán er náttúrulega engin lausn.

Bjarni (IP-tala skráð) 25.4.2010 kl. 17:20

2 identicon

Bjarni, auðvitað vilja allir hagvöxt, en þetta eru jú bara yfirlýsingar,.  Það eru ansi margir hér á landi sem þegar hafa tekið á sig 25% launaskerðingu.  Það verður að skera niður í kerfinu.  En fyrst þarf að taka til í kerfinu og það hafa stjórnmálamenn ekki áhuga á að vaða í.

itg (IP-tala skráð) 25.4.2010 kl. 17:46

3 identicon

ITG, já ég er alveg sammála, það þarf að taka til í kerfinu. En eins og hallarekstur ríkissins er í dag þá held ég að það sé því miður óskhyggja að það sé hægt að laga ríkisfjármálin með tiltekt einni saman og spara þannig tugi milljarða. Því miður þá þarf einnig að skera rækilega niður í ríkisútgjöldum, og þetta er aðal vandamálið sem enginn þorir að nefna né leysa. Það að við þurfum ekki á hinum þessum lánum að halda, er tómt blaður nema við skerum rækilega niður - nema fólk vilji meiri skattahækkanir? Það er náttúrulega hin leiðin til að auka tekjur ríkissins. Ég er þó frekar hlyntur niðurskurði frekar en fleiri sköttum. En já tiltekt í kerfinu er einnig nauðsynleg, eins og hrunskýrslan sýnir.

Bjarni (IP-tala skráð) 25.4.2010 kl. 18:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband