Kratafrjálshyggja fjármögnuð með útrásarauð

Þór Saari benti á það í Kastljósi kvöldsins að Samfylkingin gekk til liðs við Sjálfstæðisflokkinn í ríkisstjórn Geirs H. Haarde í því skyni að auka útrásina og einkavæða áfram. Kratafrjálshyggjan tröllríður húsum í Samfylkingunni og þykir fara vel með Evrópusambandsáherslum.

Á Eyjunni kemur fram að útrásarfyrirtækin voru svo ánægð með kratafrjálshyggju Samfylkingarinnar að stjórnmálamenn flokksins fengu hvaða mesta fjármuni. Bragð er að þá barnið finnur.

Í hrunskýrslunni er staðfest að Samfylkingin notaði nokkrar kennitölur til að fela styrki frá útrásarfyrirtækjum. 

Allt ber að sama brunni; Samfylkingin yfirbauð frjálshyggju Sjálfstæðisflokksins með kratafrjálshyggju.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það vantar lista yfir styrki frá Glitni til borgarfulltrúa og þingmanna.

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 14.4.2010 kl. 21:08

2 identicon

Samfylkingarráðherrar, þingmenn flokksins og forystumenn hans, höfðu ekki séð nein merki þess í valdastólum sínum að illa horfði og vísuðu öllum aðvörunum með hroka á bug með þeirra einstaka hætti. Og hvers vegna? Jú, - þeir höfðu lengi verið helstu og gagnrýnislausustu “grúbbíur” hinna einu sönnu “stórstjarna” hrunsins. Og Samfylkingin gerði það svo sannarlega ekki í felum. Það var opinber stefna hennar.

Þegar hún settist í ríkisstjórn Með Sjálfstæðisflokknum fékk hún ótrúlegustu yfirlýsingu allra tíma setta í stjórnarsáttmálann. Þar er rætt um “alþjóðlega þjónustustarfsemi”, þar á meðal fjármálaþjónustu og síðan segir.:

„Ríkisstjórnin stefnir að því að tryggja að slík starfsemi geti áfram vaxið hér á landi og sótt inn á ný svið í samkeppni við önnur markaðssvæði og að útrásarfyrirtæki sjái sér áfram hag í að hafa höfuðstöðvar á Íslandi“.

Að kröfu Samfylkingar var sett inn í sjálfan stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar að henni bæri að greiða götu „útrásarfyrirtækja“ svo þau færu ekki með sitt hafurtask annað.

Getur málið verið skýrara hvernig flokkurinn gekk sérstaklega undir að greiða götu glæpagengisins og vernda þá fyrir öllum ljótu öflunum eins og Davíð & Co, sem töldu að þeir færu ekki eftir leikreglum þjóðfélagsins, lagalegum hvað þá siðferðislegum?



Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 14.4.2010 kl. 21:30

3 Smámynd: Friðrik Jónsson

Það fyrsta sem segir mér að ekkert af þessu fólki sem sat þarna í kastljósi hafi nokkuð að gera í pólitík og er beinlísis stórhættulegt,er að þau voru öll sammála um að menn sæju ekki hrunið fyrirfram HALLÓ.

Ef menn sáu ekki hrunið fyrir og voru ekki viljandi að mjólka bankana og þjóðina,af hverju tæmdu menn þá alla sjóði?EKKI VAR ÞAÐ HEPPNI,EKKI VAR ÞAÐ ÓVILJAVERK,NEI ÞAÐ VAR SKIPULAGÐUR GLÆPUR EKKERT ANNAÐ.

Friðrik Jónsson, 14.4.2010 kl. 21:52

4 identicon

Það er nöturlegt að heyra og sjá íslenska pólitíkusa og forsetan !

Allt liðið er í afneitun !

Hroki og aftur hroki !!!!!!!!

Þetta lið fær ekki langan tíma til að athuga sinn gang !

Hvernig væri að Páll Vilhjálmsson færi að skrifa um ICESAVE liðið og fá það til að borga sínar skuldir ?

Við vitum hvar þetta lið heldur sig !

JR (IP-tala skráð) 14.4.2010 kl. 22:38

5 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Kratasiðgæði verður aldrei til eftirbreytni.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 15.4.2010 kl. 09:26

6 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

JR (sem getur ekki skrifað undir nafni), hvaða tilraunir eru þetta endalaust til þess að segja Páli hvað hann eigi að skrifa um og hvað ekki? Þú setur varla inn athugasemd hér í öðrum tilgangi. Hvers vegna stofnar þú ekki þitt eigið blogg og skrifar um þessa hluti í stað þess að segja öðrum að gera það?

Hjörtur J. Guðmundsson, 15.4.2010 kl. 09:31

7 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Varðandi færsluna, það sem réð ríkjum hér var einhvers konar kratafrjálshyggja, pilsfaldskapitalismi. Ekki raunveruleg hægristefna. Þá hefði t.d. engum lifandi manni dottið í hug að einkafyrirtæki gætu hlaupið í faðm ríkisins þegar á bjátaði eins og ofdekraðir krakkar sem telja sig komast upp með hvað sem er vegna þess að pabbi og mamma eiga nóga peninga og borga.

Hjörtur J. Guðmundsson, 15.4.2010 kl. 09:33

8 identicon

,,JR (sem getur ekki skrifað undir nafni), hvaða tilraunir eru þetta endalaust til þess að segja Páli hvað hann eigi að skrifa um og hvað ekki?"

Það eru svo mikil hagsmunatengsl sem ráða skrifum Páls Vilhjálmssonar, eins og þínum !

Hvers vegna má ekki minnast á glæpamennina sem skipa ICESAVE liðið og á heimilsfang að Háaleitisbraut 1 hjá sjálfstæðisflokknum ?

JR (IP-tala skráð) 15.4.2010 kl. 21:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband