Björgólfsvæðing Samfylkingar

Björgólfur yngri er með Samfylkinguna í hendi sér. Gagnaverið sem aðalábyrgðarmaður Icesave-reikninganna hyggst reisa á Suðurnesjum fær hverja stuðningsyfirlýsinguna á fætur annarri frá forkólfum Samfylkingarinnar.

Aðstoðarmaður Jóhönnu Sigurðardóttur, Hrannar B. Arnarsson, sagði um Björgólfsfjármuni að sama væri hvaðan gott kæmi. Skúli Helgason formaður iðnaðarnefndar alþingis efndi til leikfléttu um áramótin þar sem útkoman átti að vera sú að hlutur Björgólfs yngri i framkvæmdinni yrði minni en til stóð. Fléttan minnir á leikrit Ólafs Ólafssonar í Kaupþingi með arabíska furstann.

Í dag björgólfast Björgvin G. Sigurðsson fyrrverandi viðskiptaráðherra sem skrifar Pressupistil um nauðsyn þess að maðurinn með Icesave-slóðann fái skattalega sérmeðferð hjá ríkissjóði í boði Samfylkingarinnar.

Samfylkingin verður seint sökuð um að vera næm á réttlætiskennd almennings.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

-Hví stígið þér ekki á jarðsprengju Páll?

Teitur Atlason (IP-tala skráð) 1.2.2010 kl. 23:17

2 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Gleymdir þú að taka meðalið þitt, Teitur?

Páll Vilhjálmsson, 1.2.2010 kl. 23:29

3 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Já þeir niðurlægðu okkur með yfirgangi og dónaskap og síðar með aulaskap, en standa keikir með fullavasa af peningum og ætla að kaupa sér velvild eftir að hafa kúkað á fald fjallkonunar.  Svo er til fólk sem allt vill til láta svo hagur þeirra verði sem bestur. 

Hrólfur Þ Hraundal, 1.2.2010 kl. 23:44

4 Smámynd: Sigurður Ingi Jónsson

Hvernig má annað vera? Ráðgjafaher ríkisstjórnarinnar er að upplagi kominn úr Landsbankanum.

Sigurður Ingi Jónsson, 1.2.2010 kl. 23:57

5 identicon

Teitur stendur vaktina fyrir Samfó í kvöld. Svo kemur annar í nótt. Og svo einhver enn annar á morgun. Þeir mega eiga það í Samfylkingunni að þetta kunna þeir: undiráróður og skemmdarstarfsemi. Hver þeirra skyldi svara mér?

Helgi (IP-tala skráð) 1.2.2010 kl. 23:58

6 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Páll, gæti verið að þetta hafi eitthvað með það að gera að til standi að semja við Baugsfeðga um niðurfellingu skulda og áframhaldandi eignarhald á Högum. Heldur þú að það sé tilviljun að Baugsmiðarnir hafi valið Jóhönnu Sigurðardóttur fallegustu, skemmtilegustu og gáfuðustu konu landsins?

Sigurður Þorsteinsson, 2.2.2010 kl. 00:02

7 identicon

Af sjálfu leiðir, Sigurður. Allt hefur sinn tíma, sagði í stórri bók. Jóhanna heldur á henni. Hvít og sjálfandi.

Helgi Jónsson (IP-tala skráð) 2.2.2010 kl. 00:05

8 identicon

Já, vei Samfylkingunni. Stjórnin er víst svo óforskömmuð að hafa sett sér það markmið að koma á einhverjum iðnaði öðrum en áliðnaði og reyna jafnvel að auka fjárfestingar. En við viljum ekkert svoleiðis, a.m.k. ekki fyrir skítuga peninga. Frekar viljum hreint fé frá Rio Tinto eða einhverjum öðrum góðmennum.

Siguður Jónsson (IP-tala skráð) 2.2.2010 kl. 07:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband