Langvinn kreppa í ESB, stutt á Íslandi

Korktappahagkerfið íslenska skýst upp úr kafi kreppunnar fyrr en ella vegna þess að við höfum íslenska krónu og langa reynslu af því að laga okkur að hagsveiflum sem fylgja atvinnulífi háðu náttúruöflum.

Evrópuríkin, einkum þau á meginlandinu, er með aðra hagsveiflu og atvinnulíf iðnvæddara. Bretar telja sig ekki geta tekið upp evru vegna þess að hagsveiflan er á öðru róli en á Bretlandseyjum.

Samfylkingin bauð upp á Evrópusambandsleið úr kreppunni. Ef farið yrði að ráðum Samfylkingarinnar myndum við hafa hér um 15 prósent atvinnuleysi og ekki sjá fram úr kreppunni á næstu árum.

Drögum umsóknina um aðild að Evrópusambandinu til baka.


mbl.is Kreppan grynnri en óttast var
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Alveg ótrúlegt bullið sem vellur út úr þér,  atvinnuleysi mun ekki aukast með ESB, það gæti allt eins minkað, þú horfir alltaf á það svartasta.

Krónan hefur alltaf verið til vandæða frá því elstu menn muna, ekki reyna að verja hana.

JJ (IP-tala skráð) 21.4.2010 kl. 17:46

2 identicon

Skrýtin skoðun JJ.  Síðan hvenær hefur einhver mynt verið til vandræða?.  Það er ávallt hagstjórnin sem er döpur.

itg (IP-tala skráð) 21.4.2010 kl. 17:52

3 identicon

Þetta er rétt Páli og ekki minst "itg" JJ er sá sem bullar. Við verðum að hafa hagkerfið ávalt á réttum nótum. Herða lög gegn hagsmunagræðgi á því að grafa undan krónunni. Það er ekkert lákurulegara en Islendingur braskar með krónuna í staðin fyrir að vinna heiðalega vinnu. Síðan er þetta bara hernaður og þá eiga lansvarnir að vera i formi öflugs gjaldeyrisvaraforða, jafn áríðandi sem að hafa herþotur svífandi yfir Islandi, ef ekki meira áríðandi. Enda sér maður hver hagstjórnin hefur verið síðast liðin ár og áratugi. Vonandi lærum við af þessu.

Ingolf (IP-tala skráð) 21.4.2010 kl. 18:31

4 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

"Bull" er algengt orð hjá evópusinnum þegar þeir eru að ganrýna rök gegn ESB aðild.

Gunnar Heiðarsson, 21.4.2010 kl. 18:49

5 identicon

ESB hefur alla tíð skilað meira atvinnuleysi í aðildarríkjum sínum en hefur verið hér.  Fullyrðing ESB fíkilsins JJ er skemmtilega rugluð eins og flest sem frá þessum bókstafstrúarmönnum sértrúarflokksins kemur.:

Ísland fær að prófa atvinnuleysi evrulanda í einn mánuð á 30 árum

Hvernig finnst ykkur þetta?

atvinnuleysi_1980-2010

Til hamingju Ísland

"Kæru Íslendingar. Nú fáið þið loksins tækiæri á að prófa hvernig það er að vera evruland í ca einn til þrjá mánuði á svona ca síðustu 30 árum. Myndin hér að ofan sýnir okkur atvinnuleysi á Íslandi og í evrulöndum frá 1980 til 2010. Þetta er svona samkvæmt tölum og gögnum frá Alþjóða Gjaldeyrissjóðnum (IMF). Nú vitið þið bráðum hvernig þetta er. Það góða við stöðuna er þó það, að þið eruð sem betur fer ekki með sjálfa evruna. Þetta ástand mun því læknast aftur eftir nokkra mánuði. Ísland er nefnilega með sinn eigin gjaldmiðil sem hefur megnað að gera Íslendinga að einni ríkustu þjóð í Evrópu á mjög skömmum tíma. Þátt fyrir stór mistök við hagstjórn landsins."

http://tilveran-i-esb.blog.is/blog/tilveran-i-esb/entry/880183/

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 21.4.2010 kl. 23:29

6 identicon

Samanburður á Íslandi einu og sér við ESB í heild sinni er eins og bera saman epli og appelsínur. Hvernig væri að miða atvinnuleysið við t.d. Danmörku og Holland, en ekki alltaf lönd eins og spán sem alla tíð hafa verið með hátt atvinnuleysi.

JJ (IP-tala skráð) 22.4.2010 kl. 12:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband