Afskriftir auka líkur á nýju hruni

Afskriftir án gjaldþrota auka líkurnar á nýju hruni. Gjaldþrot er lexía um afleiðingar óráðsíu sem verður að læra. Þeir sem búa við sértækan vanda, s.s. vegna húsnæðiskaupa þegar verð var í hæstu hæðum, eiga að fá sanngjarna lausn á sínum vanda. Á hinn bóginn er út í bláinn að fella niður skuldir vegna Range Rover.

Gjaldþrot einstaklinga og fyrirtækja er leið niðurstaða ömurlegs tímabils sem kennt er við útrás.

Til að draga úr líkum á endurtekinni fjármálafirringu verður að keyra lærdóminn heim. Að öðrum kosti er hætt við að hugarfar fjárglæfra verði ríkjandi á ný.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Algjörleg sammála þarna enda eru margir á því að annað hrun verði í lok þessa árs og það bankahrun sem við erum að fjalla um í dag sé hreinn barnaleikur hjá þeim ósköpum sem eiga eftir að bætast við.

Jóhann Elíasson, 15.3.2010 kl. 13:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband