Jón Ásgeir gengur laus...

...og Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra og formaður Samfylkingarinnar skilur bara ekkert í því hvernig Jóni Ásgeiri og öðrum hrunmönnum líðst að halda eigum sínum en skilja skuldirnar eftir. Ein skýring er að Jón Ásgeir fjármagnaði Samfylkinguna í gegnum fjölmörg félög í hans eigu.

Samkvæmt reglum um stuðning við stjórnmálaflokka sem tóku gildi áramótin 2007/2008 mega aðeins koma 300 þús. kr. frá hverjum lögaðila til stjórnmálaflokka. Jón Ásgeir stjórnaði fjölmörgum lögaðilum sem styrktu Samfylkinguna, s.s. Glitni, Högum, Landic Property, FL-Group og Teymi. Ein ákvörðun en margir styrkir.

Áður en nýju reglurnar tóku gildi var Samfylkingin með verulegan stuðning frá fyrirtækjum Jóns Ásgeirs.

Fjárhagsleg afkoma Samfylkingarinnar er háð því að Jón Ásgeir eigi sem flest fyrirtæki. 


mbl.is Gríðarlegar skuldir í huldufélagi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Hvenær kaupir maður stjórnmálaflokk og hvenær kaupir stjórnmálaflokkur mann that's the question...

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 3.2.2010 kl. 09:05

2 identicon

Ertu sem sagt að segja að stjörnmálamenn hringi bara í lögguna og segi - láttu vin minn vera - snertu hann ekki. Ef svo er þá er íslenskt samfélag spilltara en ég hélt. Best að fara að pakka og koma sér í burtu.

Kristinn Gunnarsson (IP-tala skráð) 3.2.2010 kl. 09:28

3 identicon

Góðan dag

Ef hinn venjulegi heimilisfaðir lendir í vanskilum með lán er hann umsvifalaust settur á vanskilaskrá sem sést um alla Evrópu en aðeins 2 útrásarvíkingar eru þar á lista Magnús Þ og Björgólfur gamli en hann notar þá bara kort einhvers af fyrirtækjum sínum.

Bankar eiga ekki að lána fjárfestum fé sem hafa keyrt í þrot og skulda milljarða og láta þá hugsanlega fá aftur fyrri eignir án þess að gera upp gamalt fyrst og lána ekki meir án 100% veða og persónulegum ábyrgðum. Þetta finnst mér og þarna verður að gæta jafnræðis að óreiðumenn séu flokkaskiptir en heimilisfeður efstir á blaði??

Þór Gunnlaugsson (IP-tala skráð) 3.2.2010 kl. 10:15

4 identicon

Það hlýtur að vera hægt að draga fyrir dómstóla þá aðila í bönkunum sem skrifuðu uppá á þessar fáranlegu lánveitingar.

En það verða alltaf til einhverjir Jónar sem rúlla félögum út og suður

Grímur (IP-tala skráð) 3.2.2010 kl. 11:13

5 identicon

Sæll Vilhjálmur,

mikið er hatur þitt á Samfylkinguni og á Jóhönnu, en er þetta ekki línan sem Davíð og eimreiðin eru búin að gefa, en segðu mér...?..hvað fékk Sjálfshælisflokkurinn frá FL GRoup..??...var það 20 milj. eða 30 milj....eða var það kannski 50 milj....??...Bara muna eitt Villi....ekki kasta stein úr glerhúsi og miklast ekki um of þó að Staksteinar séu að hæla þér fyrir áróðursbloggskrif þín hér á þessu þvottavélabloggi.

Kveðja Helgi.

Helgi Rúnar Jónsson (IP-tala skráð) 3.2.2010 kl. 11:59

6 identicon

Páll og Helgi, af hverju snýst þetta allt um pólitík?  Ég held almenningi sem blæðir út að þessu pakki sé skítsama hvar þessi spillingaröfl raða sér í pólitík.  Við viljum láta handtaka allt þetta ræningjapakk ásamt þeim ráðamönnum sem ruddu veg þeirra í einu mesta ráni Íslandssögunnar.  Er þetta ekki málið frekar en vera í einhverjum skotgrafahernaði út frá þjónkun við stjórnmálaöfl þar sem rifrildið snýst um að segja að pabbi minn er betri en pabbi þinn?

Daníel (IP-tala skráð) 3.2.2010 kl. 12:18

7 identicon

Gaman að skrímsladeild Samfylkingarinnar, hversu asskoti hún er mögnuð í leikskólarökleysum sínum.  "Hvernig er það hjá Sjöllunum" eru þeirra dýpstu rök til að réttlæta skítlegt eðli og gjörðir síns og sinna.  Einn er augljós munur á þessum tveim flokkum.  Samfylkingardraslið kann ekki að skammast sín.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 3.2.2010 kl. 12:49

8 identicon

Helgi, hver er þessi Villi sem þú ert með á heilanum?

Hannes Þórisson (IP-tala skráð) 3.2.2010 kl. 12:57

9 identicon

l......sama hvaða flokkur var studdur eða styrktur, þá er ekki líðandi að afskriftir séu bara fyrir suma....meðan heimilum blæðir og fá enga aðstoð.

Karen Elísabet Halldórsdóttir (IP-tala skráð) 3.2.2010 kl. 15:19

10 identicon

Af hverju eru pólitískir samherjar Jóhönnu Sigurðardóttur látlaust að leiðrétta og túlka orð hennar, sbr. Árni Þór í dag? Treysta þeir ekki hennar eigin orðum?

Helgi Jónsson (IP-tala skráð) 3.2.2010 kl. 17:28

11 identicon

Vissi ekki að blessaður forsætisráðherrann þyrfti líka á túlki að halda þegar hún tjáir sig á íslensku.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 3.2.2010 kl. 21:42

12 Smámynd: Páll Geir Bjarnason

Bíddu! Mokuðu fyrirtæki Jóns Ásgeirs ekki fé í alla flokkana? Mér sýndist það nú á þessum yfirlitum sem fram hafa komið. Og eru þeir feðgar ekki flokksbundnir Sjallar?

Páll Geir Bjarnason, 4.2.2010 kl. 02:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband