Siggi G. staðfestir mykjuregluna

Mykjureglan segir að málstaður er verri eftir því sem fleiri orð þarf að hafa til að verja hann. Frétt Morgunblaðsins um að Sigurður G. Guðjónsson baugslögmaður ætlaði sér að verja hagsmuni Jóns Ásgeirs Jóhannessonar gegn þrotabúi Fons með því að kaupa kröfu Skeljungs var um það bil helmingi styttri en varnarræða Sigga G. í dag.

Mykjureglan er ágæt aðferð til að komast á snoðir um kjaftæðið sem tröllríður eftirhrunssamfélaginu. Jón Ásgeir og hrunverjadeild Sjálfstæðisflokksins halda úti 365 miðlum sem dag hvern staðfestir lögmælti mykjureglunnar.

Rétt eins og ofvaxnir efnahagsreikningar bankanna voru einkenni útrásarbullsins eru baugsmiðlar og leigulögfræðingar hrunmanna vísbending um hversu sterk ítök hrunverjar eiga enn í íslensku samfélagi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er fín kenning, enda hef ég verið praktíserandi í anda hennar frá unga aldri:

Mamma: Ómar, fórstu í sultukrukkuna áðan?

Ómar: Nei

Mamma: En þú ert allur makaður út í sultu?

Ómar: Ekki.

etc.

Eins og allir sjá, þá hefði það skemmt mikið málstaðinn að reyna að verja hann með einhverjum orðavaðli.

Ómar Harðarson (IP-tala skráð) 14.3.2010 kl. 20:59

2 identicon

Það má auðveldlega meta sekt manna út frá því hvaða lögmenn þeir fá sér til að verja þá og þeirra hagsmuni.

Hér er afar skýr og vísindalega unnin rannsókn á þeirri kenningu:

http://sveinnandrilaw.blogspot.com/

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 15.3.2010 kl. 02:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband