Sakamenn í Sjónvarpinu

Jóhanna Sig. og Steingrímur J. komu fram sem sakamenn í aukafréttum RÚV. Ruslútgáfa íslenskra stjórnmála mætti þjóð sinni og grét í beinni.

Vælið í kvislingastjórninni er sektarsnökt fólks sem vinnur vitandi vits gegn þjóðarhagsmunum.

Þegar stjórnarandstaðan hysjar upp um sig brækurnar eru dagar ríkisstjórnar Jóhönnu Sig. taldir. Eftir þjóðaratkvæðið liggur buxnastrengurinn um mið læri - á leiðinni upp.


mbl.is Nær allir segja nei
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Villtu nýja ríkistjórn Palli...?

Helgi Rúnar Jónsson (IP-tala skráð) 6.3.2010 kl. 22:25

2 identicon

Hver vill ekki nyja ríkisstjórn?  Þeim er ekki stætt lengur, Jóhanna og Steingrímur hafa svívirt þjóðina, lýðræðið.  Það eitt að þau reyndu og þrýsta þessum samningum á þjóðina sem hefði leitt til glötunnar sýnir vanhæfni og getuleysi þeirra.  Mætti jafnvel dæma þau fyrir landráð.

Baldur (IP-tala skráð) 6.3.2010 kl. 22:30

3 identicon

Eru skuldirnar ekki bara horfnar?

Eru nokkur vandamál til staðar?

Ef marka má framlag hrunaflokksformanna þá eru bara engin vandamál hér.

Sigrún (IP-tala skráð) 6.3.2010 kl. 22:33

4 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Þau Jóke-Hanna og Steingrímur eru staðráðin í að við fáum annað þjóðaratkvæði fljótlega. Strax eftir helgina ætla þau að hitta húsbændur sína í Bretlandi og Hollandi og gera nýja sviksamninga. Almenningur mun ekki eiga aðra kosti en safna undirskriftum og kjósa aftur á móti gerðum þessa ógæfu-fólks sem heldur um taumana í Icesave-stjórninni.

Loftur Altice Þorsteinsson, 6.3.2010 kl. 22:34

5 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Er  buxnastrengurinn hjá þeim ekki frekar á leiðinni niður?

Sigurður Þorsteinsson, 6.3.2010 kl. 22:35

6 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Niðurdregnari og fýlulegri stjórnmálamenn en Jóhanna og Steingrímur J. hafa ekki sést á íslenskum sjónvarpsskjá áður. 

Reyndu að gera lítið úr kosningaþátttökunni, sem var ótrúlega góð, og ekki síður niðurstöðunni, sem er eitthvert mesta áfall, sem nokkrir stjornmálamenn í veröldinni hafa orðið fyrir. 

Þau eru sannir fulltrúar fýlustjórnmálanna.

Axel Jóhann Axelsson, 6.3.2010 kl. 22:40

7 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Það sem var merkilegast í viðtalinu við Steingrím, var að hann gerði tilraun til að neyta ummælum sem hann lét falla nú í vikunni!!!

Hvernig ætlast slíkur maður til að honum sé treyst.

Gunnar Heiðarsson, 6.3.2010 kl. 22:40

8 identicon

Rétt Páll!!

Formaður Sjálfstæðisflokksins hlýtur að koma með veð fyrir skuldum þjóðarinnar rétt eins og í Vafningsmálinu. Hann þarf ekki einu sinni að vita af því.

eða

Sigmundur með alzeimeraðferðina og setjum málin bara upp í hillu og gerum EKKERT.

Hulda (IP-tala skráð) 6.3.2010 kl. 22:41

9 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Eru skuldirnar ekki horfnar, segir Sigrún. Hvaða skuldir ert þú að tala um Sigrún ?

Almenningur á Íslandi skuldar bönkum í Bretlandi og Hollandi ekki eina Krónu. Nú þurfa bankarnir að greiða skuldabréfin sem tryggingasjóðir þessara landa hafa verið að safna í tvo áratugi. Icesave-útibú Landsbankans gáfu líka út skuldabréf sem að mestu leyti verða greidd. Hvar koma Íslendingar inn í þessa mynd ?

Sigrún vill sjálfsagt setja auglýsingu í erlend stórblöð, um að ef einhverjir þurfi á peningum að halda, þá geti þeir send kröfu til Íslands, stílaða á ríkisstjórn Jóke-Hönnu. Hún mun segja að til að halda frið við alþjóðasamfélagið muni Íslendingar að sjálfsögðu borga.

Þjóðarheiður - gegn Ivcesave.

Loftur Altice Þorsteinsson, 6.3.2010 kl. 22:44

10 identicon

Fólki eins og Sigrúnu á ekki að eyða tíma í að svara.

Annars er þetta merkilegur dagur, hlakka til að fylgjast með framvindu mála.  Steingrímur og Jóhanna eru á grafarbakkanum.

Baldur (IP-tala skráð) 6.3.2010 kl. 22:48

11 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Páll svarar fyrir sig en mig langar að segja þér Helgi Rúnar að ég hef aldrei viljað þessa stjórn.  Segðu mér hvert gagn hún hefur gert, svo vit þitt verði staðfest.  

Sigrún skuldir sem aldrei hafa verið til, hverfa ekki.  Ef þú ert stolt af frammistöðu Jóhönnu í dag þá skalt þú segja það svo það verði vitað framvegis og hægt að vitna til.      

Hrólfur Þ Hraundal, 6.3.2010 kl. 22:51

12 identicon

Satt og rétt hjá þér Páll. Þessi norræna aumingjastjórn var andvana fædd. Í stað þess að slá skjaldborg um heimili alþýðumanna sló hún skjaldborg um útrásarvíkinga og bankaelítuna. Nú er tækifæri til að mynda þjóðveldið Ísland; burt með fjórflokkinn!

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 6.3.2010 kl. 23:08

13 identicon

Að horfa á ykkur vera að aulast að sannfæra sjálfa ykkur um að það hafi verið að kjósa um einhverra svika-samninga er með því fyndnara síðan Spaugstofan var upp á sitt besta

   ...þessi komment hérna fyrir ofan eru síðan hverju öðru fyndnara, ef maður vissi ekki betur þá gæti haldið að þetta væru spunahópur frá leiklistaskólanum á einhverju flippi

Bárður Haukdal (IP-tala skráð) 6.3.2010 kl. 23:44

14 Smámynd: Jakob Þór Haraldsson

Þór Saari segir réttilega á sínu bloggi: "Vonandi hafa þingmenn meirihlutans þroska til að endurmeta stöðuna nú, en það verða að vera þeir, því forsvarsmenn ríkisstjórnarinnar munu ekki geta það."  Ótrúlegt að hlusta á Lady GaGa & SteinFREÐ enn og aftur "bulla & rugla" - SteinFREÐUR sagði að IceSLAVE yrði að klára á næstu vikum - RANGT - frekar augljóst að þessu máli verður ekki lent á farsælan hátt fyrir en þau (TRÚÐARNIR) stíga niður - ef þau segja bæði af sér, þá geta þau bjargað lífi þessara AUMU & stórhættulegu ríkisstjórnar, en því miður hafa þau ekki VIT á slíku.  Réttast væri nú að Lady GaGa myndi skila inn stjórnarumboði sínu enda valda þau skötuhjúin ekki verkefninu. 

Þau hafa ítrekað sýnt skelfilega slæma verkstjórn og ÞAU ráku burt eina ráðherrann sem reyndi að tala VIT inn í þeirra frosinn heila.  Þau vilja ekki hlusta á þjóðina eða Heilbrigða skynsemi, þá fer ekki vel.  Nú er mál að linni, þau valda ekki sínum störfum, frekar augljóst.  Ekki hljálpar heldur að Samspillingin er ekki "stjórntækur FLokkur" - það verður nóg að gera hjá Spunameisturum þeirra & Baugsmiðla að útskýra HÖFNUN þjóðarinnar á þeirra verkstjórn.  Í mínum huga eru þau skötuhjú stórhættuleg, nóg að hlusta á þau í sjónvarpinu hjá RÚV kl. 22:00 í kvöld, þar upplýstu þau enn & aftur að þau ætla að reyna að lenda IceSLAVE málinu á nótum UK & Hollands, svo þeirra stórhættulega ríkisstjórn geti haldið áfram.

Ég treysti því að ÞÚ, Birgitta, Framsókn, Ránfuglinn & flestir þingmenn VG standi gegn þeim skötuhjúum og verjið málstað okkar í þessari mikilvægustu utanríkisdeilu landsins EVER...!  Þorskastríðið var gríðarlega mikilvægt, en það sama má segja um Icesave.  Löngu tímabært að Lady GaGa HÆTTI að SUNDRA þjóðinni og fari að HLUSTA á þjóðina.  Hún á að vinna fyrir okkur, ekki EB - maður á ekki orð yfir HROKA & heimsku hennar.  Ítreka að lokum þá sorglegu staðreynd að þau verða að hætta sem ráðherrar, verkstjórn þeirra er skelfileg!

kv. Heilbrigð skynsemi (fun.blog.is)

Jakob Þór Haraldsson, 6.3.2010 kl. 23:47

15 Smámynd: Hildur Helga Sigurðardóttir

Er ekki allt í lagi heima hjá þér Páll ?

Eins og þú ert nú vel kvæntur.

"Kvislingastjórn" ? Farðu nú að taka þér tak.

Hildur Helga Sigurðardóttir, 7.3.2010 kl. 00:01

16 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Fyrst Icesave-kjánarnir hafa ekki vit á að segja af sér, verður forsetinn að svipta Jóke-Hönnu umborðinu til að fara fyrir ríkisstjórn. Síðan verður Ólafur Ragnar að skipa utan þings-stjórn fram að kosningum.

Þjóðarheiður - gegn Icesave.

Loftur Altice Þorsteinsson, 7.3.2010 kl. 00:44

17 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Jakob Þór mikið er leiðinlegt að lesa athugasemdir eftir menn sem finnst það flott að uppnefna fólk. Hvað kemur það nokkrum rökum við að blanda einhverjum "Lady Ga Ga og SteinFREÐ" inní umræðunna. Að minnst kost annar þessara aðila er söngkona í USA og fyrr um nektadansmær sem hefur aldrei komið neitt að þessu máli og hinn hefur ekkert með þetta mál að gera. Sama gildir um Loft sem ég hélt að væri háskólakennari. En hann getur heldur ekki sleppt því að uppnefna fólk. Það er merki um menn sem hafa ekki almennilegan þroska í að takast á í umræðum.

Magnús Helgi Björgvinsson, 7.3.2010 kl. 02:24

18 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Þetta eru gagnlausar hugleiðingar hjá þér Magnús Helgi, en þú hefur auðvitað ekkert málefnalegt að leggja til umræðunnar og því nýtur þú samúðar minnar.

Loftur Altice Þorsteinsson, 7.3.2010 kl. 05:25

19 Smámynd: Páll Geir Bjarnason

Talandi um "Joke-Hönnu" í einni athugasemd og að vera málefnalegur í þeirri næstu! Hvílík firring. Menn skjóta sig í báða fæturna með slíkum málflutningi og eru ómarktækir með öllu.

Páll Geir Bjarnason, 7.3.2010 kl. 10:33

20 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Páll Geir er þekktur fyrir málefnalegar athugasemdir, eða hvað ?

Loftur Altice Þorsteinsson, 7.3.2010 kl. 11:09

21 Smámynd: Ólafur Als

Það er all sæmilegur valkostur að uppnefna menn í stjórnmálaumræðu - það er fylgifiskur hennar og ef vel tekst til eru slíkar nafngiftir kraftmikil viðbót við tiltekinn málstað. Þetta hafa útsmognir og klárir menn vitað um langan aldur og sér í lagi hafa valdstjórnir öfganna, sbr. Ráðstjórnarríkin og Þriðja Ríkið, áttað sig á þessu. Þetta vita og menn í stjórnmálaflokkunum hérlendis.

Menn skyldu hafa í huga að ESB-umræðan mun verða háð á þessum nótum m.a. og þeir sem koma fram með kraftmestu frasana og athyglisverðustu myndrænu skilaboðin munu vinna hálfan sigur. Áróðurstækni af þessu tagi fóðrar sig ekki með sannleikanum, heldur hálfum sannleika - jafnvel lygi, hvar tilgangurinn helgar meðalið.

Ólafur Als, 7.3.2010 kl. 11:20

22 Smámynd: Páll Geir Bjarnason

Þér er velkomið að vitna í eitthvað ómálefnalegt frá mér ef þú getur Loftur. Held ég sé ekkert sérstaklega þekktur fyrir eitt né neitt og finnst það ágætt. Rekur þó minni til að hafa eitt sinn kallað þig Óloft. Hins vegar hef ég aldrei hreykt mér af því að vera eitthvað sérstaklega málefnalegur og því ekki skjótandi mig í fæturna um víðan ritvöll.

Páll Geir Bjarnason, 7.3.2010 kl. 11:53

23 identicon

Sigmundur Davíð kolkrabbi og Bjarni Ben Sjóvávafningur eru alvöru glæpamennirnir sem eru að reyna tefja starf ríkisstjórnarinnar fyrir vini sína sem eru uppteknir við að fá skuldir afskrifaðar og mæta í yfirheyrslur hjá sérstökum ríkissaksóknara.

Bjöggi (IP-tala skráð) 7.3.2010 kl. 13:19

24 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Hér eru mættir nokkrir stuðningsmenn ríkisstjórnarinnar og augljóst er um hvað þeir vilja ræða. Þeirra hugðarefni eru útúrsnúningar og hlutir sem koma málefnalegri umræðu ekkert við. Þeir mega vita að á svona orðræðu tekur enginn mark.

Allur almenningur hefur fullan skilning á vanhæfni ríkisstjórnarinnar, ekki bara vanhæfni til að hafna Icesave-kröfum nýlenduveldanna, heldur vanhæfni til allra verka. Þessi auma ríkisstjórn verður að láta sjálfviljug af störfum, að öðrum kosti verður forsetinn að taka umboðið af Jóhönnu.

Þjóðarheiður - gegn Icesave.

Loftur Altice Þorsteinsson, 7.3.2010 kl. 14:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband