Ríkisstjórnin býður upp á samsekt

Jóhönnustjórnin óskar eftir stuðningi stjórnarandstöðu til að sitja áfram. Með því að falast eftir slíkum stuðningi er stjórnin óbeint að viðurkenna að hún hafi ekki umboð til að fara með landsstjórnina þegar forsetinn hefur tekið hana úr höndum ráðherra.

Varaáætlun ríkisstjórnarflokkanna er að spinna þá sögu að stjórnarandstaðan sé með stuðningi við andófið gegn Icesave-samningunum að koma ríkisstjórninni frá.

Stjórnarandstaðan á vitanlega að krefjast afsagnar ríkisstjórnarinnar enda er það forsenda fyrir því að Bretar og Hollendingar semji við okkur upp á nýtt.

Minnihlutastjórn Vinstri grænna á að taka við völdum - mínus Steingrímur J. sem er krossfestur á Icesave.


mbl.is Stjórnarliðar buðu til samráðs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband