Hvatakerfið og útrásarillgresið

Bankarnir urðu leiðandi í útrásinni sökum þess að þeir voru í lykilhlutverki hvorttveggja sem milligönguaðilar og gerendur. Bankarnir tóku við innlánum almennings og mokuðu fjármunum í útrásarhítina oft með engum tryggingum.

Ábyrgðarleysi stjórnenda bankanna var algjört en vegna hvatakerfis fengu þeir ríkulega umbun fyrir að brenna peningum annarra.

Að bankamönnum detti í hug að setja á flot tillögur um bónusa sýnir að þeir gera sér enga grein fyrir ábyrgð sinni.

Illgresi útrásarinnar er ekki enn upprætt. Ríkisstjórnin ber ábyrgð á þeim vettlingatökum sem útrásarliðið er tekið. 


mbl.is Fulltrúar bankanna spurðir út í bónuskerfi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Pétursson

Þetta vanhæfa, spillta og þjófótta hyski sem stjórnendur bankana eru, átti hvað stærstan þátt í því að koma þjóðinni á kaldan klaka.   Þessi úrhrök þáðu feita bónusa fyrir það og vilja nú fá bónusa fyrir að þrífa upp skítinn eftir sjálft sig.

Þessi sori íslensks samfélags er algjörlega veruleikafirrtur og kann ekki að skammast  sín.  Réttast væri að birta nafnalista yfir þessi úrhrök og í framhaldinu að útskúfa þau og þeirra fjölskyldur úr íslensku samfélagi.

Guðmundur Pétursson, 16.3.2010 kl. 14:19

2 identicon

 ætla bara að þakka þér fyrir /og við erum ráðalaus

Ásgeir Gunnarsson (IP-tala skráð) 16.3.2010 kl. 14:42

3 identicon

Undarlegt upphlaup þessara þingmanna í ljósi þess að bæði Jóhanna og Steingrímur hafa margoft lýst yfir að þau hvoki megi né geti skipt sér af málefnum bankanna.

"Banna bónusa" er það ekki uppistaðan í launum fiskverkafólks?

Grímur (IP-tala skráð) 16.3.2010 kl. 14:57

4 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Bónusar fyrir verðmæti og bónusar fyrir loftbólur er ekki það sama Grímur!

Sigurður Haraldsson, 17.3.2010 kl. 01:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband