Ríkisstjórn án umboðs

Meirihluti þjóðarinnar mætti á kjörstað og hafnaði með afgerandi hætti lagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar um Icesave. Þar með hefur þjóðin tekið tilbaka umboð sitt til meirihluta alþingis til að fara með mikilsvert mál þjóðarinnar.

Ríkisstjórninni ber þegar í stað að segja af sér enda orðið fyrir niðurlægjandi ósigri. Hvaðeina sem ríkisstjórnin tekur sér fyrir hendur er markleysa enda staðfest og sannanlegt að hún hefur ekki umboð þjóðarinnar.

Eymdarganga ríkisstjórnarinnar er  á enda. Við munum ekki sakna hennar enda var hún getin við  nauðgun og haldið saman með ofbeldi. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Páll Vilhjálmsson.

Enn, kemur þú ekki á óvart !

Núna getur þú barist fyrir því að þeir sem bjuggu til ICESAVE borgi sínar skuldir !

Nei, þú ert enn eins og vinir þínir í sjálfstæðisflokknum !

JR (IP-tala skráð) 7.3.2010 kl. 00:22

2 Smámynd: Kristinn Pétursson

Páll er sterkur talsmaður þess fólks sem greiddi atkvæði  með NEI í dag.

Kristinn Pétursson, 7.3.2010 kl. 00:42

3 identicon

Bwahahaahahaahah

Sigur fyrir ríkisstjórn að rétt um helmingur kosningabærra manna skyldu mæta og segja nei. Kjörsókn segir allt og þegar auðu og ógildu eru talin með er varla sjónarmunur á því hvor fylkgingin hefur betur. 

Sættu þig við staðreyndir Páll. Þjóðin sagði pass við bullinu enda er fjarveran stærsta röddin.

Ó.I.H. (IP-tala skráð) 7.3.2010 kl. 01:55

4 Smámynd: Kristinn Pétursson

Erlendis þykir stórsigur 50% í þjóðaratkvæði.

Hneyksli aldarinnar - er að forystumenn ríkisstjórnarinnar skyldu hafa boðað áróður um heimasetu..... í fyrstu þjóðaratkvæðageriðlsu lýðveldisins

en áróðurinn tókst þá ekki betur en þetta....

Það er líklega rétt hjá þeim að íhuga að segja af sér og vera bara heima sér  á næstunni.

Ef ekki er a.m.k. lágmark að þau hætti öllu opinberu  blaðri um Icesave málið.  Samninganefndin er með málið - á þverpólitísmum grunni - en ekki í umboði ríkisstjórnarinnar.

Kristinn Pétursson, 7.3.2010 kl. 03:03

5 Smámynd: Sigurður Sigurðsson

Sammála þér Páll, og ég trúði vart mínum eigin eyrum þegar ég hlustaði á Steingrím og Jóhönnu í gærkvöldi reyna að réttlæta niðurstöðuna og gera lítið úr þessari þjóðaratkvæðagreiðslu.

Þessi ríkisstjórn verður að segja af sér í næstu viku, annað er ekki í boði.

Annars er ég á því að þeir sem sögðu JÁ hafi verið útrásardólgarnir og fjölskyldur þeirra, enda mátti greinilega sjá afstöðu Baugsliðsins í grein nýja ritstjóra Fréttablaðsins.  Merkilegt hvað sá maður hefur lagst lágt upp á síðkastið.

Sigurður Sigurðsson, 7.3.2010 kl. 09:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband