Vinkonur iðrast

Vinkonurnar Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir iðrast sama daginn í ræðustólum stjórnmálaflokka sinna. Iðrun Þorgerðar Katrínar er tímabundin og Ingibjörg Sólrún skilyrðir afsökun sína við tvö ár.

Á eftir iðrun þarf að koma yfirbót. Ingibjörg Sólrún fetar sig í áttina með því að viðurkenna að ESB-umsóknin var feigðarflan. Þorgerður Katrín á eftir að taka afstöðu til fortíðar sinnar sem laumu-aðildarsinna.

Án þess að ástæða sé að taka heljarstökk af gleði eru stjórnmálaflokkarnir að fikra sig í áttina að uppgjöri við fortíðina og ástæða til að óska þeim velfarnaðar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Ingibjörg Sólrún stal valdi af Björgvini G. og fór með það og notaði. Hún fór með vald sem annar bar ábyrgð á.  Þetta er í fyrsta lagi þjófnaður og í öru lagi valdníðsla.  Svo eru menn bara kátir með Ingibjörgu Sólrúnu og vænta hennar afturgöngu. 

Þorgerðar Katrínar mál kann ég ekki nógu vel til að segja afgerandi.  En ef hún er Evrópusambandssinni  þá væri henni hentugast að ganga í Samfylkinguna, nema ég sé óvelkomið atkvæði hjá Sjálfstæðisflokknum.  

Hrólfur Þ Hraundal, 17.4.2010 kl. 17:33

2 Smámynd: Finnur Bárðarson

ef maður horfir fram hjá öllu sem gerst hefur þá voru þarna á ferðinni tveir skörungar og eins og Páll segir miklar persónulegar vinkonur.

Finnur Bárðarson, 17.4.2010 kl. 18:20

3 Smámynd: Baldur Hermannsson

Tvær ömurlegar kerlingar hafa kvatt þennan pólitíska heim og stærstu flokkar landsins láta eins og mannskaði hafi orðið. Hvernig er það þegar handónýtir þingmenn hætta erlendis - Þýskalandi, Bretlandi, Frakklandi, Norðurlöndum...... - menn yppta öxlum og svo eru þeir gleymdir.

Það er nú ekkert að marka þig, Finnur, þú ert með blæti fyrir grindhoruðum ljóskum sem bera sig eins og úttaugaðir vinnumenn til sveita gerðu á nítjándu öldinni.

Baldur Hermannsson, 17.4.2010 kl. 20:10

4 Smámynd: Baldur Hermannsson

En Hraundal, hver ætlar sér að vekja upp afturgöngu Ingibjargar? Það verður fróðlegt að sjá þann kappa sleikja náfroðuna..........

Baldur Hermannsson, 17.4.2010 kl. 20:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband