Væg skilyrði Samkeppniseftirlits

Skilyrðin sem bönkum eru sett af Samkeppniseftirliti eru of væg. Munar mestu um að Samkeppniseftirlitið er ekki tilbúið að bæta fyrir mistök undanfarinna ára þar sem samþjöppun á markaði var látin átölulaus.

Samkeppniseftirlitið á vitanlega að krefjast þess að yfirtekinn rekstur eigi að brjóta upp til að stuðla að samkeppni.

Samkeppniseftirlitið þarf að undirstrika að nýspilling endurreistra banka og gömlu útrásarviðrinanna verði ekki liðin.


mbl.is Setja skilyrði fyrir yfirtöku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Samkeppniseftirlitið er álíka brandari og FME var undir stjórn Jónasar Fr.  Enda eru menn í sömu klúbbum og félögum og þeir sem þeir eiga að hafa eftirlit með. Hér er látið eins og fáokun sé samkeppni og bara það er brot á samkeppnislögum. Alls staðar blasir samráð við, í fjármálaþjónustu, í olíusölu og  hjá garðyrkjubændum. Minni á að Pálmi í Fons byggði sitt veldi uppúr samráði garðyrkjubænda og hefur einhver breyting orðið?

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 31.3.2010 kl. 16:48

2 identicon

Hvað skyldi líða 2 ára rannsókn á meintum svikum Baugs og Krónunnar, þegar þeir voru staðnir að hækka verð þegar þeir vissu að engar verðkannanir yrðu gerðar, og gott ef könnunarsnillingarnir hringdu á undan sér?  Hækkuðu verð eftir kl. 16.00 og um helgar og rétt fyrir hátíðisdaga.  Málið hlýtur að vera fyrnt þegar þessir snillingar hafa lokið rannsókninni.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 31.3.2010 kl. 17:47

3 identicon

Forstöðumaður Samkeppniseftilitsins heitir Páll Gunnar Pálsson,fyrrum Forstöðumaður fjármálaeftirlitsins og þar er einn ofmetnasti embættismaður þjóðarinnar  þessi Páll.Það má ekki gleymast að hann og Valgerður Sverrisdóttir unnu náið saman,er hún var Ráðherra.Páll Gunnar er innvinklaður inní hrunið á Íslandi og er það alveg furðulegt hve hann hefir sloppið við umfjöllun vegna þess.Tími þessa Páls Gunnars hjá hinu opinbera ætti löngu að verða lokið,og ekki má gleyma því að hann réð sjálfan sig í þetta starf er hann hætti í fjármálaeftirlitinu.Semsagt hann var áskrifandi að þessu starfi sem Forstöðumaður Samkeppniseftirlitsins/stofu.Ég hef áður skrifað um vanhæfni þessa embættismanns,og ýmislegt virðist að vera að koma í ljós með þennan Pál.

Númi (IP-tala skráð) 31.3.2010 kl. 23:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband